Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. september 2025 13:30 Dóra Björt Guðjónsdóttir oddviti Pírata með samsstarfssamning meirihlutans í höndunum þegar hann var kynntur í mars síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir meirihlutann hafa sett endurbætur í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti rækilega á dagskrá. Stýrihópur hafi verið stofnaður vegna málsins og segir formaðurinn gagnrýni varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um seinagang vera frasapólitík. Helgi Áss Grétarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að ástand skiptistöðvar Strætó í Mjódd væri með öllu óásættanlegt og niðurlægjandi fyrir Breiðholt. Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf í stöðinni illa farin og blaut og klósett í slæmu ásigkomulagi. Rekstur stöðvarinnar var boðinn út fyrir tveimur árum en enginn rekstraraðili fundist. Þegar unnið að úrbótartillögum Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir rétt að vinna þurfi úrbætur á skiptistöðinni. Meirihlutinn hafi samþykkt heildarendurskoðun á Mjóddinni í mars síðastliðnum. „Og ákveðinn stýrihópur hefur verið skipaður um þessa vinnu og það er unnið að úrbótatillögum að umhverfi biðstöðvarinnar, því ég er alveg sammála að það er ekki fullnægjandi og við sögðum það strax í febrúar og mars þegar við kynntum nýjan meirihluta að við ætluðum að setja þetta rækilega á dagskrá því Mjóddin á betra skilið og Breiðholtið á betra skilið og okkur þykir vænt um þetta hverfi og viljum halda vel utan um það.“ Stefnt sé að því að stýrihópurinn skili tillögum um úrbætur til lengri og skemmri tíma hið fyrsta, sem byggi meðal annars á samráði við íbúa. Helgi sagði í kvöldfréttum í gær að ekki væri nóg að stofna stýrihóp, grípa yrði strax til skýrra aðgerða. Dóra segir ekki hægt að vinna málið öðruvísi. Ekki bara hægt að kasta út frösum „Það er einhver sem þarf að gera hlutina. Og það er alveg hægt að kasta út einhverjum frösum um að hlutirnir gangi ekki hratt og það sé ekki nóg að skipa einhverja hópa. Þá spyr ég bara Helga sömuleiðis: Hvernig á að vinna vinnuna, ætlar hann sjálfur að gera þetta? Það er okkar hlutverk kjörinna fulltrúa að setja stefnuna, móta leiðina og svo gerast hlutirnir. Það er þannig sem við stýrum borginni.“ Ekki sé hægt að hlaupa til og gera bara eitthvað. Vinna þurfi málið skipulega. „Af yfirvegun, taka réttar ákvarðanir, og fara vel með fé. Það er bara ábyrgðarhluti. Það er alltaf hægt að kasta einhverjum frösum út í pólitíska umræðu og vona að þeir festist og hljómi vel en við vinnum ekki þannig. Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og við tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“ Reykjavík Samgöngur Strætó Mjódd Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira
Helgi Áss Grétarson varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði í kvöldfréttum Sýnar í gær að ástand skiptistöðvar Strætó í Mjódd væri með öllu óásættanlegt og niðurlægjandi fyrir Breiðholt. Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf í stöðinni illa farin og blaut og klósett í slæmu ásigkomulagi. Rekstur stöðvarinnar var boðinn út fyrir tveimur árum en enginn rekstraraðili fundist. Þegar unnið að úrbótartillögum Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir rétt að vinna þurfi úrbætur á skiptistöðinni. Meirihlutinn hafi samþykkt heildarendurskoðun á Mjóddinni í mars síðastliðnum. „Og ákveðinn stýrihópur hefur verið skipaður um þessa vinnu og það er unnið að úrbótatillögum að umhverfi biðstöðvarinnar, því ég er alveg sammála að það er ekki fullnægjandi og við sögðum það strax í febrúar og mars þegar við kynntum nýjan meirihluta að við ætluðum að setja þetta rækilega á dagskrá því Mjóddin á betra skilið og Breiðholtið á betra skilið og okkur þykir vænt um þetta hverfi og viljum halda vel utan um það.“ Stefnt sé að því að stýrihópurinn skili tillögum um úrbætur til lengri og skemmri tíma hið fyrsta, sem byggi meðal annars á samráði við íbúa. Helgi sagði í kvöldfréttum í gær að ekki væri nóg að stofna stýrihóp, grípa yrði strax til skýrra aðgerða. Dóra segir ekki hægt að vinna málið öðruvísi. Ekki bara hægt að kasta út frösum „Það er einhver sem þarf að gera hlutina. Og það er alveg hægt að kasta út einhverjum frösum um að hlutirnir gangi ekki hratt og það sé ekki nóg að skipa einhverja hópa. Þá spyr ég bara Helga sömuleiðis: Hvernig á að vinna vinnuna, ætlar hann sjálfur að gera þetta? Það er okkar hlutverk kjörinna fulltrúa að setja stefnuna, móta leiðina og svo gerast hlutirnir. Það er þannig sem við stýrum borginni.“ Ekki sé hægt að hlaupa til og gera bara eitthvað. Vinna þurfi málið skipulega. „Af yfirvegun, taka réttar ákvarðanir, og fara vel með fé. Það er bara ábyrgðarhluti. Það er alltaf hægt að kasta einhverjum frösum út í pólitíska umræðu og vona að þeir festist og hljómi vel en við vinnum ekki þannig. Við vinnum á ábyrgan hátt, förum vel með fé og tíma og við tökum réttar ákvarðanir og það þarf að gera það faglega, ekki bara byggt á einhverjum frösum.“
Reykjavík Samgöngur Strætó Mjódd Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Fleiri fréttir Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Sjá meira