Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar 1. september 2025 10:46 Það er orðið fyrirsjáanlegt hvernig umræðunni um innflytjendur, hælisleitendur og hinsegin samfélagið er háttað á Íslandi, eða kannski réttara sagt: hvernig við látumst ræða um það. Í raun er engin raunveruleg umræða, heldur einræði sem er klætt í búning kærleiks og samþykkis, en er í raun ekkert nema þöggun. Umræðan er orðin að bergmálshelli þar sem sama klisjan er endurtekin aftur og aftur, líkt og biluð hljómplata. Ef þú tekur ekki undir ríkjandi skoðanir ertu stimplaður vondur, jafnvel fasisti. Það er kaldhæðnislegt í landi sem á að búa við skoðanafrelsi og lýðræði. Fjórða valdið, sérstaklega RÚV, stendur engan veginn undir skyldum sínum og hefur breyst í bergmálshelli fyrir þessa einræðistónlist. Ef einhver vogar sér að spyrja einfaldra spurninga eins og: „Getum við raunverulega séð um þennan straum fólks?“, „Hvaða kröfur ætti að gera til þeirra sem flytja hingað til að tryggja aðlögun og samheldni?“ eða „Af hverju á meirihluti þjóðarinnar að beygja sig undir minnihlutann og breyta jafnvel tungumálinu?“ þá er viðkomandi sleginn niður. Sömuleiðis er það talið bakslag í umræðunni að halda því fram að kynin séu aðeins tvö. Þetta er einföld og skilvirk leið til að þagga niður í andstæðum skoðunum. Af hverju að rífast um staðreyndir þegar þú getur bara stimplað fólk? Það er eins og málefnalegar röksemdir séu hættulegri en flóttamannastraumurinn, sem mörg Evrópulönd eru orðin ráðalaus með, eða sú ógnvekjandi hugsun að kynin séu aðeins tvö. Jarðsprengjusvæði Það er fáránlegt að við getum ekki rætt þessi mál á sama máta og Danir, Þjóðverjar og Bretar, sem eru að herða landamæri og neita að leyfa ótakmarkaðan innflutning. Sannleikurinn virðist vera það sem svokallaðir „kærleiksbirnir“ óttast mest af öllu. Þeir eru hræddir við málefnalegar rökræður og kjósa frekar að stýra þjóðinni með tilfinningum, en það hefur sjaldan reynst farsælt. Að hætta sér inn á þetta jarðsprengjusvæði og minnast á þessa málaflokka er eitthvað sem aðeins hugrökkustu þora. Það er best fyrir okkur hin að halda okkur á mottunni og fljóta bara með skoðunarofbeldinu. Að öðrum kosti eigum við það á hættu að vera útilokuð og hunsuð. Það er kaldhæðnislegt að þeir sem ætlast til ótakmarkaðs skilnings sýna engan slíkan sjálfir. Vonarljós Það er fagnaðarefni að nýr dómsmálaráðherra skuli ætla að taka fastar á málum um innflytjendur, hælisleitendur og erlenda glæpamenn. Almenningur borgar brúsann og það er tilætlunarsemi að hann eigi ekki að hafa skoðun á því í hvað skattpeningar hans fara og hver forgangsröðunin ætti að vera. Það er fáránlegt að reyna að þagga niður í óánægju með því að kalla fólk öllum illum nöfnum. Það mun einungis skapa meiri skotgrafarhernað, sundrungu og skautun í samfélaginu. Umræðan á að vera frjáls, án tilfinningalegs ofbeldis. Að tala um málin þýðir ekki að maður sé á móti þeim, heldur að maður vilji finna lausnir sem ganga upp fyrir alla. Til að árétta, þetta er ekki árás á hinsegin samfélagið eða nokkurn annan minnihlutahóp. Þetta snýst um hvernig má ræða málin, eða réttara sagt, hvernig má ekki ræða þau. Við megum ekki gleyma því að meirihlutinn hefur líka rétt á að hafa skoðanir og tjá þær. Tjáningarfrelsi er einn af hornsteinum samfélagsins og það á að gilda jafnt fyrir alla. Höfundur hefur trú á að tjáningarfrelsið sé hornsteinn samfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Bergmann Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er orðið fyrirsjáanlegt hvernig umræðunni um innflytjendur, hælisleitendur og hinsegin samfélagið er háttað á Íslandi, eða kannski réttara sagt: hvernig við látumst ræða um það. Í raun er engin raunveruleg umræða, heldur einræði sem er klætt í búning kærleiks og samþykkis, en er í raun ekkert nema þöggun. Umræðan er orðin að bergmálshelli þar sem sama klisjan er endurtekin aftur og aftur, líkt og biluð hljómplata. Ef þú tekur ekki undir ríkjandi skoðanir ertu stimplaður vondur, jafnvel fasisti. Það er kaldhæðnislegt í landi sem á að búa við skoðanafrelsi og lýðræði. Fjórða valdið, sérstaklega RÚV, stendur engan veginn undir skyldum sínum og hefur breyst í bergmálshelli fyrir þessa einræðistónlist. Ef einhver vogar sér að spyrja einfaldra spurninga eins og: „Getum við raunverulega séð um þennan straum fólks?“, „Hvaða kröfur ætti að gera til þeirra sem flytja hingað til að tryggja aðlögun og samheldni?“ eða „Af hverju á meirihluti þjóðarinnar að beygja sig undir minnihlutann og breyta jafnvel tungumálinu?“ þá er viðkomandi sleginn niður. Sömuleiðis er það talið bakslag í umræðunni að halda því fram að kynin séu aðeins tvö. Þetta er einföld og skilvirk leið til að þagga niður í andstæðum skoðunum. Af hverju að rífast um staðreyndir þegar þú getur bara stimplað fólk? Það er eins og málefnalegar röksemdir séu hættulegri en flóttamannastraumurinn, sem mörg Evrópulönd eru orðin ráðalaus með, eða sú ógnvekjandi hugsun að kynin séu aðeins tvö. Jarðsprengjusvæði Það er fáránlegt að við getum ekki rætt þessi mál á sama máta og Danir, Þjóðverjar og Bretar, sem eru að herða landamæri og neita að leyfa ótakmarkaðan innflutning. Sannleikurinn virðist vera það sem svokallaðir „kærleiksbirnir“ óttast mest af öllu. Þeir eru hræddir við málefnalegar rökræður og kjósa frekar að stýra þjóðinni með tilfinningum, en það hefur sjaldan reynst farsælt. Að hætta sér inn á þetta jarðsprengjusvæði og minnast á þessa málaflokka er eitthvað sem aðeins hugrökkustu þora. Það er best fyrir okkur hin að halda okkur á mottunni og fljóta bara með skoðunarofbeldinu. Að öðrum kosti eigum við það á hættu að vera útilokuð og hunsuð. Það er kaldhæðnislegt að þeir sem ætlast til ótakmarkaðs skilnings sýna engan slíkan sjálfir. Vonarljós Það er fagnaðarefni að nýr dómsmálaráðherra skuli ætla að taka fastar á málum um innflytjendur, hælisleitendur og erlenda glæpamenn. Almenningur borgar brúsann og það er tilætlunarsemi að hann eigi ekki að hafa skoðun á því í hvað skattpeningar hans fara og hver forgangsröðunin ætti að vera. Það er fáránlegt að reyna að þagga niður í óánægju með því að kalla fólk öllum illum nöfnum. Það mun einungis skapa meiri skotgrafarhernað, sundrungu og skautun í samfélaginu. Umræðan á að vera frjáls, án tilfinningalegs ofbeldis. Að tala um málin þýðir ekki að maður sé á móti þeim, heldur að maður vilji finna lausnir sem ganga upp fyrir alla. Til að árétta, þetta er ekki árás á hinsegin samfélagið eða nokkurn annan minnihlutahóp. Þetta snýst um hvernig má ræða málin, eða réttara sagt, hvernig má ekki ræða þau. Við megum ekki gleyma því að meirihlutinn hefur líka rétt á að hafa skoðanir og tjá þær. Tjáningarfrelsi er einn af hornsteinum samfélagsins og það á að gilda jafnt fyrir alla. Höfundur hefur trú á að tjáningarfrelsið sé hornsteinn samfélagsins.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun