Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar 28. ágúst 2025 10:30 Fyrir 15 árum komu um 7500 börn á Gaza saman og settu heimsmet í að drippla körfuboltum. Í frétt um metið kom fram að það hefði verið ætlað til að veita börnum á Gaza von þrátt fyrir erfiðleika og umsátur. Í dag má gera ráð fyrir að einhver þessara 7500 barna – sem nú hefðu átt að vera fullorðin – séu látin, enn fleiri þeirra særð og enn fleiri á vergangi og sveltandi af mannavöldum. Í dag falla nú trúlega fleiri skothylki til jarðar á Gaza en körfuboltar. Það eru líka aðeins nokkrir dagar síðan Ísraelsher drap fyrrverandi landsliðsmann Palestínu í körfubolta. Hann eins og fleiri var skotinn til bana á hjálparstöð þar sem hann reyndi að nálgast mat og lyf fyrir börnin sín sex. Í tilkynningu frá Ólympíunefnd Palestínu segir að ung dóttir hans glími við nýrnabilun og blóðeitrun - og nú til viðbótar föðurmissi. Þetta er ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem Ísraelsher drepur. Hann er einn af a.m.k. hundruðum íþróttamanna sem liggja í valnum. Þess utan hafa íþróttahús verið eyðilögð og íþróttavellir umbreyst í flóttamannabúðir. Þegar svo er komið er erfitt fyrir vannærð börn að eiga landsliðsdrauma. Forsætisráðherra Íslands hefur réttilega sagt að Ísrael sé að fremja þjóðernishreinsanir á Gaza og margir hafa bent á að þar sé framið þjóðarmorð. Samt er það svo að í dag standa Ísland og Ísrael hlið við hlið á körfuboltavellinum og etja saman kappi eins og ekkert sé eðlilegra. En það er ekki eðlilegt. Það er hluti af þeirri alheimsmeðvirkni sem þjóðarmorðið á Gaza fær þrifist í. Ríkisstjórn Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) höfðu tækifæri til að rísa upp úr þessari meðvirkni en kusu að gera það ekki. Í siðareglum stjórnarmanna KKÍ segir að þeir skuli stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik. Ákvæðið er ekki bundið við landssvæði. Það gildir jafnt um börn og íþróttamenn á Gaza eins og aðra. Þetta hefðu stjórnarmenn KKÍ mátt hafa í huga þegar þeir ákváðu að Ísland tæki þátt í Evrópumóti með Ísrael á sama tíma og Ísrael sundurtætir tækifæri fólks á Gaza til þátttöku í körfubolta. Ríki sem ræðst með þjóðarmorði á nágranna sína og sviptir aðra með vopnavaldi öllum möguleikum á að taka þátt í íþróttum, ætti sjálft að glata réttinum til að taka þátt í alþjóðlegum íþróttamótum. Að minnsta kosti þar til það lætur af slíkum voðaverkum. Ef það er ekki grunnregla þegar gengið er til leiks, þá er ef til vill betra að gefa leikinn. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Fyrir 15 árum komu um 7500 börn á Gaza saman og settu heimsmet í að drippla körfuboltum. Í frétt um metið kom fram að það hefði verið ætlað til að veita börnum á Gaza von þrátt fyrir erfiðleika og umsátur. Í dag má gera ráð fyrir að einhver þessara 7500 barna – sem nú hefðu átt að vera fullorðin – séu látin, enn fleiri þeirra særð og enn fleiri á vergangi og sveltandi af mannavöldum. Í dag falla nú trúlega fleiri skothylki til jarðar á Gaza en körfuboltar. Það eru líka aðeins nokkrir dagar síðan Ísraelsher drap fyrrverandi landsliðsmann Palestínu í körfubolta. Hann eins og fleiri var skotinn til bana á hjálparstöð þar sem hann reyndi að nálgast mat og lyf fyrir börnin sín sex. Í tilkynningu frá Ólympíunefnd Palestínu segir að ung dóttir hans glími við nýrnabilun og blóðeitrun - og nú til viðbótar föðurmissi. Þetta er ekki fyrsti íþróttamaðurinn sem Ísraelsher drepur. Hann er einn af a.m.k. hundruðum íþróttamanna sem liggja í valnum. Þess utan hafa íþróttahús verið eyðilögð og íþróttavellir umbreyst í flóttamannabúðir. Þegar svo er komið er erfitt fyrir vannærð börn að eiga landsliðsdrauma. Forsætisráðherra Íslands hefur réttilega sagt að Ísrael sé að fremja þjóðernishreinsanir á Gaza og margir hafa bent á að þar sé framið þjóðarmorð. Samt er það svo að í dag standa Ísland og Ísrael hlið við hlið á körfuboltavellinum og etja saman kappi eins og ekkert sé eðlilegra. En það er ekki eðlilegt. Það er hluti af þeirri alheimsmeðvirkni sem þjóðarmorðið á Gaza fær þrifist í. Ríkisstjórn Íslands og Körfuknattleikssamband Íslands (KKÍ) höfðu tækifæri til að rísa upp úr þessari meðvirkni en kusu að gera það ekki. Í siðareglum stjórnarmanna KKÍ segir að þeir skuli stuðla að jöfnum tækifærum allra til þátttöku í körfuknattleik. Ákvæðið er ekki bundið við landssvæði. Það gildir jafnt um börn og íþróttamenn á Gaza eins og aðra. Þetta hefðu stjórnarmenn KKÍ mátt hafa í huga þegar þeir ákváðu að Ísland tæki þátt í Evrópumóti með Ísrael á sama tíma og Ísrael sundurtætir tækifæri fólks á Gaza til þátttöku í körfubolta. Ríki sem ræðst með þjóðarmorði á nágranna sína og sviptir aðra með vopnavaldi öllum möguleikum á að taka þátt í íþróttum, ætti sjálft að glata réttinum til að taka þátt í alþjóðlegum íþróttamótum. Að minnsta kosti þar til það lætur af slíkum voðaverkum. Ef það er ekki grunnregla þegar gengið er til leiks, þá er ef til vill betra að gefa leikinn. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar