Innlent

Til­nefnir nýjan þingformann á morgun

Agnar Már Másson skrifar
Guðrún Hafsteinsdóttir eftir að hún var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins eftir nauman sigur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur.
Guðrún Hafsteinsdóttir eftir að hún var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins eftir nauman sigur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Vísir/Anton Brink

Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, hyggst tilkynna á morgun hvern hún hyggst tilnefna sem næsta þingflokksformann. Sá mun taka við af Hildi Sverrisdóttur, sem sagði af sér í dag til að forðaa flokknum frá átökum, að eigin sögn.

Guðrún greinir frá þessu á Facebook. 

Ég vil þakka Hildi Sverrisdóttur innilega fyrir störf hennar sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins undanfarin tvö ár. Það hefur verið ánægjulegt að starfa með henni og kynnast hennar styrk, festu og einlægni í starfi. Hildur heldur áfram sem öflugur þingmaður Sjálfstæðisflokksins og við erum lánsöm að njóta hennar reynslu og þekkingar í þeim verkefnum sem fram undan eru.

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er sá allra öflugasti á Alþingi. Þar starfar fólk sem brennur fyrir íslenskt samfélag og vill leggja sitt af mörkum fyrir landsmenn alla. Hildur er skýrt dæmi um slíkan þingmann. Hún hefur barist af eldmóði fyrir íslenskt atvinnulíf og fjölskyldum landsins á grunni sjálfstæðisstefnunnar.

Við stöndum nú í nýrri og breyttri stöðu í stjórnarandstöðu. Það er áskorun, en líka tækifæri. Tækifæri til að endurnýja, efla og tryggja að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslensku samfélagi.

Á morgun kynni ég ákvörðun mína um nýjan þingflokksformann. Framundan eru breytingar og spennandi tímar. Nú, sem aldrei fyrr, þarf íslenskt samfélag á sterkum Sjálfstæðisflokki að halda. Sjálfstæðisflokki sem stendur þétt með fólkinu í landinu, stétt með stétt.

Fréttin verður uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×