„Við getum ekki þagað yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2025 22:32 Það tók á fyrir Viðar að ræða leik gærkvöldsins og hann vonaðist til að geta sleppt honum alfarið. Hann sitji enn í mönnum. Vísir/Hulda Margrét „Það var erfitt að sofna en það er off dagur í dag og við náðum að sofa aðeins fram yfir til klukkan átta,“ segir Viðar Örn Hafsteinsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, sem átti líkt og flestir í kringum íslenska liðið erfitt með svefn eftir galinn körfuboltaleik við Pólland á EM í Katowice í gær. „Menn voru bara ósáttir. Ég myndi segja að við megum vera stoltir af frammistöðunni og mér fannst við leggja allt í þetta sem við mögulega gátum og þá er maður bara vonsvikinn að það sé eitthvað annað sem ráði úrslitum,“ segir Viðar Örn en dómarakonsert undir lok leiks hafði mikið að segja um niðurstöðuna og tók leikinn raunar úr höndum leikmanna sem hefðu viljað útkljá leikinn á vellinum. Klippa: Gott að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni Viðari var ekki skemmt að fá spurningar um téðan dómarakonsert á hóteli íslenska liðsins í dag, enda ætlaði hann að vera búinn að koma leiknum í baksýnisspegilinn. Flestir á liðshóteli Íslands voru þó enn með óbragð í munni eftir gærkvöldið. „Ég ætlaði að vakna í morgun og ekki vera með þetta lengur á heilanum. En þá ætla ég núna að vakna á morgun og ekki vera með þetta á heilanum. Þetta er bara ósanngjarnt, þetta er bara svindl. Þetta er eitthvað meira en óeðlilegt. Það er bara þannig. Við þurfum að finna einhverja orku og hvatningu í mótlætinu. Ég hef trú á því að við gerum það,“ segir Viðar Örn. Hann var þá spurður hvort einhverjir eftirmálar yrðu eða ef sambandið hygðist láta í sér heyra vegna þess sem gekk á. Hann staðfesti það, og síðan að viðtalið var tekið hefur Vísir greint frá slíkri kvörtun. „Sambandið mun senda eitthvað frá sér inn til FIBA. Það er líka einhver léttir. Við getum ekki bara þagað yfir þessu. Sambandið tæklar það. Það er annað fólk í því en þjálfararnir og leikmennirnir,“ segir Viðar. Það sé gott fyrir leikmenn og starfsfólk að sambandið geri það upp á að koma leiknum frá. „Stundum þarf maður bara að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni og létta á sér. Þetta er kannski eitthvað svoleiðis dæmi.“ Viðtalið við Viðar má sjá í spilaranum. EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
„Menn voru bara ósáttir. Ég myndi segja að við megum vera stoltir af frammistöðunni og mér fannst við leggja allt í þetta sem við mögulega gátum og þá er maður bara vonsvikinn að það sé eitthvað annað sem ráði úrslitum,“ segir Viðar Örn en dómarakonsert undir lok leiks hafði mikið að segja um niðurstöðuna og tók leikinn raunar úr höndum leikmanna sem hefðu viljað útkljá leikinn á vellinum. Klippa: Gott að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni Viðari var ekki skemmt að fá spurningar um téðan dómarakonsert á hóteli íslenska liðsins í dag, enda ætlaði hann að vera búinn að koma leiknum í baksýnisspegilinn. Flestir á liðshóteli Íslands voru þó enn með óbragð í munni eftir gærkvöldið. „Ég ætlaði að vakna í morgun og ekki vera með þetta lengur á heilanum. En þá ætla ég núna að vakna á morgun og ekki vera með þetta á heilanum. Þetta er bara ósanngjarnt, þetta er bara svindl. Þetta er eitthvað meira en óeðlilegt. Það er bara þannig. Við þurfum að finna einhverja orku og hvatningu í mótlætinu. Ég hef trú á því að við gerum það,“ segir Viðar Örn. Hann var þá spurður hvort einhverjir eftirmálar yrðu eða ef sambandið hygðist láta í sér heyra vegna þess sem gekk á. Hann staðfesti það, og síðan að viðtalið var tekið hefur Vísir greint frá slíkri kvörtun. „Sambandið mun senda eitthvað frá sér inn til FIBA. Það er líka einhver léttir. Við getum ekki bara þagað yfir þessu. Sambandið tæklar það. Það er annað fólk í því en þjálfararnir og leikmennirnir,“ segir Viðar. Það sé gott fyrir leikmenn og starfsfólk að sambandið geri það upp á að koma leiknum frá. „Stundum þarf maður bara að tala við einhvern þegar manni er illt í sálinni og létta á sér. Þetta er kannski eitthvað svoleiðis dæmi.“ Viðtalið við Viðar má sjá í spilaranum.
EM 2025 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Körfubolti Mest lesið Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Enski boltinn Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Fótbolti „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Fótbolti Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti og margt fleira Sport Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Körfubolti