Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Agnar Már Másson skrifar 31. ágúst 2025 18:50 Sjálfstæðismaðurinn Marta Guðjónsdóttir mun hafa lagt fram tillögu um friðarfána Reykjavíkurborgar á fundi forsætisnefndar. Sólveig Anna kallar tillögu hennar woke. Aðsend Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir tillögur sjálfstæðismanna um „friðarfána“ Reykjavíkur vera dæmigert „woke-þus“ hjá íhaldinu. Þá telur hún að frekar ætti að nefna friðarsúluna „woke-súluna“ enda sé hún gagnslaus dyggðaskreyting. Í gærkvöldi var greint frá áformum borgarinnar um að endurskoða fánareglur sínar, sem samþykkt var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag. Er það gert til að gera það auðveldara fyrir borgaryfirvöld að sýna öðrum þjóðum stuðning, væntanlega með því að draga þjóðfána þeirra að húni. Á sama fundi forsætisnefndar var einnig samþykkt að taka tvær tillögur Sjálfstæðismanna til skoðunar við endurskoðun fánareglnanna. Önnur tillagan var að borgin myndi hanna glænýjan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ til að sýna að Reykjavíkurborg væri „yfirlýst friðarborg“ og þá yrði „ástæðulaust“ að draga erlenda þjóðfána að að húni í stríðsátökum erlendis enda stæði borgin ávallt með friði. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að draga palestínskan fána að húni við ráðhúsið í rækilegri óþökk minnihlutans. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni vildi meina að það væri „óábyrgt“ að taka afstöðu með þeim hætti. „Innihaldsleysi og væl“ Í færslu a Facebook smættar Sólveig Anna þessa tillögu Sjálfstæðismanna niður í „[d]æmigert woke-þus hjá íhaldinu“. „Algjört innihaldsleysi og væl,“ bætir Eflingarformaðurinn við. Þeir sem fylgst hafa grannt með þjóðfélagsumræðunni síðasta árið ættu að þekkja óbeit Sólveigar Önnu á því sem er „woke“ enda áttu þau Hallgrímur Helgason hvöss orðaskipti um hugtakið í umræðuþættinum Sonum Egils á Samstöðinni í apríl. Rökræðurnar hrundu af stað umræðu um hugtakið á samfélagsmiðlum, þar sem fjöldi fólks reyndi að skilgreina „woke“. Vóksúlan í Viðey? Sjálfstæðismenn bentu á í tillögum sínum að friðarsúlan og friðarsetrið á Höfða væru til marks um að Reykjavík væri friðarborg. Sólveigu er ekki skemmt. „Þvaður um hina ömurlegu og al-gagnslausu Friðarsúlu en hana ætti að endurnefna Woke-súluna; eins og woke-ið er hún top-down ömurð sem hefur þann eina tilgang að gefa fólki sem ekki er tilbúið til að gera nokkuð raunverulegt eða gagnlegt fyrir frið og diplómasíu í alþjóðasamskiptum tækifæri til að dyggðaskreyta,“ segir Sólveig. Hún heldur áfram að hjóla í frðiarsúluna, sem hún kallar tækifæri til að tigna „vanheilagt líkneski falsguðs“ og til að setja á svið „leikverk um gæsku og mannkyns-ást“. „Svona rétt áður en þau skella sér á NATO-fund til að flaðra upp um vestræna morð-stjóra í von um betri stöðu og meiri sýnileika og fleiri sjálfu-tækifæri,“ segir Sólveig. Segir hún að þetta „woke-væl“ Sjálfstæðismanna um fána sé ekkert annað en yfirlýsing um innihaldsleysi. „[Þetta er] tilraun til að senda skilaboð í woke-menningarstríðunum, yfirborðskennd og aumkunarverð tilraun til að fela viljaleysi þegar kemur að því að takast á við raunveruleg vandamál eins og efnahagslegan ójöfnuð, pólitíska spillingu og samsekt í þjóðarmorði,“ skrifur hún. „Vonandi sér fólk í gegnum þessa uppsetningu á tilgangsleysi og neitar að láta woke-stríðsmenn teyma sig á asnaeyrum inn í átök um ekkert.