Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Kjartan Kjartansson skrifar 28. ágúst 2025 13:41 Donald Trump tilnefndi Susan Monarez sem forstöðumann CDC. Innan við mánuði eftir að skipan hennar var staðfest rak hann hana fyrir að standa uppi í hárinu á Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra. AP/J. Scott Applewhite Þrír af æðstu yfirmönnum Sjúkdómavarnamiðstöðvar Bandaríkjanna, einnar fremstu lýðheilsustofnunar í heimi, sögðu af sér eftir að tíðindi um að Hvíta húsið hefði rekið forstöðumann hennar. Sá varar við því að Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðisráðherra, „vopnavæði“ nú lýðheilsu í Bandaríkjunum. Allt varð vitlaust innan stofnunarinnar (CDC) eftir að það spurðist að Susan Monarez, forstöðumaður hennar, hefði verið rekin innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Þrír af æðstu stjórnendum CDC sögðu af sér. Upphaflega var óljóst hvort Monarez hefði verið rekin þar sem lögmenn hennar héldu því fram að hún hefði hvorki sagt af sér né fengið formlega tilkynningu um brottrekstur. Hvíta húsið staðfesti síðar að Monarez hefði verið rekin vegna þess að hún hefði fylgt stefnu forsetans. Lögmenn Monarez segja aftur á móti að hún hafi verið rekin fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar tilskipanir“ og að reka sérfræðinga stofnuna án raka. „Þetta snýst ekki um einn embættismann. Þetta snýst um kerfisbundna eyðileggingu á lýðheilsustofnunum, um að þagga niður í sérfræðingum og að blanda pólitík í vísindin á hættulegan hátt,“ sögðu lögmennirnir. Á eftir að leiða til „dauða og örkumlunar“ New York Times heldur því fram að Monarez og Kennedy hafi greint á um stefnu um bóluefni. Kennedy var alræmdur dreifari samsæriskenninga bóluefna áður en Donald Trump skipaði hann heilbrigðisráðherra. Hann hefur í embætti grafið undan bóluefnum, meðal annars með því að reka utanaðkomandi ráðgjafaráð sérfræðinga um bólusetningar og skipa það í staðinn viðhlæjendum sínum. Kennedy og undirsáti hans eru sagðir hafa þrýst á Monarez að segja af sér en hún hafi þvertekið fyrir það. Trump hafi því ákveðið að reka hana sjálfur. Í afsagnarbréfi sínu vegna brottrekstrar Monarez skrifaði Demetra Daskalakis, yfirmaður bólusetninga- og öndunarfærasjúkdómamiðstöðvar CDC, að fólk sem hefði vafasaman ásetning og enn vafasamari nálgun á vísindum hefði verið sett yfir bólusetningarstefnu stjórnvalda. Monarez hefði verið ýtt til hliðar og hendur hennar bundnar af „gerræðislegum leiðtoga“. „Þrá þeirra eftir að þjónka við pólitískt bakland sitt á eftir að leiða til dauðsfalla og örkumlunar viðkvæmra barna og fullorðinna,“ skrifaði Daskalakis sem sagðist ekki geta gegnt stöðu sinni við slíkar aðstæður. Þá varaði Debra Houry, yfirlæknir stofnunarinnar, við vaxandi upplýsingafalsi um bóluefni í bréfi sem hún skrifaði við afsögn sína. Harmaði hún einnig stórfelldan niðurskurð og uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar. Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32 Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Allt varð vitlaust innan stofnunarinnar (CDC) eftir að það spurðist að Susan Monarez, forstöðumaður hennar, hefði verið rekin innan við mánuði eftir að Bandaríkjaþing staðfesti skipan hennar í embættið. Þrír af æðstu stjórnendum CDC sögðu af sér. Upphaflega var óljóst hvort Monarez hefði verið rekin þar sem lögmenn hennar héldu því fram að hún hefði hvorki sagt af sér né fengið formlega tilkynningu um brottrekstur. Hvíta húsið staðfesti síðar að Monarez hefði verið rekin vegna þess að hún hefði fylgt stefnu forsetans. Lögmenn Monarez segja aftur á móti að hún hafi verið rekin fyrir að neita að samþykkja gagnrýnislaust „óvísindalegar og glæfralegar tilskipanir“ og að reka sérfræðinga stofnuna án raka. „Þetta snýst ekki um einn embættismann. Þetta snýst um kerfisbundna eyðileggingu á lýðheilsustofnunum, um að þagga niður í sérfræðingum og að blanda pólitík í vísindin á hættulegan hátt,“ sögðu lögmennirnir. Á eftir að leiða til „dauða og örkumlunar“ New York Times heldur því fram að Monarez og Kennedy hafi greint á um stefnu um bóluefni. Kennedy var alræmdur dreifari samsæriskenninga bóluefna áður en Donald Trump skipaði hann heilbrigðisráðherra. Hann hefur í embætti grafið undan bóluefnum, meðal annars með því að reka utanaðkomandi ráðgjafaráð sérfræðinga um bólusetningar og skipa það í staðinn viðhlæjendum sínum. Kennedy og undirsáti hans eru sagðir hafa þrýst á Monarez að segja af sér en hún hafi þvertekið fyrir það. Trump hafi því ákveðið að reka hana sjálfur. Í afsagnarbréfi sínu vegna brottrekstrar Monarez skrifaði Demetra Daskalakis, yfirmaður bólusetninga- og öndunarfærasjúkdómamiðstöðvar CDC, að fólk sem hefði vafasaman ásetning og enn vafasamari nálgun á vísindum hefði verið sett yfir bólusetningarstefnu stjórnvalda. Monarez hefði verið ýtt til hliðar og hendur hennar bundnar af „gerræðislegum leiðtoga“. „Þrá þeirra eftir að þjónka við pólitískt bakland sitt á eftir að leiða til dauðsfalla og örkumlunar viðkvæmra barna og fullorðinna,“ skrifaði Daskalakis sem sagðist ekki geta gegnt stöðu sinni við slíkar aðstæður. Þá varaði Debra Houry, yfirlæknir stofnunarinnar, við vaxandi upplýsingafalsi um bóluefni í bréfi sem hún skrifaði við afsögn sína. Harmaði hún einnig stórfelldan niðurskurð og uppsagnir á starfsfólki stofnunarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32 Mest lesið Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Fleiri fréttir Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore Sjá meira
Vísuðu til rannsókna sem voru ekki til í „heimsklassa“ skýrslu Robert F. Kennnedy yngri, heilbrigðisráðherra Bandaríkjanna, gaf á dögunum út skýrslu þar sem farið var hörðum orðum um framleiðslu matvæla í Bandaríkjunum og lyfjamarkað landsins. Skýrslan, sem bar nafnið „Make Amercia Healthy Again“ hefur þó verið harðlega gagnrýnd eftir að í ljós kom að hún vísar í nokkrum tilfellum í rannsóknir sem voru aldrei framkvæmdar. 30. maí 2025 12:32