Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. september 2025 23:17 Helgi vill að bætt verði úr stöðu mála í Mjóddinni. Vísir Ástandið í skiptistöð Strætó í Mjódd í Breiðholti er með öllu óásættanlegt að mati Helga Áss Grétarssonar varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins. Hann segir stöðuna niðurlægjandi fyrir hverfið. Ekki hefur verið samið um rekstur stöðvarinnar tveimur árum eftir að hann var auglýstur af borginni. Sumarið 2023 bauð Reykjavíkurborg út rekstur þjónustustöðvar Strætó í Mjódd í Breiðholti. Nýr rekstraraðili á að annast daglegan rekstur hússins, meðal annars á salernum og öryggisvörslu. Tveimur árum síðar hefur enginn rekstraraðili fundist og segir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ástandið í skiptistöðinni ólíðandi. „Þú sérð bara gólfefnið og áruna í kringum þetta. Þegar þú ferð á aðaljárnbrautastöðvar eða járnbrautarstöðvar úti í heimi þá er mikilvægt að tilfinningin sé góð. Þú færð ekki nógu gott vibe hérna, sérð líka gangstéttina, þetta er illa farið, þetta er grunnþjónusta og þetta á bara að vera í miklu betra lagi. Það er kjarni málsins.“ Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf inni í stöðinni illa farin og blaut. Þá sé stöðin ekki opin notendum Strætó allan þann tíma sem strætó gangi, engin öryggisgæsla til staðar auk þess sem klósett sé í slæmu ásigkomulagi. Eigi að vera krúnudjásn „Það voru hérna einhvern tímann fullt af sprautunálum og drasli þegar það var kynning haustið 2022. Þið sjáið bara gólfefnið, hvernig upplifun er að mæta á svona salerni? Það er ekki fagurt, efnið hér á veggjunum, þetta er ekki traustvekjandi. Þegar þú ferð á Keflavíkurflugvöll, eða á járnbrautastaði er allt í lagi og allt þvegið.“ Helgi segir málið ekki eiga að snúast um pólitík. „Þetta er stærsta skiptistöð landsins. Hún á að vera ákveðið krúnudjásn fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand sem er hér, hvernig sem á það er litið, það er ófullnægjandi. Þetta þarf einfaldlega að laga og það gerirðu ekki bara með því að stofna einhverja hópa innan embættismannakerfisins, það þurfa að koma skýrar aðgerðir og mikið fjármagn til þess að koma þessu í lag.“ Strætó Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Sjá meira
Sumarið 2023 bauð Reykjavíkurborg út rekstur þjónustustöðvar Strætó í Mjódd í Breiðholti. Nýr rekstraraðili á að annast daglegan rekstur hússins, meðal annars á salernum og öryggisvörslu. Tveimur árum síðar hefur enginn rekstraraðili fundist og segir varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins ástandið í skiptistöðinni ólíðandi. „Þú sérð bara gólfefnið og áruna í kringum þetta. Þegar þú ferð á aðaljárnbrautastöðvar eða járnbrautarstöðvar úti í heimi þá er mikilvægt að tilfinningin sé góð. Þú færð ekki nógu gott vibe hérna, sérð líka gangstéttina, þetta er illa farið, þetta er grunnþjónusta og þetta á bara að vera í miklu betra lagi. Það er kjarni málsins.“ Hellur séu brotnar og illa farnar fyrir utan húsið, gólf inni í stöðinni illa farin og blaut. Þá sé stöðin ekki opin notendum Strætó allan þann tíma sem strætó gangi, engin öryggisgæsla til staðar auk þess sem klósett sé í slæmu ásigkomulagi. Eigi að vera krúnudjásn „Það voru hérna einhvern tímann fullt af sprautunálum og drasli þegar það var kynning haustið 2022. Þið sjáið bara gólfefnið, hvernig upplifun er að mæta á svona salerni? Það er ekki fagurt, efnið hér á veggjunum, þetta er ekki traustvekjandi. Þegar þú ferð á Keflavíkurflugvöll, eða á járnbrautastaði er allt í lagi og allt þvegið.“ Helgi segir málið ekki eiga að snúast um pólitík. „Þetta er stærsta skiptistöð landsins. Hún á að vera ákveðið krúnudjásn fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Þetta ástand sem er hér, hvernig sem á það er litið, það er ófullnægjandi. Þetta þarf einfaldlega að laga og það gerirðu ekki bara með því að stofna einhverja hópa innan embættismannakerfisins, það þurfa að koma skýrar aðgerðir og mikið fjármagn til þess að koma þessu í lag.“
Strætó Reykjavík Samgöngur Borgarstjórn Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Sjá meira