Viðskipti innlent

Jón Gunnars­son til Samorku

Atli Ísleifsson skrifar
Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson. Samorka

Jón Gunnarsson hefur verið ráðinn verkefnastjóri greininga hjá Samorku, samtökum orku- og veitufyrirtækja.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Samorku. Þar kemur fram að Jón sé með B.Sc. í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. í iðnaðarverkfræði og stjórnun (Industrial Engineering and Management) frá DTU – Technical University of Denmark í Kaupmannahöfn.

Jón kemur til Samorku frá Landsvirkjun þar sem hann starfaði í innkaupum.

Jón hóf störf þann 1. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×