Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Tómas Arnar Þorláksson skrifar 29. ágúst 2025 09:41 Um var að ræða kornsnák sem telst varla sem stór snákur fyrir utan landsteinanna en getur þó verið allt að metri að lengd. Vísir/Getty Einn var handtekinn eftir alvarlega líkamsárás í Þorlákshöfn en sá gisti fangageymslu lögreglunnar á Suðurlandi í nótt. Brotaþoli var fluttur umsvifalaust á Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem er hlúð að honum. Lögreglan gerði snák upptækan á vettvangi. Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Líkamsárásin átti sér stað innandyra um klukkan hálf fjögur í nótt en Garðar gat ekki staðfest hvort að um heimahús væri að ræða. Mbl.is greindi fyrst frá. Snákurinn innan við metri að lengd Snákurinn var á vettvangi og var gerður upptækur á staðnum og komið til eyðingar hjá dýralækni. Að sögn Garðars var um lítinn snák að ræða en hann á að hafa verið einhverjir tugir sentímetrar og minna en metri að lengd. Líklegast sé um kornsnák að ræða að sögn lögreglunnar. „Við bíðum eftir því að geta tekið skýrslu af meintum árásaraðila. Brotaþoli er ekki lífshættulega slasaður eða neitt slíkt en hann er talsvert laskaður. Þetta er rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Það lítur allt út fyrir að þeir hafi verið undir einhverjum áhrifum báðir. Einhverjum efna eða áfengis,“ sagði Garðar. „Manni væri brugðið sjálfum“ Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi og meðal þess sem er rannsakað er hvort vopnum hafi verið beitt. „Snákurinn tengist ekki líkamsárásinni með beinum hætti en hann var á vettvangi þar sem líkamsárásin átti sér stað. Hann var settur í búr og það sett í hefðbundið ferli. Honum var komið til dýralæknis til aflífunar,“ sagði hann og gat ekki staðfest hvort snákurinn hafi verið í eigu annars hvors aðilans. „Snákurinn er ekki talinn eitraður. Svona snákar eru ólöglegir hér á landi. Hann var einhverjir tugir sentímetra og allavega innan við metra. Fyrir okkur Íslendinga sem sjáum þetta ekki daglega og þekkjum þetta ekki þá er þetta náttúrulega.. Manni væri brugðið sjálfum ef maður sæi snák þótt hann væri ekki nema nokkrir sentímetrar.“ Dýr Ölfus Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þetta staðfestir Garðar Már Garðarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við Vísi. Líkamsárásin átti sér stað innandyra um klukkan hálf fjögur í nótt en Garðar gat ekki staðfest hvort að um heimahús væri að ræða. Mbl.is greindi fyrst frá. Snákurinn innan við metri að lengd Snákurinn var á vettvangi og var gerður upptækur á staðnum og komið til eyðingar hjá dýralækni. Að sögn Garðars var um lítinn snák að ræða en hann á að hafa verið einhverjir tugir sentímetrar og minna en metri að lengd. Líklegast sé um kornsnák að ræða að sögn lögreglunnar. „Við bíðum eftir því að geta tekið skýrslu af meintum árásaraðila. Brotaþoli er ekki lífshættulega slasaður eða neitt slíkt en hann er talsvert laskaður. Þetta er rannsakað sem alvarleg líkamsárás. Það lítur allt út fyrir að þeir hafi verið undir einhverjum áhrifum báðir. Einhverjum efna eða áfengis,“ sagði Garðar. „Manni væri brugðið sjálfum“ Málið er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi og meðal þess sem er rannsakað er hvort vopnum hafi verið beitt. „Snákurinn tengist ekki líkamsárásinni með beinum hætti en hann var á vettvangi þar sem líkamsárásin átti sér stað. Hann var settur í búr og það sett í hefðbundið ferli. Honum var komið til dýralæknis til aflífunar,“ sagði hann og gat ekki staðfest hvort snákurinn hafi verið í eigu annars hvors aðilans. „Snákurinn er ekki talinn eitraður. Svona snákar eru ólöglegir hér á landi. Hann var einhverjir tugir sentímetra og allavega innan við metra. Fyrir okkur Íslendinga sem sjáum þetta ekki daglega og þekkjum þetta ekki þá er þetta náttúrulega.. Manni væri brugðið sjálfum ef maður sæi snák þótt hann væri ekki nema nokkrir sentímetrar.“
Dýr Ölfus Lögreglumál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira