Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifa 1. september 2025 11:44 Huld Magnúsdóttir er forstjóri Tryggingastofnunar. Silla Páls Nýtt örorku-og endurhæfingarkerfi mun stórbæta kjör lífeyrisþega að sögn forstjóra Tryggingastofnunar. Hátt í þrjátíu þúsund manns fengu greiddar hærri lífeyri í morgun en síðustu mánaðamót. Glænýtt frítekjumark fyrir hlutaörorkulífeyrisþega er 350.000 krónur. Í dag tóku gildi stærstu breytingar sem gerðar hafa verið á örorku- og endurhæfingarkerfinu undanfarna áratugi. Í tilkynningu frá Félags- og húsnæðiráðuneytinu segir að í nýju kerfi eigi að líta til þess hvað fólk getur í stað þess að einblína á hvað það getur ekki. Þar kemur einnig fram að nýja kerfið sé einfaldara, greiðslur hækki og að dregið sé úr tekjutengingu. Þá er fólki gert auðveldara að taka þátt á vinnumarkaði vilji það gera það. Þá er í þessu nýja kerfi einnig að finna aukinn stuðning við fólk í endurhæfingu og lögð áhersla á að koma í veg fyrir að fólk falli milli kerfa og endi með ótímabært örorkumat. Breytingar á kerfinu gera það að verkum að um 95 prósent þeirra sem hafa þegið örorkulífeyri fá hærri greiðslur. Tryggingastofnun greiddi þannig í dag 1,2 milljarði meira til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega en um síðustu mánaðarmót. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, leggur áhersla sé á að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og að meiri samfella og skilvirkni verði í þjónustu. „Það kemur nýtt greiðslukerfi og með því koma nýir greiðsluflokkar. Svo kemur nýtt samþætt sérfræðimat í stað núgildandi örorkumats. Svo verða sett á samhæfingarkerfi um allt land sem verða hugsuð fyrir endurhæfingu og svo er í grunninn búin til þjónustugátt sem í grunninn er svona vinnutæki fagfólks sem er í samhæfingarteymi.“ Hækkun fari eftir aðstæðum Hún segir hækkun greiðslna fara eftir aðstæðum hvers og eins. „Fyrsta greiðslan var gerð í morgun og hjá flestum hækkaði greiðslan. Það þýðir að þeir sem voru með örorkulífeyri og færðust inn í nýja kerfið eru komnir með varanlegt örorkumat. Sumir hækka kannski um fimm þúsund krónur og aðrir um þrjátíu þúsund krónur og svo framvegis.“ Í nýja kerfinu er einnig boðið upp á hlutaörorkulífeyri fyrir þá sem eru í hlutastarfi. „Hann er hugsaður fyrir þá sem hafa getu og möguleika á virkni á vinnumarkaði. Þar er frítekjumark tekna mun hærra en við höfum séð í greiðsluflokkum áður og þá getur fólk farið í hlutastörf og ef það er ekki í starfi nú þegar en vill vinna þá fær það aðstoð frá Vinnumálastofnun við það,“ segir Huld. Hreiðar Ingi Eðvarðsson, aðstoðarmaður Ingu Sæland og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Berghildur Í tilkynningu ráðuneytisins um breytingarnar kemur fram að 95 prósent þeirra sem hafa verið með örorkulífeyri fá hærri greiðslur í nýja kerfinu. Fólk sem lækki í nýja kerfinu sé með háar lífeyrissjóðstekjur á mánuði og þeir sem verði með sömu greiðslur séu þeir sem hafa takmörkuð réttindi í almannatryggingakerfinu. Manneskjulegra kerfi „Nýtt kerfi er betra, manneskjulegra og sanngjarnara. Við tökum núna betur utan um fólkið okkar og þann mannauð sem í því býr. Aukningin til öryrkja eru 18.000 milljónir króna á ári sem eru mesta kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi. Ég þekki af eigin raun hversu óréttlátt og flókið gamla kerfið var og er afar stolt á þessum tímamótum,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni. Fjölmennt var á fundinum í Grósku í morgun. Vísir/Berghildur Þá segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, nýja kerfið veita fólki sem vill fara út á vinnumarkað stóraukna möguleika og Vigdís Jónsdóttir forstjóri Virk segir nýjar greiðslur tryggja afkomu fólks á erfiðum tímum. „Það skiptir gríðarlegu máli. Í nýja kerfinu er líka aukinn sveigjanleiki sem mætir betur fjölbreyttum þörfum einstaklinga í endurhæfingu,“ segir Vigdís. „Nýja kerfið einfaldar verulega líf skjólstæðinga heilsugæslunnar. Ótti fólks um að detta á milli í kerfinu hefur verið áþreifanlegur en nú vinna þjónustuaðilar markvisst saman í gegnum samhæfingarteymi og mynda net utan um þau sem þess þurfa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í undirbúningi í meira en ár Í tilkynningunni segir að Alþingi hafi samþykkt lög um þetta nýja kerfi í júní 2024. Frá því hafi umfangsmikill undirbúningur staðið yfir síðan. Meðal nýmæla í þessu nýja kerfi sé samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi, virknistyrkur, nýjar greiðslur og hlutaörorkulífeyrir. Hægt er að sjá nánari útskýringar á vef Tryggingastofnunar um einstaka þætti breytinganna. Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Tengdar fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20. ágúst 2025 15:44 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Í dag tóku gildi stærstu breytingar sem gerðar hafa verið á örorku- og endurhæfingarkerfinu undanfarna áratugi. Í tilkynningu frá Félags- og húsnæðiráðuneytinu segir að í nýju kerfi eigi að líta til þess hvað fólk getur í stað þess að einblína á hvað það getur ekki. Þar kemur einnig fram að nýja kerfið sé einfaldara, greiðslur hækki og að dregið sé úr tekjutengingu. Þá er fólki gert auðveldara að taka þátt á vinnumarkaði vilji það gera það. Þá er í þessu nýja kerfi einnig að finna aukinn stuðning við fólk í endurhæfingu og lögð áhersla á að koma í veg fyrir að fólk falli milli kerfa og endi með ótímabært örorkumat. Breytingar á kerfinu gera það að verkum að um 95 prósent þeirra sem hafa þegið örorkulífeyri fá hærri greiðslur. Tryggingastofnun greiddi þannig í dag 1,2 milljarði meira til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega en um síðustu mánaðarmót. Huld Magnúsdóttir, forstjóri Tryggingastofnunar, leggur áhersla sé á að hver einstaklingur fái þjónustu við hæfi og að meiri samfella og skilvirkni verði í þjónustu. „Það kemur nýtt greiðslukerfi og með því koma nýir greiðsluflokkar. Svo kemur nýtt samþætt sérfræðimat í stað núgildandi örorkumats. Svo verða sett á samhæfingarkerfi um allt land sem verða hugsuð fyrir endurhæfingu og svo er í grunninn búin til þjónustugátt sem í grunninn er svona vinnutæki fagfólks sem er í samhæfingarteymi.“ Hækkun fari eftir aðstæðum Hún segir hækkun greiðslna fara eftir aðstæðum hvers og eins. „Fyrsta greiðslan var gerð í morgun og hjá flestum hækkaði greiðslan. Það þýðir að þeir sem voru með örorkulífeyri og færðust inn í nýja kerfið eru komnir með varanlegt örorkumat. Sumir hækka kannski um fimm þúsund krónur og aðrir um þrjátíu þúsund krónur og svo framvegis.“ Í nýja kerfinu er einnig boðið upp á hlutaörorkulífeyri fyrir þá sem eru í hlutastarfi. „Hann er hugsaður fyrir þá sem hafa getu og möguleika á virkni á vinnumarkaði. Þar er frítekjumark tekna mun hærra en við höfum séð í greiðsluflokkum áður og þá getur fólk farið í hlutastörf og ef það er ekki í starfi nú þegar en vill vinna þá fær það aðstoð frá Vinnumálastofnun við það,“ segir Huld. Hreiðar Ingi Eðvarðsson, aðstoðarmaður Ingu Sæland og Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/Berghildur Í tilkynningu ráðuneytisins um breytingarnar kemur fram að 95 prósent þeirra sem hafa verið með örorkulífeyri fá hærri greiðslur í nýja kerfinu. Fólk sem lækki í nýja kerfinu sé með háar lífeyrissjóðstekjur á mánuði og þeir sem verði með sömu greiðslur séu þeir sem hafa takmörkuð réttindi í almannatryggingakerfinu. Manneskjulegra kerfi „Nýtt kerfi er betra, manneskjulegra og sanngjarnara. Við tökum núna betur utan um fólkið okkar og þann mannauð sem í því býr. Aukningin til öryrkja eru 18.000 milljónir króna á ári sem eru mesta kjarabætur sem þessi hópur hefur fengið í áratugi. Ég þekki af eigin raun hversu óréttlátt og flókið gamla kerfið var og er afar stolt á þessum tímamótum,“ er haft eftir Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, í tilkynningunni. Fjölmennt var á fundinum í Grósku í morgun. Vísir/Berghildur Þá segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, nýja kerfið veita fólki sem vill fara út á vinnumarkað stóraukna möguleika og Vigdís Jónsdóttir forstjóri Virk segir nýjar greiðslur tryggja afkomu fólks á erfiðum tímum. „Það skiptir gríðarlegu máli. Í nýja kerfinu er líka aukinn sveigjanleiki sem mætir betur fjölbreyttum þörfum einstaklinga í endurhæfingu,“ segir Vigdís. „Nýja kerfið einfaldar verulega líf skjólstæðinga heilsugæslunnar. Ótti fólks um að detta á milli í kerfinu hefur verið áþreifanlegur en nú vinna þjónustuaðilar markvisst saman í gegnum samhæfingarteymi og mynda net utan um þau sem þess þurfa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Í undirbúningi í meira en ár Í tilkynningunni segir að Alþingi hafi samþykkt lög um þetta nýja kerfi í júní 2024. Frá því hafi umfangsmikill undirbúningur staðið yfir síðan. Meðal nýmæla í þessu nýja kerfi sé samþætt sérfræðimat, samhæfingarteymi, virknistyrkur, nýjar greiðslur og hlutaörorkulífeyrir. Hægt er að sjá nánari útskýringar á vef Tryggingastofnunar um einstaka þætti breytinganna.
Félagsmál Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Málefni fatlaðs fólks Vinnumarkaður Tengdar fréttir Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20. ágúst 2025 15:44 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið Sjá meira
Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur sem eru einhleypar, hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum eru líklegri til að vera með örorkulífeyri samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. 20. ágúst 2025 15:44