„Við getum ekki þagað yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2025 22:32 Það tók á fyrir Viðar að ræða leik gærkvöldsins og hann vonaðist til að geta sleppt honum alfarið. Hann sitji enn í mönnum. Vísir/Hulda Margrét „Það var erfitt að sofna en það er off dagur í dag og við náðum að sofa aðeins fram yfir til klukkan átta,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem átti líkt og flestir í kringum íslenska liðið erfitt með svefn eftir galinn körfuboltaleik við Pólland á EM í Katowice í gær. „Menn voru bara ósáttir. Ég myndi segja að við megum vera stoltir af frammistöðunni og mér fannst við leggja allt í þetta sem við mögulega gátum og þá er maður bara vonsvikinn að það sé eitthvað annað sem ráði úrslitum,“ segir Viðar Örn en dómarakonsert undir lok leiks hafði mikið að segja um niðurstöðuna og tók leikinn raunar úr höndum leikmanna sem hefðu viljað útkljá leikinn á vellinum. Klippa: Gott að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni Viðari var ekki skemmt að fá spurningar um téðan dómarakonsert á hóteli íslenska liðsins í dag, enda ætlaði hann að vera búinn að koma leiknum í baksýnisspegilinn. Flestir á liðshóteli Íslands voru þó enn með óbragð í munni eftir gærkvöldið. „Ég ætlaði að vakna í morgun og ekki vera með þetta lengur á heilanum. En þá ætla ég núna að vakna á morgun og ekki vera með þetta á heilanum. Þetta er bara ósanngjarnt, þetta er bara svindl. Þetta er eitthvað meira en óeðlilegt. Það er bara þannig. Við þurfum að finna einhverja orku og hvatningu í mótlætinu. Ég hef trú á því að við gerum það,“ segir Viðar Örn. Hann var þá spurður hvort einhverjir eftirmálar yrðu eða ef sambandið hygðist láta í sér heyra vegna þess sem gekk á. Hann staðfesti það, og síðan að viðtalið var tekið hefur Vísir greint frá slíkri kvörtun. „Sambandið mun senda eitthvað frá sér inn til FIBA. Það er líka einhver léttir. Við getum ekki bara þagað yfir þessu. Sambandið tæklar það. Það er annað fólk í því en þjálfararnir og leikmennirnir,“ segir Viðar. Það sé gott fyrir leikmenn og starfsfólk að sambandið geri það upp á að koma leiknum frá. „Stundum þarf maður bara að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni og létta á sér. Þetta er kannski eitthvað svoleiðis dæmi.“ Viðtalið við Viðar má sjá í spilaranum. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
„Menn voru bara ósáttir. Ég myndi segja að við megum vera stoltir af frammistöðunni og mér fannst við leggja allt í þetta sem við mögulega gátum og þá er maður bara vonsvikinn að það sé eitthvað annað sem ráði úrslitum,“ segir Viðar Örn en dómarakonsert undir lok leiks hafði mikið að segja um niðurstöðuna og tók leikinn raunar úr höndum leikmanna sem hefðu viljað útkljá leikinn á vellinum. Klippa: Gott að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni Viðari var ekki skemmt að fá spurningar um téðan dómarakonsert á hóteli íslenska liðsins í dag, enda ætlaði hann að vera búinn að koma leiknum í baksýnisspegilinn. Flestir á liðshóteli Íslands voru þó enn með óbragð í munni eftir gærkvöldið. „Ég ætlaði að vakna í morgun og ekki vera með þetta lengur á heilanum. En þá ætla ég núna að vakna á morgun og ekki vera með þetta á heilanum. Þetta er bara ósanngjarnt, þetta er bara svindl. Þetta er eitthvað meira en óeðlilegt. Það er bara þannig. Við þurfum að finna einhverja orku og hvatningu í mótlætinu. Ég hef trú á því að við gerum það,“ segir Viðar Örn. Hann var þá spurður hvort einhverjir eftirmálar yrðu eða ef sambandið hygðist láta í sér heyra vegna þess sem gekk á. Hann staðfesti það, og síðan að viðtalið var tekið hefur Vísir greint frá slíkri kvörtun. „Sambandið mun senda eitthvað frá sér inn til FIBA. Það er líka einhver léttir. Við getum ekki bara þagað yfir þessu. Sambandið tæklar það. Það er annað fólk í því en þjálfararnir og leikmennirnir,“ segir Viðar. Það sé gott fyrir leikmenn og starfsfólk að sambandið geri það upp á að koma leiknum frá. „Stundum þarf maður bara að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni og létta á sér. Þetta er kannski eitthvað svoleiðis dæmi.“ Viðtalið við Viðar má sjá í spilaranum.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira