Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Samúel Karl Ólason skrifar 30. ágúst 2025 14:34 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað stigið á tær þingsins, ef svo má segja, og hafa Repúblikanar hingað til haft lítinn sem engan áhuga á að standa vörð um völd þingsins. AP/Mark Schiefelbein Leiðtogum bandaríska þingsins barst í gær bréf frá Hvíta húsinu um að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlaði að stöðva um 4,9 milljarða dala fjárveitingar til þróunaraðstoðar og friðargæslu sem þingið hefði samþykkt. Fjárlög og fjárútlát eiga að vera á höndum þingsins, samkvæmt stjórnarskrá Bandaríkjanna. Til þessa ætlar Trump að beita lítið þekktum lögum sem hafa ekki verið notuð í nærri því hálfa öld og áður hafa sérfræðingar komist að því að ólöglegt sé að beita þeim með þessum hætti. Þessi lög fela í sér að forseti geti sent þinginu kröfu um að tilteknum fjármunum verði ekki varið og hefst þá 45 daga ferli þar sem þingið má ekki snerta peningana. Núverandi fjárlagaári lýkur í lok september, svo með þessu er Trump í raun að taka fyrir hendurnar á þinginu og koma í veg fyrir að peningunum verði varið í það sem þingið samþykkti. New York Times segir að Repúblikanar gætu greitt atkvæði um kröfu Trumps fyrr en eins og bent er á í grein miðilsins hafa leiðtogar flokksins sýnt lítinn sem engan vilja til að standa í hárinu á forsetanum. Frá því hann tók við embætti á nýjan leik hefur Trump ítrekað tekið sér völd sem eiga að vera í höndum þingsins eða opinberum stofnunum. Mörg þessara tilvika hafa farið fyrir dómara og hefur AP fréttaveitan eftir embættismanni úr Hvíta húsinu, sem ræddi við blaðamenn undir því skilyrði að þeir létu nafns hans ekki getið, að þar á bæ séu menn sannfærðir um að þeir myndu bera sigur úr býtum fari þetta einnig fyrir dómstóla. Áfrýjunardómstóll komst í gærkvöldi að þeirri niðurstöðu að flestir af umfangsmiklum tollum Trumps væru ólöglegir. Á fyrra kjörtímabili Trumps komust sérfræðingar sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar, sem kallast Government Accountability Office, eða GAO, að þeirri niðurstöðu að ólöglegt væri að beita áðurnefndum lögum með þessum hætti. Sjá einnig: Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Russell Vought, einn höfunda Project 2025 og yfirmaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins, hefur áður haldið því fram að forseta sé löglegt að nota lögin. Það tók talsmaður fjárlagaskrifstofunnar undir í gærkvöldi. Dómstólar hafa aldrei tekið lögin sérstaklega fyrir. 🚨 Last night, President Trump CANCELLED $4.9 billion in America Last foreign aid using a pocket rescission.@POTUS will always put AMERICA FIRST! pic.twitter.com/1DvXYGdy3B— Office of Management and Budget (@WHOMB) August 29, 2025 Þingmenn reiðir Susan Collins, sem stýrir fjárlaganefnd öldungadeildarinnar, gagnrýndi þetta nýjasta útspil Trumps strax í gær og sagði það ólöglegt. Klárt sé að ekki sé hægt að breyta fjárlögum án aðkomu þingsins. Þetta sé augljós tilraun til þess. Demókratar hafa sömuleiðis brugðist reiðir við og margir hafa sagt að Trump sé að brjóta lög og reyna að hrifsa til sín frekari völd. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Rosa DeLauro, hæst setti Demókratinn í fjárlaganefndinni, sagði að þingmenn ættu ekki að sætta sig við þessa „fáránlegu og ólöglegu“ tilraun til að hafa af þinginu stjórnarskrárbundin völd þess. Chuck Schumer, sem leiðir Demókrata í öldungadeildinni, sagði einnig að Demókratar væru ávallt tilbúnir til samstarfs þegar kæmi að því að bæta líf Bandaríkjamanna. Þeir myndu þó ekki taka þátt í þessari „eyðileggingu“. Eykur líkur á stöðvun ríkisreksturs Greinendur segja nánast öruggt að þetta muni gera Repúblikönum svo gott sem ómögulegt að samþykkja ný fjárlög fyrir 1. október og að mögulega muni rekstur alríkisins stöðvast. Fjárlög muni þurfa stuðning frá Demókrötum í fulltrúadeildinni, sem hafa áður lýst því yfir að þeir muni ekki styðja fjárlög haldi Trump áfram að taka fram fyrir hendur þingmanna. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig, samkvæmt frétt Politico, gefið til kynna að þeir myndu ekki sætta sig við þessar aðgerðir og að þær myndu koma niður á viðræðum milli flokka sem ætlað er að koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs í október. Í samtali við Politico segja þrír þingmenn Repúblikanaflokksins, sem veitt var nafnleynd, að þeir búist við því að Hvíta húsið muni senda fleiri sambærilegar kröfur fyrir lok september. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Til þessa ætlar Trump að beita lítið þekktum lögum sem hafa ekki verið notuð í nærri því hálfa öld og áður hafa sérfræðingar komist að því að ólöglegt sé að beita þeim með þessum hætti. Þessi lög fela í sér að forseti geti sent þinginu kröfu um að tilteknum fjármunum verði ekki varið og hefst þá 45 daga ferli þar sem þingið má ekki snerta peningana. Núverandi fjárlagaári lýkur í lok september, svo með þessu er Trump í raun að taka fyrir hendurnar á þinginu og koma í veg fyrir að peningunum verði varið í það sem þingið samþykkti. New York Times segir að Repúblikanar gætu greitt atkvæði um kröfu Trumps fyrr en eins og bent er á í grein miðilsins hafa leiðtogar flokksins sýnt lítinn sem engan vilja til að standa í hárinu á forsetanum. Frá því hann tók við embætti á nýjan leik hefur Trump ítrekað tekið sér völd sem eiga að vera í höndum þingsins eða opinberum stofnunum. Mörg þessara tilvika hafa farið fyrir dómara og hefur AP fréttaveitan eftir embættismanni úr Hvíta húsinu, sem ræddi við blaðamenn undir því skilyrði að þeir létu nafns hans ekki getið, að þar á bæ séu menn sannfærðir um að þeir myndu bera sigur úr býtum fari þetta einnig fyrir dómstóla. Áfrýjunardómstóll komst í gærkvöldi að þeirri niðurstöðu að flestir af umfangsmiklum tollum Trumps væru ólöglegir. Á fyrra kjörtímabili Trumps komust sérfræðingar sjálfstæðrar eftirlitsstofnunar, sem kallast Government Accountability Office, eða GAO, að þeirri niðurstöðu að ólöglegt væri að beita áðurnefndum lögum með þessum hætti. Sjá einnig: Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Russell Vought, einn höfunda Project 2025 og yfirmaður fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins, hefur áður haldið því fram að forseta sé löglegt að nota lögin. Það tók talsmaður fjárlagaskrifstofunnar undir í gærkvöldi. Dómstólar hafa aldrei tekið lögin sérstaklega fyrir. 🚨 Last night, President Trump CANCELLED $4.9 billion in America Last foreign aid using a pocket rescission.@POTUS will always put AMERICA FIRST! pic.twitter.com/1DvXYGdy3B— Office of Management and Budget (@WHOMB) August 29, 2025 Þingmenn reiðir Susan Collins, sem stýrir fjárlaganefnd öldungadeildarinnar, gagnrýndi þetta nýjasta útspil Trumps strax í gær og sagði það ólöglegt. Klárt sé að ekki sé hægt að breyta fjárlögum án aðkomu þingsins. Þetta sé augljós tilraun til þess. Demókratar hafa sömuleiðis brugðist reiðir við og margir hafa sagt að Trump sé að brjóta lög og reyna að hrifsa til sín frekari völd. Sjá einnig: Vill sýna þinginu hver ræður Rosa DeLauro, hæst setti Demókratinn í fjárlaganefndinni, sagði að þingmenn ættu ekki að sætta sig við þessa „fáránlegu og ólöglegu“ tilraun til að hafa af þinginu stjórnarskrárbundin völd þess. Chuck Schumer, sem leiðir Demókrata í öldungadeildinni, sagði einnig að Demókratar væru ávallt tilbúnir til samstarfs þegar kæmi að því að bæta líf Bandaríkjamanna. Þeir myndu þó ekki taka þátt í þessari „eyðileggingu“. Eykur líkur á stöðvun ríkisreksturs Greinendur segja nánast öruggt að þetta muni gera Repúblikönum svo gott sem ómögulegt að samþykkja ný fjárlög fyrir 1. október og að mögulega muni rekstur alríkisins stöðvast. Fjárlög muni þurfa stuðning frá Demókrötum í fulltrúadeildinni, sem hafa áður lýst því yfir að þeir muni ekki styðja fjárlög haldi Trump áfram að taka fram fyrir hendur þingmanna. Einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins hafa einnig, samkvæmt frétt Politico, gefið til kynna að þeir myndu ekki sætta sig við þessar aðgerðir og að þær myndu koma niður á viðræðum milli flokka sem ætlað er að koma í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs í október. Í samtali við Politico segja þrír þingmenn Repúblikanaflokksins, sem veitt var nafnleynd, að þeir búist við því að Hvíta húsið muni senda fleiri sambærilegar kröfur fyrir lok september.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira