Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2025 19:42 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir að Rússum sé drullusama um friðarumleitanir Vesturlanda. Vísir/Ívar Fannar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir umfangsmiklar loftárásir Rússa á Kænugarð í nótt sýna svart á hvítu að þeir kjósi hernað yfir frið. Ljóst sé að Rússum sé „drullusama“ um friðarumleitanir Bandaríkjaforseta og annarra vestrænna ríkja. Nítján almennir borgarar hið minnsta létu lífið þegar eldflaugum rigndi yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Sprengingarnar ollu meðal annars miklum skaða á sendiskrifstofum sendinefndar Evrópusambandsins í Úkraínu. Á meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn, hið yngsta var tveggja ára. Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við blaðamanninn Óskar Hallgrímsson sem býr ásamt eiginkonu sinni í Kænugarði. Í fréttinni hér að ofan má sjá myndbönd sem hann tók upp þegar Rússar hæfðu borgina í nótt. Líkt og oft áður leituðu hjónin skjóls inni á baðherbergi og íbúðin skalf undan sprengjuregni. Óskar segist hafa fundið fyrir höggbylgjunni inni hjá sér. Árásin hafi verið óvenju stór og hafi dunið yfir í bylgjum. Grimmilegar og markvissar árásir á borgara Einnig var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem sagði árásirnar markvissar og grimmilegar. „Þessar umfangsmiklu árásir Rússa sýna svart á hvítu að þeir vilja frekar hernað heldur en frið eða samningaviðræður og við erum að horfa upp á grimmilegar og markvissar árásir á borgaralega innviði, en ekki síst almenna borgara. Það er auðvitað algjörlega í andstöðu við alþjóðalög, sem við Íslendingar tölum fyrir að séu virt í hvívetna ásamt okkar vinum og helstu bandamönnum,“ sagði hún. Hún sagði nauðsynlegt að tryggja öryggi Úkraínu og vinna að því að koma á friði. Friðarumleitanir hafa ekki borið mikinn árangur hingað til. „Til þess að öryggistryggingar þarf fyrst að ná friði og ná Rússum að samningaborðinu. Það er alveg augljóst að þeim er alveg drullusama og fara með markvissum hætti og ótrúlegri grimmd gagnvart Úkraínu. Fyrir okkur Íslendinga er þetta mikið áhyggjuefni því við þurfum að berjast eins og aðrar þjóðir í Evrópu fyrir friði í Úkraínu því friður í Úkraínu eykur öryggi Evrópu og þar með talið okkar Íslendinga,“ sagði Þorgerður Katrín. Úkraínumenn berjist einnig fyrir okkur Varðandi eðli og umfang téðra öryggistrygginga sagði Þorgerður ýmislegt enn á huldu. Ljóst sé þó að ekkert verði af neinum slíkum nema Rússar verði fengnir að samningaborðinu. „Það er tvennt sem er núna í stöðunni. Að halda áfram þessum þrýstingi á Rússa, viðskiptaþvinganir þurfa að vera meiri. Þær eru að bíta. Það er erfitt að halda hernaðarvélinni gangandi. Það mun halda áfram að bíta og ég vona að þær tillögur sem Lindsey Graham [öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu] hefur verið að tala um komi og fari af stað. Síðan er hitt að við verðum að standa með Úkraínu af ráðum og dáð og nú eru þeir að kalla eftir frekari aðstoð til að halda uppi öflugum loftvörnum. Við hljótum að passa upp á að Úkraína verði frjáls eftir þessa daga, vikur og núna ár sem þeir hafa staðið í stríði, fyrir þau en líka fyrir okkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Utanríkismál Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Nítján almennir borgarar hið minnsta létu lífið þegar eldflaugum rigndi yfir Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, í nótt. Sprengingarnar ollu meðal annars miklum skaða á sendiskrifstofum sendinefndar Evrópusambandsins í Úkraínu. Á meðal hinna látnu eru að minnsta kosti fjögur börn, hið yngsta var tveggja ára. Í kvöldfréttum Sýnar var rætt við blaðamanninn Óskar Hallgrímsson sem býr ásamt eiginkonu sinni í Kænugarði. Í fréttinni hér að ofan má sjá myndbönd sem hann tók upp þegar Rússar hæfðu borgina í nótt. Líkt og oft áður leituðu hjónin skjóls inni á baðherbergi og íbúðin skalf undan sprengjuregni. Óskar segist hafa fundið fyrir höggbylgjunni inni hjá sér. Árásin hafi verið óvenju stór og hafi dunið yfir í bylgjum. Grimmilegar og markvissar árásir á borgara Einnig var rætt við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra sem sagði árásirnar markvissar og grimmilegar. „Þessar umfangsmiklu árásir Rússa sýna svart á hvítu að þeir vilja frekar hernað heldur en frið eða samningaviðræður og við erum að horfa upp á grimmilegar og markvissar árásir á borgaralega innviði, en ekki síst almenna borgara. Það er auðvitað algjörlega í andstöðu við alþjóðalög, sem við Íslendingar tölum fyrir að séu virt í hvívetna ásamt okkar vinum og helstu bandamönnum,“ sagði hún. Hún sagði nauðsynlegt að tryggja öryggi Úkraínu og vinna að því að koma á friði. Friðarumleitanir hafa ekki borið mikinn árangur hingað til. „Til þess að öryggistryggingar þarf fyrst að ná friði og ná Rússum að samningaborðinu. Það er alveg augljóst að þeim er alveg drullusama og fara með markvissum hætti og ótrúlegri grimmd gagnvart Úkraínu. Fyrir okkur Íslendinga er þetta mikið áhyggjuefni því við þurfum að berjast eins og aðrar þjóðir í Evrópu fyrir friði í Úkraínu því friður í Úkraínu eykur öryggi Evrópu og þar með talið okkar Íslendinga,“ sagði Þorgerður Katrín. Úkraínumenn berjist einnig fyrir okkur Varðandi eðli og umfang téðra öryggistrygginga sagði Þorgerður ýmislegt enn á huldu. Ljóst sé þó að ekkert verði af neinum slíkum nema Rússar verði fengnir að samningaborðinu. „Það er tvennt sem er núna í stöðunni. Að halda áfram þessum þrýstingi á Rússa, viðskiptaþvinganir þurfa að vera meiri. Þær eru að bíta. Það er erfitt að halda hernaðarvélinni gangandi. Það mun halda áfram að bíta og ég vona að þær tillögur sem Lindsey Graham [öldungadeildarþingmaður frá Suður-Karólínu] hefur verið að tala um komi og fari af stað. Síðan er hitt að við verðum að standa með Úkraínu af ráðum og dáð og nú eru þeir að kalla eftir frekari aðstoð til að halda uppi öflugum loftvörnum. Við hljótum að passa upp á að Úkraína verði frjáls eftir þessa daga, vikur og núna ár sem þeir hafa staðið í stríði, fyrir þau en líka fyrir okkur,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Utanríkismál Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira