Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir, Sigríður Dóra Magnúsdóttir, Unnur Sverrisdóttir og Vigdís Jónsdóttir skrifa 2. september 2025 09:02 Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september markar tímamót í þjónustu almannatrygginga á Íslandi. Nýtt kerfi byggir á einföldun og aukinni skilvirkni, með það að markmiði að bæta afkomu einstaklinga sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri. Með nýju kerfi er lögð áhersla á virka þátttöku einstaklinga, heildstæða nálgun í þjónustu og aukinn stuðning. Markmið breytinganna er einföldun og gagnsæi í örorkulífeyriskerfinu, bætt afkoma einstaklinga sem fá greiðslur, minnkun tekjutenginga, auknir hvatar til atvinnuþátttöku og sterkari stuðningur við endurhæfingu auk forvarna gegn ótímabærri örorku. Nýtt greiðslukerfi Í nýju kerfi verður tekið upp nýtt greiðslukerfi og nýir greiðsluflokkar svo sem hlutaörorkulífeyrir sem nemur 82% af fullum örorkulífeyri, virknistyrkur og sjúkra-og endurhæfingargreiðslur, auk örorkulífeyris sem verður með breyttu sniði og verður nú varanlegur. Þá hækka greiðslur í flestum greiðsluflokkum og frítekjumörk eru hærri í hlutaörorkulífeyrir en áður hafa sést. Tryggingastofnun er greiðsluaðili örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslna og metur umsóknir um örorku, hlutaörorku og endurhæfingargreiðslur. Samþætt sérfræðimat Samþætt sérfræðimat verður innleitt í nýju kerfi en það byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi ICF sem er hannað og viðhaldið af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Matið tekur mið af heildrænni sýn á færni, heilsu og aðstæðum einstaklingsins og er unnið í samvinnu sérfræðinga, endurhæfingaraðila og umsækjandans sjálfs. Samþætta sérfræðimatið verður forsenda fyrir nýjum örorkulífeyri og hlutaörorkulífeyri. Virknistyrkur Virknistyrkur er nýtt úrræði sem veitt er samhliða hlutaörorkulífeyri, er greiddur af Vinnumálastofnun og nemur 18% af fullum örorkulífeyri. Hann er veittur þeim sem eru í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar og greiðslur geta varað í allt að 24 mánuði. Nútímalegt kerfi Undirbúningur fyrir nýtt kerfi hefur staðið yfir í rúmt ár í góðri samvinnu félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar, Virk og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en saman mynda þessir aðilar ásamt félagsþjónustum sveitarfélaga þjónustuheild á landsvísu með nýjum samhæfingarteymum og þjónustugátt. Áhrifin á einstaklinga í nýju kerfi eru margvísleg s.s. einföldun greiðsluflokka, hærri frítekjumörk, samþætt mat, aukinn stuðning og ráðgjöf sem stuðlar að aukinni virkni og betri afkomu. Breytingarnar eru stórt skref í átt að nútímalegra örorku- og endurhæfingarkerfi sem er í takt við samfélagslegar breytingar undanfarinna ára. Áhersla er á virka þátttöku, einstaklingsmiðað mat og aukinn stuðning frá fagaðilum. Markmiðið er að tryggja að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og tækifæri til að nýta hæfileika sína. Það er okkur mikil ánægja að leggja okkar af mörkum til að þessi umfangsmikla kerfisbreyting muni ganga sem best og skila umbótum til þeirra sem þurfa á þjónustu okkar að halda. Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Mest lesið Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Skattfé nýtt í áróður Tómar Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Réttmæti virðingar á skólaskyldu? Edda Sigrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er þetta í þínu boði, kæri forsætisráðherra? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld sinna ekki málefnum barna af fagmennsku Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Kjölfestan í mannlífinu Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Barnaskattur Kristrúnar Frostadóttur Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi sem tekur gildi 1. september markar tímamót í þjónustu almannatrygginga á Íslandi. Nýtt kerfi byggir á einföldun og aukinni skilvirkni, með það að markmiði að bæta afkomu einstaklinga sem fá greiddan örorku- og endurhæfingarlífeyri. Með nýju kerfi er lögð áhersla á virka þátttöku einstaklinga, heildstæða nálgun í þjónustu og aukinn stuðning. Markmið breytinganna er einföldun og gagnsæi í örorkulífeyriskerfinu, bætt afkoma einstaklinga sem fá greiðslur, minnkun tekjutenginga, auknir hvatar til atvinnuþátttöku og sterkari stuðningur við endurhæfingu auk forvarna gegn ótímabærri örorku. Nýtt greiðslukerfi Í nýju kerfi verður tekið upp nýtt greiðslukerfi og nýir greiðsluflokkar svo sem hlutaörorkulífeyrir sem nemur 82% af fullum örorkulífeyri, virknistyrkur og sjúkra-og endurhæfingargreiðslur, auk örorkulífeyris sem verður með breyttu sniði og verður nú varanlegur. Þá hækka greiðslur í flestum greiðsluflokkum og frítekjumörk eru hærri í hlutaörorkulífeyrir en áður hafa sést. Tryggingastofnun er greiðsluaðili örorkulífeyris, hlutaörorkulífeyris og sjúkra- og endurhæfingargreiðslna og metur umsóknir um örorku, hlutaörorku og endurhæfingargreiðslur. Samþætt sérfræðimat Samþætt sérfræðimat verður innleitt í nýju kerfi en það byggir á alþjóðlegu flokkunarkerfi ICF sem er hannað og viðhaldið af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni. Matið tekur mið af heildrænni sýn á færni, heilsu og aðstæðum einstaklingsins og er unnið í samvinnu sérfræðinga, endurhæfingaraðila og umsækjandans sjálfs. Samþætta sérfræðimatið verður forsenda fyrir nýjum örorkulífeyri og hlutaörorkulífeyri. Virknistyrkur Virknistyrkur er nýtt úrræði sem veitt er samhliða hlutaörorkulífeyri, er greiddur af Vinnumálastofnun og nemur 18% af fullum örorkulífeyri. Hann er veittur þeim sem eru í virkri atvinnuleit með aðstoð Vinnumálastofnunar og greiðslur geta varað í allt að 24 mánuði. Nútímalegt kerfi Undirbúningur fyrir nýtt kerfi hefur staðið yfir í rúmt ár í góðri samvinnu félags- og húsnæðismálaráðuneytis, Tryggingastofnunar, Vinnumálastofnunar, Virk og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en saman mynda þessir aðilar ásamt félagsþjónustum sveitarfélaga þjónustuheild á landsvísu með nýjum samhæfingarteymum og þjónustugátt. Áhrifin á einstaklinga í nýju kerfi eru margvísleg s.s. einföldun greiðsluflokka, hærri frítekjumörk, samþætt mat, aukinn stuðning og ráðgjöf sem stuðlar að aukinni virkni og betri afkomu. Breytingarnar eru stórt skref í átt að nútímalegra örorku- og endurhæfingarkerfi sem er í takt við samfélagslegar breytingar undanfarinna ára. Áhersla er á virka þátttöku, einstaklingsmiðað mat og aukinn stuðning frá fagaðilum. Markmiðið er að tryggja að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og tækifæri til að nýta hæfileika sína. Það er okkur mikil ánægja að leggja okkar af mörkum til að þessi umfangsmikla kerfisbreyting muni ganga sem best og skila umbótum til þeirra sem þurfa á þjónustu okkar að halda. Huld Magnúsdóttir, forstjóri TR Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar Vigdís Jónsdóttir, forstjóri VIRK – Starfsendurhæfingarsjóðs
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Hin einfalda mynd um lífið sem haldið var að mannkyni, var aldrei sönn Matthildur Björnsdóttir Skoðun