90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 1. september 2025 15:32 Í nýrri umsögn Visku um atvinnustefnu til ársins 2035 er varað við að efnahagslegt forskot Íslands sé ekki sjálfgefið til framtíðar. Landið situr í efstu sætum OECD þegar horft er til kaupmáttar og jöfnuðar, en undirliggjandi mynd er ekki eins traust og hún virðist. Útflutningsgrunnurinn er meðal einhæfustu innan OECD og stærstu útflutningsgreinar – ál, sjávarútvegur og ferðaþjónusta – hafa takmarkaða möguleika til frekari vaxtar. Í umsögninni er þó ekki aðeins bent á ógnir heldur einnig á stórt vannýtt sóknarfæri: útflutning hugvitsdrifinnar þjónustu. Tækifærið er metið á tæplega 90 milljarða króna. Það jafngildir árlegum útgjöldum ríkisins til háskóla og framhaldsskóla á Íslandi. Hugvitsþjónusta miklu stærri söluvara á öðrum Norðurlöndum Tækifæri á sviði útflutnings undir liðnum „önnur viðskiptaþjónusta“ sem inniheldur m.a. útselda verkfræðiþjónustu, eru verulega vannýtt á Íslandi. Útflutningur „annarrar viðskiptaþjónustu“ var rúmlega tvöfalt meiri á hvern íbúa í Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi árið 2024. Ef Íslendingum tækist að virkja ný útflutningstækifæri í sama magni myndu útflutningstekjur aukast um tæplega 90 milljarða króna. Norðurlöndin hafa gert hugvit að burðarási í útflutningi byggt á hlutfallslegum yfirburðum. Danir tóku vindorku sem innlenda lausn og breyttu henni í heimsútflutningsvöru. Íslendingar gætu gert slíkt hið sama með jarðvarmann. Þörfin fyrir nýja stoð er brýn Margt bendir til að erfitt verði að viðhalda lífsgæðaforskoti að óbreyttu og að þörf fyrir nýja stoð sé brýn. Hagvöxtur á mann hefur verið rúmlega helmingi minni en í Evrópu frá 2017. Tvær af hverjum þremur útflutningskrónum byggja enn á náttúruauðlindum og Ísland er með einhæfasta vöruútflutning innan OECD, á eftir Chile. Ferðaþjónustan, sem hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, kemst brátt að mörkum sjálfbærni. Um þetta er fjallað í umsögninni. Skýr, einföld og raunsæ atvinnustefna Stjórnvöld geta ekki stjórnað hagkerfinu beint, en þau geta skapað umhverfi sem hvetur til vaxtar nýrra greina. Það felst í einföldu skattkerfi og skýrari hvötum til rannsókna og þróunar, umbótum í menntakerfi á öllum stigum, skilvirkari leyfisveitingum, betri stjórnun á aðflutningi fólks til Íslands og öflugum innviðum sem styðja við nýsköpun. Íslendingar þurfa að virkja tækifærin þar sem hlutfallslegir yfirburðir þjóðarinnar liggja t.a.m. í útflutningi á ráðgjöf tengt jarðvarma rétt eins og Danir hafa gert með vindorkuna. En tækifærin liggja ekki aðeins í viðskiptaþjónustu heldur líka í fjölmörgum öðrum greinum: lífvísindum sem nýta sjávarlífauðlindir, matvælaframleiðslu byggðri á fullnýtingu og kolefnishlutleysi, og skapandi greinum á borð við tónlist, kvikmyndir og stafræna menningu. Ef vel tekst til er 90 milljarða viðbót í útflutningstekjur þjóðarinnar aðeins byrjunin, raunhæft markmið fremur en fjarlæg draumsýn. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Í nýrri umsögn Visku um atvinnustefnu til ársins 2035 er varað við að efnahagslegt forskot Íslands sé ekki sjálfgefið til framtíðar. Landið situr í efstu sætum OECD þegar horft er til kaupmáttar og jöfnuðar, en undirliggjandi mynd er ekki eins traust og hún virðist. Útflutningsgrunnurinn er meðal einhæfustu innan OECD og stærstu útflutningsgreinar – ál, sjávarútvegur og ferðaþjónusta – hafa takmarkaða möguleika til frekari vaxtar. Í umsögninni er þó ekki aðeins bent á ógnir heldur einnig á stórt vannýtt sóknarfæri: útflutning hugvitsdrifinnar þjónustu. Tækifærið er metið á tæplega 90 milljarða króna. Það jafngildir árlegum útgjöldum ríkisins til háskóla og framhaldsskóla á Íslandi. Hugvitsþjónusta miklu stærri söluvara á öðrum Norðurlöndum Tækifæri á sviði útflutnings undir liðnum „önnur viðskiptaþjónusta“ sem inniheldur m.a. útselda verkfræðiþjónustu, eru verulega vannýtt á Íslandi. Útflutningur „annarrar viðskiptaþjónustu“ var rúmlega tvöfalt meiri á hvern íbúa í Danmörku og Svíþjóð en á Íslandi árið 2024. Ef Íslendingum tækist að virkja ný útflutningstækifæri í sama magni myndu útflutningstekjur aukast um tæplega 90 milljarða króna. Norðurlöndin hafa gert hugvit að burðarási í útflutningi byggt á hlutfallslegum yfirburðum. Danir tóku vindorku sem innlenda lausn og breyttu henni í heimsútflutningsvöru. Íslendingar gætu gert slíkt hið sama með jarðvarmann. Þörfin fyrir nýja stoð er brýn Margt bendir til að erfitt verði að viðhalda lífsgæðaforskoti að óbreyttu og að þörf fyrir nýja stoð sé brýn. Hagvöxtur á mann hefur verið rúmlega helmingi minni en í Evrópu frá 2017. Tvær af hverjum þremur útflutningskrónum byggja enn á náttúruauðlindum og Ísland er með einhæfasta vöruútflutning innan OECD, á eftir Chile. Ferðaþjónustan, sem hefur verið drifkraftur hagvaxtar á Íslandi, kemst brátt að mörkum sjálfbærni. Um þetta er fjallað í umsögninni. Skýr, einföld og raunsæ atvinnustefna Stjórnvöld geta ekki stjórnað hagkerfinu beint, en þau geta skapað umhverfi sem hvetur til vaxtar nýrra greina. Það felst í einföldu skattkerfi og skýrari hvötum til rannsókna og þróunar, umbótum í menntakerfi á öllum stigum, skilvirkari leyfisveitingum, betri stjórnun á aðflutningi fólks til Íslands og öflugum innviðum sem styðja við nýsköpun. Íslendingar þurfa að virkja tækifærin þar sem hlutfallslegir yfirburðir þjóðarinnar liggja t.a.m. í útflutningi á ráðgjöf tengt jarðvarma rétt eins og Danir hafa gert með vindorkuna. En tækifærin liggja ekki aðeins í viðskiptaþjónustu heldur líka í fjölmörgum öðrum greinum: lífvísindum sem nýta sjávarlífauðlindir, matvælaframleiðslu byggðri á fullnýtingu og kolefnishlutleysi, og skapandi greinum á borð við tónlist, kvikmyndir og stafræna menningu. Ef vel tekst til er 90 milljarða viðbót í útflutningstekjur þjóðarinnar aðeins byrjunin, raunhæft markmið fremur en fjarlæg draumsýn. Höfundur er hagfræðingur Visku stéttarfélags.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun