Guðrún hrókerar í þingflokknum Agnar Már Másson skrifar 29. ágúst 2025 22:15 Guðrún Hafsteinsdóttir eftir að hún var kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins eftir nauman sigur gegn Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur. Vísir/Anton Brink Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, mun á morgun tilnefna nýjan þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins. Sá mun taka við af Hildi Sverrisdóttur, sem sagði af sér í dag til að forða flokknum frá innri átökum, að eigin sögn. Guðrún greinir frá þessu í færslu á Facebook sem hún birti um klukkan 22 í kvöld í kjölfar yfirlýsingar Hildar, sem skrifaði að hún hefði sagt af sér sem formaður þingflokksins til að forða flokknum frá innri átökum í atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Hildur heldur áfram sem þingmaður en hún var yfirlýstur stuðningsmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvígi þeirra í vor. Þakkar Hildi fyrir Í Facebook-færslu sinni þakkar Guðrún Hildi fyrir störfin síðustu tvö ár og segir hana skýrt dæmi um þingmann „sem brennur fyrir íslenskt samfélag og vill leggja sitt af mörkum fyrir landsmenn alla.“ En nú sé staðan breytt þar sem flokkurinn sé kominn í stjórnarandstöðu. „Á morgun kynni ég ákvörðun mína um nýjan þingflokksformann. Fram undan eru breytingar og spennandi tímar,“ skrifar Guðrún. Guðrún segir að nú sem aldrei fyrr þurfi íslenskt samfélag á sterkum Sjálfstæðisflokki að halda og lýkur svo færslunni á gamallri möntru flokksins: „Sjálfstæðisflokki sem stendur þétt með fólkinu í landinu, stétt með stétt.“ Hildur segist hafa þingmenn á bak við sig Hildur sagði fyrr í kvöld að hún hefði fengið hvatningar frá þingmönnum um að halda áfram. „[Ég] er þeirrar skoðunar að engum sé greiði gerður með því að etja þingflokknum út í átök á borð við slíka atkvæðagreiðslu,“ skrifar Hildur, sem kvaðst þess vegna hafa ákveðið að hætta sem formaður þingflokksins áður en til hennar kemur. Segir hún það hafa mikinn heiður að gegna hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. Hildur hefur gegnt hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. Hverjir koma til greina? Ekki liggur fyrir hver verður fyrir vali Guðrúnar en Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjórtán menn á þingi. Mögulega velur hún einhvern sem studdi sig í formannskjörinu, til dæmis Ólaf Adólfsson úr Norðvesturkjördæmi sem kom nýr inn á þing í vetur. Guðlaugur Þór Þórðarson gæti einnig komið til greina, eða náinn bandamaður hans í Reykjavík, Diljá Mist Einarsdóttur. Almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en hann hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Aðrir sem hafa verið orðaðir við stöðuna eru Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason og jafnvel Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur ur býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu. Ekki hefur náðst í stakan þingmann Sjálfstæðisflokksins við gerð fréttar. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Guðrún greinir frá þessu í færslu á Facebook sem hún birti um klukkan 22 í kvöld í kjölfar yfirlýsingar Hildar, sem skrifaði að hún hefði sagt af sér sem formaður þingflokksins til að forða flokknum frá innri átökum í atkvæðagreiðslu. Þetta gæti þýtt að Hildur hafi talið að atkvæðagreiðsla um nýjan þingflokksformann myndi kljúfa þingflokkinn eða að hún teldi sig ekki lengur njóta stuðnings meirihluta þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Hildur heldur áfram sem þingmaður en hún var yfirlýstur stuðningsmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannseinvígi þeirra í vor. Þakkar Hildi fyrir Í Facebook-færslu sinni þakkar Guðrún Hildi fyrir störfin síðustu tvö ár og segir hana skýrt dæmi um þingmann „sem brennur fyrir íslenskt samfélag og vill leggja sitt af mörkum fyrir landsmenn alla.“ En nú sé staðan breytt þar sem flokkurinn sé kominn í stjórnarandstöðu. „Á morgun kynni ég ákvörðun mína um nýjan þingflokksformann. Fram undan eru breytingar og spennandi tímar,“ skrifar Guðrún. Guðrún segir að nú sem aldrei fyrr þurfi íslenskt samfélag á sterkum Sjálfstæðisflokki að halda og lýkur svo færslunni á gamallri möntru flokksins: „Sjálfstæðisflokki sem stendur þétt með fólkinu í landinu, stétt með stétt.“ Hildur segist hafa þingmenn á bak við sig Hildur sagði fyrr í kvöld að hún hefði fengið hvatningar frá þingmönnum um að halda áfram. „[Ég] er þeirrar skoðunar að engum sé greiði gerður með því að etja þingflokknum út í átök á borð við slíka atkvæðagreiðslu,“ skrifar Hildur, sem kvaðst þess vegna hafa ákveðið að hætta sem formaður þingflokksins áður en til hennar kemur. Segir hún það hafa mikinn heiður að gegna hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. Hildur hefur gegnt hlutverki þingflokksformanns síðustu tvö ár en hún tók við þegar Óli Björn Kárason sagði af sér sem þingflokksformaður í nóvember 2023. Hverjir koma til greina? Ekki liggur fyrir hver verður fyrir vali Guðrúnar en Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjórtán menn á þingi. Mögulega velur hún einhvern sem studdi sig í formannskjörinu, til dæmis Ólaf Adólfsson úr Norðvesturkjördæmi sem kom nýr inn á þing í vetur. Guðlaugur Þór Þórðarson gæti einnig komið til greina, eða náinn bandamaður hans í Reykjavík, Diljá Mist Einarsdóttur. Almennt þykir Guðrún hafa erft stuðningsmannahóp Guðlaugs í formannskjörinu en hann hafði safnað sér stórum hópi stuðningsmanna í formannstíð Bjarna Benediktssonar. Aðrir sem hafa verið orðaðir við stöðuna eru Njáll Trausti Friðbertsson, Vilhjálmur Árnason og jafnvel Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Róður Sjálfstæðisflokksins hefur verið þungur eftir landsfundinn í febrúar, þegar Guðrún bar nauman sigur ur býtum í einvígi við Áslaugu Örnu. Flokkurinn mældist með 18,6 prósenta fylgi í síðustu könnun Maskínu. Ekki hefur náðst í stakan þingmann Sjálfstæðisflokksins við gerð fréttar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira