Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Samúel Karl Ólason skrifar 29. ágúst 2025 12:11 Vladimír Pútin, forseti Rússlands, á kynningu árið 2023, með þáverandi yfirmönnum RSC Energia. EPA/GRIGORY SYSOEV Yfirmaður helsta geimfara og eldflaugaframleiðanda Rússlands, RSC Energia, varaði við því í vikunni að fyrirtækið gæti farið í þrot. Ástandið sé gífurlega alvarlegt og að staða geimiðnaðarins í Rússlandi sé sömuleiðis alvarleg. Igor Maltsev, forstjóri Energia, segir að það þurfi kraftaverk til að bjarga fyrirtækinu, samkvæmt frétt Moscow Times. Þetta mun hann hafa sagt í tölvupósti til starfsmanna. Energia er opinbert fyrirtæki og það stærsta í geimiðnaði Rússlands. Fyrirtækið smíðaði allar geimflaugar Sovétríkjanna sálugu og framleiðir í dag Soyuz geimfarið og er að framleiða hluta af nýrri rússneskri geimstöð, sem til stendur að senda á braut um jörðina í framtíðinni. Í póstinum mun Maltsev, sem hefur stýrt fyrirtækinu í einungis þrjá mánuði, hafa skrifað að fyrirtækið skuldaði háar upphæðir og að fjárveitingar til þess færu að mestu í að borga vexti af lánum. Hann kvartaði einnig yfir skort á skilvirkni og sagði að stór hluti starfsmanna hefðu misst hvatningu og trú á sameiginlega ábyrgð. Hann sagði einnig að fyrirtækið ætti í erfiðleikum með að greiða laun til þúsunda starfsmanna þess og að afhenda geimför og aðrar vörur í samræmi við samninga. „Við þurfum að hætta að ljúga að sjálfum okkar um stöðuna og að sannfæra okkur sjálf og aðra um að allt sé í fína lagi,“ sagði Maltsev, samkvæmt frétt Ars Technica. Hann sagði ástandið þarfnast afgerandi aðgerða. Það þyrfti að berjast fyrir fyrirtækinu og lagði hann til að allir starfsmenn spyrðu sjálfa sig hvort þeir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og sýna raunverulegt framtak. Fregnir hafa borist af því að til stæði að selja Energia, en opinbera fréttaveitan TASS, sagði það ekki rétt. Hafa dregist aftur úr Geimiðnaður Rússlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og hefur ríkið misst alla erlenda viðskiptavini eftir innrásina í Úkraínu 2022. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra lang flestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins í Rússlandi á undanförnum árum, þó þar hafi skort fjármuni í mun lengri tíma. Þá hefur orðið erfiðara að taka lán vegna hára vaxta. Sjá einnig: Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Rússar hafa dregið úr farmsendingum og ferðum geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þrátt fyrir stöðuna sagði tiltölulega nýr yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, að Rússar vildu starfa með Bandaríkjamönnum í geimstöðinni út árið 2030. Keppast um að komast aftur til tunglsins Starfandi yfirmaður NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að flýta ætti áætlunum um að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stæði til að koma kljúfi til tunglsins fyrir 2030 og hann yrði notaður til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. Lengi hefur verið unnið að því að senda kjarnakljúf til tunglsins sem lið í Artemis-áætluninni svokölluðu. Árið 2022 tilkynntu forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) að stofnunin og orkumálaráðuneytið hefðu valið þrjár tillögur að kjarnakljúfum sem hægt væri að senda til tunglsins. Árið 2030 stefna Kínverjar á að senda sína fyrstu geimfara til tunglsins. Í apríl opinberuðu Kínverjar að þeir ætluðu sér að smíða kjarnakljúf og senda hann til tunglsins til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á yfirborðinu þar. Rússland Geimurinn Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira
Igor Maltsev, forstjóri Energia, segir að það þurfi kraftaverk til að bjarga fyrirtækinu, samkvæmt frétt Moscow Times. Þetta mun hann hafa sagt í tölvupósti til starfsmanna. Energia er opinbert fyrirtæki og það stærsta í geimiðnaði Rússlands. Fyrirtækið smíðaði allar geimflaugar Sovétríkjanna sálugu og framleiðir í dag Soyuz geimfarið og er að framleiða hluta af nýrri rússneskri geimstöð, sem til stendur að senda á braut um jörðina í framtíðinni. Í póstinum mun Maltsev, sem hefur stýrt fyrirtækinu í einungis þrjá mánuði, hafa skrifað að fyrirtækið skuldaði háar upphæðir og að fjárveitingar til þess færu að mestu í að borga vexti af lánum. Hann kvartaði einnig yfir skort á skilvirkni og sagði að stór hluti starfsmanna hefðu misst hvatningu og trú á sameiginlega ábyrgð. Hann sagði einnig að fyrirtækið ætti í erfiðleikum með að greiða laun til þúsunda starfsmanna þess og að afhenda geimför og aðrar vörur í samræmi við samninga. „Við þurfum að hætta að ljúga að sjálfum okkar um stöðuna og að sannfæra okkur sjálf og aðra um að allt sé í fína lagi,“ sagði Maltsev, samkvæmt frétt Ars Technica. Hann sagði ástandið þarfnast afgerandi aðgerða. Það þyrfti að berjast fyrir fyrirtækinu og lagði hann til að allir starfsmenn spyrðu sjálfa sig hvort þeir væru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum og sýna raunverulegt framtak. Fregnir hafa borist af því að til stæði að selja Energia, en opinbera fréttaveitan TASS, sagði það ekki rétt. Hafa dregist aftur úr Geimiðnaður Rússlands hefur beðið mikla hnekki á undanförnum árum og hefur ríkið misst alla erlenda viðskiptavini eftir innrásina í Úkraínu 2022. Ekki er svo langt síðan Rússar sendu flestar eldflaugar út í geim en þar hefur orðið mikill viðsnúningur á. Bandaríkjamenn sendu í fyrra lang flestar flaugar út í geim og Kínverjar komu þar á eftir. Því næst komu Rússar, rétt á undan Nýja Sjálandi. Verulega hefur dregið úr fjárveitingum ríkisins til geimiðnaðarins í Rússlandi á undanförnum árum, þó þar hafi skort fjármuni í mun lengri tíma. Þá hefur orðið erfiðara að taka lán vegna hára vaxta. Sjá einnig: Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Rússar hafa dregið úr farmsendingum og ferðum geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Þrátt fyrir stöðuna sagði tiltölulega nýr yfirmaður Roscosmos, Geimvísindastofnunar Rússlands, að Rússar vildu starfa með Bandaríkjamönnum í geimstöðinni út árið 2030. Keppast um að komast aftur til tunglsins Starfandi yfirmaður NASA, Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna, tilkynnti nýverið að flýta ætti áætlunum um að senda kjarnakljúf til tunglsins. Nú stæði til að koma kljúfi til tunglsins fyrir 2030 og hann yrði notaður til að knýja bækistöð á tunglinu um árabil. Lengi hefur verið unnið að því að senda kjarnakljúf til tunglsins sem lið í Artemis-áætluninni svokölluðu. Árið 2022 tilkynntu forsvarsmenn Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) að stofnunin og orkumálaráðuneytið hefðu valið þrjár tillögur að kjarnakljúfum sem hægt væri að senda til tunglsins. Árið 2030 stefna Kínverjar á að senda sína fyrstu geimfara til tunglsins. Í apríl opinberuðu Kínverjar að þeir ætluðu sér að smíða kjarnakljúf og senda hann til tunglsins til að knýja sameiginlega rannsóknarstöð þeirra og Rússa á yfirborðinu þar.
Rússland Geimurinn Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Innlent Fleiri fréttir Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Sjá meira