“ Borgarstjórn Reykjavík Palestína Úkraína Sjálfstæðisflokkurinn Friðarsúlan í Viðey Viðey Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Í gærkvöldi var greint frá áformum borgarinnar um að endurskoða fánareglur sínar, sem samþykkt var á fundi forsætisnefndar borgarinnar á föstudag. Er það gert til að gera það auðveldara fyrir borgaryfirvöld að sýna öðrum þjóðum stuðning, væntanlega með því að draga þjóðfána þeirra að húni. Á sama fundi forsætisnefndar var einnig samþykkt að taka tvær tillögur Sjálfstæðismanna til skoðunar við endurskoðun fánareglnanna. Önnur tillagan var að borgin myndi hanna glænýjan „friðarfána Reykjavíkurborgar“ til að sýna að Reykjavíkurborg væri „yfirlýst friðarborg“ og þá yrði „ástæðulaust“ að draga erlenda þjóðfána að að húni í stríðsátökum erlendis enda stæði borgin ávallt með friði. Gerist þetta í framhaldi af því að meirihlutinn í borgarstjórn ákvað að draga palestínskan fána að húni við ráðhúsið í rækilegri óþökk minnihlutans. Oddviti sjálfstæðismanna í borginni vildi meina að það væri „óábyrgt“ að taka afstöðu með þeim hætti. „Innihaldsleysi og væl“ Í færslu a Facebook smættar Sólveig Anna þessa tillögu Sjálfstæðismanna niður í „[d]æmigert woke-þus hjá íhaldinu“. „Algjört innihaldsleysi og væl,“ bætir Eflingarformaðurinn við. Þeir sem fylgst hafa grannt með þjóðfélagsumræðunni síðasta árið ættu að þekkja óbeit Sólveigar Önnu á því sem er „woke“ enda áttu þau Hallgrímur Helgason hvöss orðaskipti um hugtakið í umræðuþættinum Sonum Egils á Samstöðinni í apríl. Rökræðurnar hrundu af stað umræðu um hugtakið á samfélagsmiðlum, þar sem fjöldi fólks reyndi að skilgreina „woke“. Vóksúlan í Viðey? Sjálfstæðismenn bentu á í tillögum sínum að friðarsúlan og friðarsetrið á Höfða væru til marks um að Reykjavík væri friðarborg. Sólveigu er ekki skemmt. „Þvaður um hina ömurlegu og al-gagnslausu Friðarsúlu en hana ætti að endurnefna Woke-súluna; eins og woke-ið er hún top-down ömurð sem hefur þann eina tilgang að gefa fólki sem ekki er tilbúið til að gera nokkuð raunverulegt eða gagnlegt fyrir frið og diplómasíu í alþjóðasamskiptum tækifæri til að dyggðaskreyta,“ segir Sólveig. Hún heldur áfram að hjóla í frðiarsúluna, sem hún kallar tækifæri til að tigna „vanheilagt líkneski falsguðs“ og til að setja á svið „leikverk um gæsku og mannkyns-ást“. „Svona rétt áður en þau skella sér á NATO-fund til að flaðra upp um vestræna morð-stjóra í von um betri stöðu og meiri sýnileika og fleiri sjálfu-tækifæri,“ segir Sólveig. Segir hún að þetta „woke-væl“ Sjálfstæðismanna um fána sé ekkert annað en yfirlýsing um innihaldsleysi. „[Þetta er] tilraun til að senda skilaboð í woke-menningarstríðunum, yfirborðskennd og aumkunarverð tilraun til að fela viljaleysi þegar kemur að því að takast á við raunveruleg vandamál eins og efnahagslegan ójöfnuð, pólitíska spillingu og samsekt í þjóðarmorði,“ skrifur hún. „Vonandi sér fólk í gegnum þessa uppsetningu á tilgangsleysi og neitar að láta woke-stríðsmenn teyma sig á asnaeyrum inn í átök um ekkert.“
Borgarstjórn Reykjavík Palestína Úkraína Sjálfstæðisflokkurinn Friðarsúlan í Viðey Viðey Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira