Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. ágúst 2025 15:10 Eyjólfur Ármannsson lauk hringferð sinni um landið á Hótel Héraði í gærkvöldi. Hér er hann á leið til fundar við forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Seyðfirðingar supu margir hveljur á opnum fundi með innviðaráðherra á Egilsstöðum í gærkvöldi. Fullhönnuð Fjarðarheiðargöng virðast orðin völt í sessi og málin myndu ekki skýrast fyrr en í október eða nóvember. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mælir fyrir nýrri samgönguáætlun í október eða nóvember. Hann hefur verið á ferð um landið og hitti fyrir íbúa á Austfjörðum á Hótel Héraði í gærkvöldi. Austurfrétt greinir frá og segir ráðherrann ekki hafa gefið nein lofoð um forgangsröðun jarðganga. Nú væri til skoðunar í ráðuneytinu hvort rétt væri að ráðast í Fjarðagöng á milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar á undan Fjarðarheiðagöngum milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Eyjólfur bar meðal annars saman Fjarðarheiðargöng, sem talin eru myndu kosta um sextíu milljarða króna, og bar saman við Dýrafjarðargöng sem eru þrír kílómetrar og kostuðu tólf milljarða. Þá ræddi hann mögulega Fjarðagöng sem myndu skapa hringleið, gera allt svæðið að samþættu atvinnu- og þjónustusvæði auk þess að tengja Fljótsdalshérað betur við sjúkrahúsið í Neskaupstað. Í umfjöllun Austurfréttar kemur fram að orð ráðherra hafi fallið í grýttan jarðveg Seyðfirðinga sem spurðu ráðherra ítrekað hvað kæmi í veg fyrir að ráðist yrði í Fjarðaraheiðargöng, einu fullhönnuðu jarðgöngin á Íslandi, sem teldust tilbúin til útboðs. Eyjólfur sagðist meðal annars ekki bera ábyrgð á loforðum fyrri ríkisstjórnar. Engin samgönguáætlun hefði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili á þinginu. Þá minnti hann á að mikill meirihluti landsmanna byggi á milli Hvítánna og uppi væri mikil krafa um innviðauppbyggingu um allt land. Til stæði að auka útgjöld til vegamála úr 0,6 prósentum í eitt prósent. „Ég vonast til að landsmenn upplifi að sleginn er nýr tónn og kraftur í samgöngumálum,“ sagði Eyjólfur að því er fram kemur í umfjöllun Austurfréttar. Allt uppi á borðinu Eyjólfur ræddi stöðu jarðgangna og samgöngumál almennt í fréttum Sýnar í janúar þegar hann var nýskipaður innviðaráðherra. Hann var meðal annars spurður út í Fjarðarheiðargöng þá og vildi lítið gefa uppi. „Það mun bara koma í ljós í haust. Ég mun mæla fyrir nýrri samgönguáætlun í haust. Við erum að vinna í endurskoðun núna. Ég er óbundinn af fyrri áætlun. Þetta er endurskoðun á áætluninni og þá munum við fara í þá vinnu,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði þá einnig opið að velja annan jarðgangakost á Austfjörðum. „Það er allt uppi á borðinu. Allt uppi á borðinu hvað þetta varðar. Ég hef heyrt þessa umræðu. Það eru mikilvæg jarðgöng fyrir austan. Líka fyrir vestan og norðan. Þannig að þetta á bara allt eftir að koma í ljós hver forgangsröðunin verður. Ég veit að það er stóra málið,“ sagði ráðherra samgöngumála í janúar. Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra mælir fyrir nýrri samgönguáætlun í október eða nóvember. Hann hefur verið á ferð um landið og hitti fyrir íbúa á Austfjörðum á Hótel Héraði í gærkvöldi. Austurfrétt greinir frá og segir ráðherrann ekki hafa gefið nein lofoð um forgangsröðun jarðganga. Nú væri til skoðunar í ráðuneytinu hvort rétt væri að ráðast í Fjarðagöng á milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar á undan Fjarðarheiðagöngum milli Seyðisfjarðar og Héraðs. Eyjólfur bar meðal annars saman Fjarðarheiðargöng, sem talin eru myndu kosta um sextíu milljarða króna, og bar saman við Dýrafjarðargöng sem eru þrír kílómetrar og kostuðu tólf milljarða. Þá ræddi hann mögulega Fjarðagöng sem myndu skapa hringleið, gera allt svæðið að samþættu atvinnu- og þjónustusvæði auk þess að tengja Fljótsdalshérað betur við sjúkrahúsið í Neskaupstað. Í umfjöllun Austurfréttar kemur fram að orð ráðherra hafi fallið í grýttan jarðveg Seyðfirðinga sem spurðu ráðherra ítrekað hvað kæmi í veg fyrir að ráðist yrði í Fjarðaraheiðargöng, einu fullhönnuðu jarðgöngin á Íslandi, sem teldust tilbúin til útboðs. Eyjólfur sagðist meðal annars ekki bera ábyrgð á loforðum fyrri ríkisstjórnar. Engin samgönguáætlun hefði verið samþykkt á síðasta kjörtímabili á þinginu. Þá minnti hann á að mikill meirihluti landsmanna byggi á milli Hvítánna og uppi væri mikil krafa um innviðauppbyggingu um allt land. Til stæði að auka útgjöld til vegamála úr 0,6 prósentum í eitt prósent. „Ég vonast til að landsmenn upplifi að sleginn er nýr tónn og kraftur í samgöngumálum,“ sagði Eyjólfur að því er fram kemur í umfjöllun Austurfréttar. Allt uppi á borðinu Eyjólfur ræddi stöðu jarðgangna og samgöngumál almennt í fréttum Sýnar í janúar þegar hann var nýskipaður innviðaráðherra. Hann var meðal annars spurður út í Fjarðarheiðargöng þá og vildi lítið gefa uppi. „Það mun bara koma í ljós í haust. Ég mun mæla fyrir nýrri samgönguáætlun í haust. Við erum að vinna í endurskoðun núna. Ég er óbundinn af fyrri áætlun. Þetta er endurskoðun á áætluninni og þá munum við fara í þá vinnu,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði þá einnig opið að velja annan jarðgangakost á Austfjörðum. „Það er allt uppi á borðinu. Allt uppi á borðinu hvað þetta varðar. Ég hef heyrt þessa umræðu. Það eru mikilvæg jarðgöng fyrir austan. Líka fyrir vestan og norðan. Þannig að þetta á bara allt eftir að koma í ljós hver forgangsröðunin verður. Ég veit að það er stóra málið,“ sagði ráðherra samgöngumála í janúar.
Jarðgöng á Íslandi Múlaþing Samgöngur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Tengdar fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45 Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Þrátt fyrir ákvæði stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um að rjúfa kyrrstöðu í jarðgangagerð eru engin framlög í nýsamþykktri fjármálaáætlun Alþingis til að hefja borun jarðganga á kjörtímabilinu, en aðeins óljós áform reifuð um stofnun innviðafélags. 29. júlí 2025 21:45
Segir nýja forgangsröðun jarðganga uppi á borðinu Nýr samgönguráðherra boðar kraftmikla vegagerð í landinu, en þó ekki fyrr en búið verður að ná niður verðbólgu og vöxtum. Ráðherrann segir að ný forgangsröðun jarðganga sé uppi á borðinu. 30. janúar 2025 21:21