Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar 28. ágúst 2025 16:01 Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að ný fjölbýlishús, sem uppfylla eiga lög og byggingareglugerðir um algilda hönnun og aðgengileika, geri það ekki og verður til vandræða fyrir fólk sem kaupir íbúðir í góðri trú um aðgengi. Skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðra bygginga á Veðurstofureit og í Keldnalandi í Reykjavík sýna að þeir aðilar sem vinna að skipulagi og hönnun þessara svæða hafa lítinn eða engan skilning á því að byggingar eigi og verði að vera aðgengilegar öllu fólki. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir fjölbreytileika manneskja t.d. í aldri og færni og stemma stigu við mismunun. Það er augljóslega mismunun að útiloka ákveðna hópa samfélagsins frá því að kaupa húsnæði, ef ekki er gert ráð fyrir því að fólk sé hreyfihamlað eða geti hreyfihamlast. Stór og mikilvæg skref hafa verið stigin á undanförnum áratugum sem miða að því að hreyfihamlað fólk hafi aðgengi til jafns við önnur að manngerðu umhverfi. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra hefur m.a. barist fyrir því að byggingar bæði utanhúss og innan séu aðgengilegar hreyfihömluðu fólki, hvort sem það nýtir staf, hækjur, göngugrindur eða hjólastóla. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um aðgengi, og ber skv. þeim að virða fjarlægðir frá bílastæðum, fjölda P-merktra bílastæða bæði utanhúss og í bílakjallara. Þá þurfa umferðarleiðir utanhúss á lóð og innanhúss að vera samkvæmt stöðlum. Það er dagljóst öllum þeim sem skyn hafa, að gott aðgengi skiptir allt fólk máli en mestu máli fyrir þau sem hafa hreyfihömlun. Foreldar fatlaðra barna, ófrískar konur, fótbrotið fólk, fólk á hækjum, fólk sem hefur skerta hreyfigetu vegna veikinda, slysa eða aldurs á rétt á aðgengi sem tekur tillit til þeirra þarfa. Enda gagnast gott aðgengi öllum. Bílakjallarar eru sérlega góðir fyrir hreyfihamlað fólk enda innangengir og í flestum tilfellum einfalt að fara með lyftu upp á hæðir blokka, en bílastæðahús þar sem t.d. hjólastólanotandi þarf að koma sér 40-100 metra í hverskyns óveðrum er ómöguleg hugmynd, jafnvel þó fólk sé bara á staf eða með hækju. Eins er svokallaður grassteinn ekki boðlegur fólki sem nýtir stafi, hækjur, göngugrindur og hjólastóla. Það þarf að hugsa fyrir þessum málum en ekki hunsa þau. Það er því í besta falli sorglegt að sjá að fólk sem starfar að skipulagsmálum, hönnun og eftirliti með byggingum hjá sveitarfélögum sé ekki starfi sínu vaxið og líti fram hjá þeirri staðreynd að byggingar skuli vera unnar skv. algildri hönnun með aðgengileika í huga. Við sitjum uppi með gamlar byggingar þar sem ekki var gert ráð fyrir hreyfihömluðu fólki, má þar nefna margra hæða lyftulausar blokkir, óupphituð bílastæði eða engin bílastæði fyrir fatlaða og háa kantsteina frá bílastæði upp á gangstétt. Allskonar verslana- og þjónustuhúsnæði að ekki sé minnst á skóla, sem ekki eru hönnuð fyrir hreyfihamlaða nemendur, hreyfihamlaða foreldra né hreyfihamlaða kennara og skólastjórnendur. Þessar byggingar eru vandræðabyggingar í dag og kostnaðarsamt að lagfæra. Það er hinsvegar ekki kostnaðarsamt að byggja eftir algildri hönnun, lögum og reglugerðum það er einfaldlega best fyrir samfélagið í dag og til allrar framtíðar að gert sé ráð fyrir og tekið sé tillit til hreyfihamlaðs fólks. Mismunun á sér margar myndir, það er ekki fallegt að útiloka stóra samfélagshópa með því að svíkjast um að fara að lögum og reglum með sérhagsmuni þeirra getumeiri að leiðarljósi. Við förum nefnilega ekki öll um á fótum og mörg geta alls ekki gengið langar leiðir, þess vegna er 25 metra reglan tilkomin, til að tryggja að hreyfihamlað fólk þurfi að hámarki að fara 25 metra frá bílastæði að inngangi. Þess vegna er tilgreint í byggingareglugerð að halli gangbrautar í hæðarmismunar skuli vera 1:20 og að við hverja 60 cm hæðaraukningu skuli vera hvíldarpallur. Sjálfsbjörg vill árétta að markmið reglugerðar 112/2012 er m.a. ‚,að tryggja aðgengi fyrir alla‘‘. Sjálfsbjörg lsh. skorar á stjórnvöld og skipulagsyfirvöld borgarinnar að standa ekki að mismunun og hunsa hreyfihamlað fólk, heldur virða réttindi borgaranna, lög og reglur og byggja borg þar sem öll geta notið. Aðgengi er forsenda þátttöku og virkni svo einfalt er það! Þuríður Harpa Sigurðardóttir Formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þuríður Harpa Sigurðardóttir Málefni fatlaðs fólks Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Nokkuð hefur borið á því undanfarin ár að ný fjölbýlishús, sem uppfylla eiga lög og byggingareglugerðir um algilda hönnun og aðgengileika, geri það ekki og verður til vandræða fyrir fólk sem kaupir íbúðir í góðri trú um aðgengi. Skipulagslýsingar vegna fyrirhugaðra bygginga á Veðurstofureit og í Keldnalandi í Reykjavík sýna að þeir aðilar sem vinna að skipulagi og hönnun þessara svæða hafa lítinn eða engan skilning á því að byggingar eigi og verði að vera aðgengilegar öllu fólki. Lög og reglugerðir gera ráð fyrir fjölbreytileika manneskja t.d. í aldri og færni og stemma stigu við mismunun. Það er augljóslega mismunun að útiloka ákveðna hópa samfélagsins frá því að kaupa húsnæði, ef ekki er gert ráð fyrir því að fólk sé hreyfihamlað eða geti hreyfihamlast. Stór og mikilvæg skref hafa verið stigin á undanförnum áratugum sem miða að því að hreyfihamlað fólk hafi aðgengi til jafns við önnur að manngerðu umhverfi. Sjálfsbjörg landssamband hreyfihamlaðra hefur m.a. barist fyrir því að byggingar bæði utanhúss og innan séu aðgengilegar hreyfihömluðu fólki, hvort sem það nýtir staf, hækjur, göngugrindur eða hjólastóla. Í lögum og reglugerðum er kveðið á um aðgengi, og ber skv. þeim að virða fjarlægðir frá bílastæðum, fjölda P-merktra bílastæða bæði utanhúss og í bílakjallara. Þá þurfa umferðarleiðir utanhúss á lóð og innanhúss að vera samkvæmt stöðlum. Það er dagljóst öllum þeim sem skyn hafa, að gott aðgengi skiptir allt fólk máli en mestu máli fyrir þau sem hafa hreyfihömlun. Foreldar fatlaðra barna, ófrískar konur, fótbrotið fólk, fólk á hækjum, fólk sem hefur skerta hreyfigetu vegna veikinda, slysa eða aldurs á rétt á aðgengi sem tekur tillit til þeirra þarfa. Enda gagnast gott aðgengi öllum. Bílakjallarar eru sérlega góðir fyrir hreyfihamlað fólk enda innangengir og í flestum tilfellum einfalt að fara með lyftu upp á hæðir blokka, en bílastæðahús þar sem t.d. hjólastólanotandi þarf að koma sér 40-100 metra í hverskyns óveðrum er ómöguleg hugmynd, jafnvel þó fólk sé bara á staf eða með hækju. Eins er svokallaður grassteinn ekki boðlegur fólki sem nýtir stafi, hækjur, göngugrindur og hjólastóla. Það þarf að hugsa fyrir þessum málum en ekki hunsa þau. Það er því í besta falli sorglegt að sjá að fólk sem starfar að skipulagsmálum, hönnun og eftirliti með byggingum hjá sveitarfélögum sé ekki starfi sínu vaxið og líti fram hjá þeirri staðreynd að byggingar skuli vera unnar skv. algildri hönnun með aðgengileika í huga. Við sitjum uppi með gamlar byggingar þar sem ekki var gert ráð fyrir hreyfihömluðu fólki, má þar nefna margra hæða lyftulausar blokkir, óupphituð bílastæði eða engin bílastæði fyrir fatlaða og háa kantsteina frá bílastæði upp á gangstétt. Allskonar verslana- og þjónustuhúsnæði að ekki sé minnst á skóla, sem ekki eru hönnuð fyrir hreyfihamlaða nemendur, hreyfihamlaða foreldra né hreyfihamlaða kennara og skólastjórnendur. Þessar byggingar eru vandræðabyggingar í dag og kostnaðarsamt að lagfæra. Það er hinsvegar ekki kostnaðarsamt að byggja eftir algildri hönnun, lögum og reglugerðum það er einfaldlega best fyrir samfélagið í dag og til allrar framtíðar að gert sé ráð fyrir og tekið sé tillit til hreyfihamlaðs fólks. Mismunun á sér margar myndir, það er ekki fallegt að útiloka stóra samfélagshópa með því að svíkjast um að fara að lögum og reglum með sérhagsmuni þeirra getumeiri að leiðarljósi. Við förum nefnilega ekki öll um á fótum og mörg geta alls ekki gengið langar leiðir, þess vegna er 25 metra reglan tilkomin, til að tryggja að hreyfihamlað fólk þurfi að hámarki að fara 25 metra frá bílastæði að inngangi. Þess vegna er tilgreint í byggingareglugerð að halli gangbrautar í hæðarmismunar skuli vera 1:20 og að við hverja 60 cm hæðaraukningu skuli vera hvíldarpallur. Sjálfsbjörg vill árétta að markmið reglugerðar 112/2012 er m.a. ‚,að tryggja aðgengi fyrir alla‘‘. Sjálfsbjörg lsh. skorar á stjórnvöld og skipulagsyfirvöld borgarinnar að standa ekki að mismunun og hunsa hreyfihamlað fólk, heldur virða réttindi borgaranna, lög og reglur og byggja borg þar sem öll geta notið. Aðgengi er forsenda þátttöku og virkni svo einfalt er það! Þuríður Harpa Sigurðardóttir Formaður Sjálfsbjargar landssambands hreyfihamlaðra
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar