„Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. september 2025 12:18 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík og fyrrverandi borgarstjóri, er ekki hrifinn af ummælum sem þingmaður Miðflokksins lét falla í sjónvarpsviðtali í gær. Vísir Borgarstjórnarflokkur Framsóknar hyggst leggja til að borgarstjórn samþykki ályktun á fundi sínum í dag þar sem borgin harmi ummæli sem Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, lét falla í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær. Oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri segir fólk sem hafi uppi slík ummæli og viðhorf eigi ekkert erindi í stjórnmál. Framsóknarflokkurinn hefur óskað eftir að tillagan verði tekin á dagskrá borgarstjórnarfundar með afbrigðum, en fundurinn hófst klukkan tólf í hádeginu og hefur tillagan ekki komið til umræðu enn þegar þetta er skrifað. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir í samtali við Vísi að hann voni að ályktunin verði samþykkt í borgarstjórn. „Við erum með fjölda barna og ungmenna sem eru hluti af hinsegin samfélaginu, trans börn, og þetta er hópur sem þarf á eindregnum stuðningi borgarinnar og stjórnmálastéttarinnar að halda. Við viljum bara árétta það að við stöndum með mannréttindum þeirra og hnykkjum á því að þeir sem eru haldnir fordómum, þeir eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir Einar. Einar og félagar hans í borgarstjórnarflokki Framsóknar bætist þannig í hóp fjölmargra annarra sem gagnrýnt hafa ummæli Snorra sem vakið hafa mikil viðbrögð. Átt þú von á þverpólitískum stuðningi við þessa ályktun? „Ég vona það, ég held að þessi sjónarmið séu ekki í borgarstjórn, þau séu ekki að finna þar, og það er bara gott að við sameinumst um stuðning við þennan hóp sem ér finnst mikilvægt að stjórnmálastéttin tali skýrt til. Og stjórnmálaflokkar eins og Miðflokkurinn, að hann skuli ekki bregðast við þessum ummælum, svarar þessu og samþykkir málflutning þingmannsins með þögn sinni, hann á ekkert erindi til dæmis í borgarstjórn,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Hinsegin Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur óskað eftir að tillagan verði tekin á dagskrá borgarstjórnarfundar með afbrigðum, en fundurinn hófst klukkan tólf í hádeginu og hefur tillagan ekki komið til umræðu enn þegar þetta er skrifað. „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu í baráttu þess fyrir því að njóta jafnrar stöðu, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Borgarstjórn fordæmir hverskyns fordóma og mismunum og leggur áherslu á að slík sjónarmið eigi ekki að líðast hjá þeim sem koma að opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir meðal annars í ályktuninni sem birt hefur verið á Facebook-síðu Framsóknar í Reykjavík. Einar Þorsteinsson, oddviti flokksins og fyrrverandi borgarstjóri, segir í samtali við Vísi að hann voni að ályktunin verði samþykkt í borgarstjórn. „Við erum með fjölda barna og ungmenna sem eru hluti af hinsegin samfélaginu, trans börn, og þetta er hópur sem þarf á eindregnum stuðningi borgarinnar og stjórnmálastéttarinnar að halda. Við viljum bara árétta það að við stöndum með mannréttindum þeirra og hnykkjum á því að þeir sem eru haldnir fordómum, þeir eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun og sérstaklega ekki þegar kemur að málefnum barna og ungmenna,“ segir Einar. Einar og félagar hans í borgarstjórnarflokki Framsóknar bætist þannig í hóp fjölmargra annarra sem gagnrýnt hafa ummæli Snorra sem vakið hafa mikil viðbrögð. Átt þú von á þverpólitískum stuðningi við þessa ályktun? „Ég vona það, ég held að þessi sjónarmið séu ekki í borgarstjórn, þau séu ekki að finna þar, og það er bara gott að við sameinumst um stuðning við þennan hóp sem ér finnst mikilvægt að stjórnmálastéttin tali skýrt til. Og stjórnmálaflokkar eins og Miðflokkurinn, að hann skuli ekki bregðast við þessum ummælum, svarar þessu og samþykkir málflutning þingmannsins með þögn sinni, hann á ekkert erindi til dæmis í borgarstjórn,“ segir Einar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Hinsegin Mannréttindi Málefni trans fólks Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira