Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar 3. september 2025 10:03 Mikið vildi ég óska þess að Bataskóli Íslands hefði verið til þegar ég byrjaði fyrst að grúska í sjálfri mér. Ég hef starfað þar sem verkefnastjóri síðastliðin tvö ár og á þeim tíma setið flest námskeiðin sem eru þar í boði og fjalla öll um geðheilsu og bata á einhvern hátt. Á þessum tveimur árum hef ég einnig tekið þátt í kennslunni, en ég hef t.a.m. kennt námskeiðið Sjálfsumhyggja sem jafningi, en það kenndi ég með þeim Helgu Arnardóttur og Esther Ágústsdóttur. Þess má geta að námskeiðin í Bataskólanum eru samin og kennd af notendum og sérfræðingum saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast. Á þessu námskeiði fræðast nemendur um núvitund og sjálfsumhyggju og um kosti þess að rækta þessa eiginleika með sér. Í hverjum tíma eru einnig gerðar stuttar núvitundaræfingar sem hjálpa nemendum að auka færni sína í að hugleiða og rækta með sér núvitund og sjálfsumhyggju. Sjálfsumhyggja byggir á núvitund, góðvild og því sem okkur er sammannlegt. Núvitund og hugleiðsla aðstoða mann við að veita tilfinningum sínum athygli, góðvild felur í sér að sýna sjálfum sér skilning og mildi, alveg eins og maður gerir fyrir aðra, auk þess sem það getur verið hjálplegt að átta sig á því að við séum ekki ein á báti hvað líðan okkar varðar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem við erum að kenna í Bataskólanum, en markmiðið með skólanum er að styðja við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir með því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem öll fjalla um geðheilsu, bata og leiðir til að efla lífsgæðin. Námskeiðin í Bataskólanum byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í Bataskólanum er gengið út frá því að við séum öll jöfn og að við getum lært af hvert öðru, kennarar sem og nemendur. Þar er fjallað um ólík umfjöllunarefni líkt og svefn, heilsu og mataræði, kvíða, þunglyndi, hugleiðslu og slökun, húmor og bata og sköpun í listum og lífi. Við getum öll glímt við geðrænar áskoranir einhvern tímann á ævinni og öll eigum við von um bata og betri líðan. Bataskólinn er aðallega hugsaður fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir en er líka opinn aðstandendum þeirra ásamt starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði. Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur. Skólinn var upphaflega stofnaður árið 2017 sem tilraunaverkefni til 3ja ára sem Reykjavíkurborg og Geðhjálp stóðu að. Tilraunaverkefnið gekk vel og starfsemi skólans hefur haldið áfram og var hann lengi vel hluti af virkniúrræðum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en er nú sjálfstætt úrræði. Bataskólinn er nemendum að kostnaðarlausu en í september hefst nýtt skólaár og ennþá er mögulegt að komast að með því að sækja um inngöngu á bataskoli.is. Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Bataskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Mikið vildi ég óska þess að Bataskóli Íslands hefði verið til þegar ég byrjaði fyrst að grúska í sjálfri mér. Ég hef starfað þar sem verkefnastjóri síðastliðin tvö ár og á þeim tíma setið flest námskeiðin sem eru þar í boði og fjalla öll um geðheilsu og bata á einhvern hátt. Á þessum tveimur árum hef ég einnig tekið þátt í kennslunni, en ég hef t.a.m. kennt námskeiðið Sjálfsumhyggja sem jafningi, en það kenndi ég með þeim Helgu Arnardóttur og Esther Ágústsdóttur. Þess má geta að námskeiðin í Bataskólanum eru samin og kennd af notendum og sérfræðingum saman, sem tryggir að raddir beggja heyrast. Á þessu námskeiði fræðast nemendur um núvitund og sjálfsumhyggju og um kosti þess að rækta þessa eiginleika með sér. Í hverjum tíma eru einnig gerðar stuttar núvitundaræfingar sem hjálpa nemendum að auka færni sína í að hugleiða og rækta með sér núvitund og sjálfsumhyggju. Sjálfsumhyggja byggir á núvitund, góðvild og því sem okkur er sammannlegt. Núvitund og hugleiðsla aðstoða mann við að veita tilfinningum sínum athygli, góðvild felur í sér að sýna sjálfum sér skilning og mildi, alveg eins og maður gerir fyrir aðra, auk þess sem það getur verið hjálplegt að átta sig á því að við séum ekki ein á báti hvað líðan okkar varðar. Þetta er aðeins eitt dæmi um það sem við erum að kenna í Bataskólanum, en markmiðið með skólanum er að styðja við einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir með því að bjóða upp á fjölbreytt námskeið sem öll fjalla um geðheilsu, bata og leiðir til að efla lífsgæðin. Námskeiðin í Bataskólanum byggja á gildum batahugmyndafræðinnar sem snýst um sjálfræði og valdeflingu einstaklinga sem glíma við geðrænar áskoranir. Í Bataskólanum er gengið út frá því að við séum öll jöfn og að við getum lært af hvert öðru, kennarar sem og nemendur. Þar er fjallað um ólík umfjöllunarefni líkt og svefn, heilsu og mataræði, kvíða, þunglyndi, hugleiðslu og slökun, húmor og bata og sköpun í listum og lífi. Við getum öll glímt við geðrænar áskoranir einhvern tímann á ævinni og öll eigum við von um bata og betri líðan. Bataskólinn er aðallega hugsaður fyrir einstaklinga með geðrænar áskoranir en er líka opinn aðstandendum þeirra ásamt starfsfólki á heilbrigðis- og velferðarsviði. Ekki þarf að hafa fengið neina greiningu eða tilvísun til að komast að, heldur metur einstaklingurinn sjálfur hvort hann eigi erindi í skólann og sækir um skólavist sjálfur. Skólinn var upphaflega stofnaður árið 2017 sem tilraunaverkefni til 3ja ára sem Reykjavíkurborg og Geðhjálp stóðu að. Tilraunaverkefnið gekk vel og starfsemi skólans hefur haldið áfram og var hann lengi vel hluti af virkniúrræðum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar en er nú sjálfstætt úrræði. Bataskólinn er nemendum að kostnaðarlausu en í september hefst nýtt skólaár og ennþá er mögulegt að komast að með því að sækja um inngöngu á bataskoli.is. Guðný Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Bataskóla Íslands
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun