Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael Valur Páll Eiríksson skrifar 27. ágúst 2025 16:45 Elvar Már Friðriksson segir synd að fyrsti leikur á stórmóti í átta ár sé við Ísrael. Hvað ísraelska liðið varðar henti það því íslenska ágætlega. Vísir/Hulda Margrét „Við höfum beðið lengi eftir þessu. Síðustu fimm eða sex mánuðir hafa farið í undirbúning fyrir þetta augnablik. Það er kominn fiðringur í magann,“ segir Elvar Már Friðriksson, landsliðsmaður í körfubolta, í aðdraganda fyrsta leik Íslands á EM sem er við Ísrael á morgun. „Við höfum tekið skref upp á við í hverjum einasta leik og ég held við séum orðnir klárir núna eftir góðan undirbúning,“ segir Elvar en liðið hefur verið saman í allt sumar við undirbúning. Klippa: Von á skipulagðri óreiðu Ísrael er andstæðingur morgundagsins. Töluverð óánægja ríkir víða vegna þátttöku liðsins á mótinu í ljósi ítrekaðra árása Ísraels á Gasa. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins á leiknum sem KKÍ hefur ekki í hyggju. Þó hefur sambandið kallað eftir brottreksti Ísraela af mótinu, samkvæmt framkvæmdastjóra þess. Setur það skugga á leikinn að hann sé við Ísrael? „Já, algjörlega. Það tekur athyglina af körfuboltalegu hliðinni. En það er eitthvað sem við megum alls ekki einblína á. Við þurfum að fókusa á okkur sjálfa. Við stjórnum því ekki á móti hverjum við spilum. Við stjórnum því sem við getum stjórnað. Fleira getum við ekki gert,“ segir Elvar. Hvað ísraelska liðið varðar segir Elvar það vera andstæðing sem geti hentað íslenska liðinu nokkuð vel. Stefnan sé að vinna leik á Evrópumóti í fyrsta sinn. „Ég býst við svolítið hröðum leik. Þeir eru óhefðbundnara lið en þetta týpíska evrópska lið sem vill spila á hálfum velli. Þeir eru hraðir og ófyrirsjáanlegir, svipað og við. En svo er ein stórstjarna þarna sem er mikið með boltann í höndunum og vill ráðast á körfuna. Það mun taka góðan liðsvarnarleik að hægja á honum. Þetta verður krefjandi verkefni en ég hef fulla trú á að við munum vinna þá,“ „Það hentar okkur mjög vel að vera í skipulagðri óreiðu og hleypa hraðanum upp. Ég held að við séum betri en þeir í þeim leik,“ segir Elvar. Viðtalið má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Ísrael fer fram klukkan 12:00 á morgun og verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál fram að leik. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju EM í körfubolta, EuroBasket, hefst á morgun og fyrsti þáttur af EM í dag er lentur frá Katowice. 27. ágúst 2025 15:16 Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Ægir Þór Steinarsson er spenntur fyrir fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í körfubolta í Katowice í Póllandi á morgun. Að leikurinn sé við Ísrael hefur lítil áhrif á leikmenn liðsins. 27. ágúst 2025 22:30 „Þetta var sjokk fyrir hann“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segir leikmenn liðsins sjaldan, eða jafnvel aldrei, hafa verið eins vel undirbúna og þeir eru fyrir komandi Evrópumót sem hefst í dag. Ísland mætir Ísrael klukkan tólf. 28. ágúst 2025 07:32 „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ „Það er fiðringur og þetta er frábært. Þetta er að kikka inn núna eftir mikinn aðdraganda og bið. Það er loksins komið að þessu og partíið er að byrja,“ sagði spenntur Martin Hermannsson á hóteli körfuboltalandsliðsins í Katowice í gær. 28. ágúst 2025 08:31 „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Meiðsli Hauks Helga Pálssonar munu hafa mikil áhrif á leik íslenska landsliðsins á EM í körfubolta, að mati Sigurðar Péturssonar og Ólafs Ólafssonar. Þeir segja landsliðshópinn heldur lágvaxinn en eru vissir um að liðið bæti upp fyrir það með öðrum hætti. 27. ágúst 2025 17:17 Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Íslenska körfuboltalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í hádeginu á morgun þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi. 27. ágúst 2025 23:18 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
„Við höfum tekið skref upp á við í hverjum einasta leik og ég held við séum orðnir klárir núna eftir góðan undirbúning,“ segir Elvar en liðið hefur verið saman í allt sumar við undirbúning. Klippa: Von á skipulagðri óreiðu Ísrael er andstæðingur morgundagsins. Töluverð óánægja ríkir víða vegna þátttöku liðsins á mótinu í ljósi ítrekaðra árása Ísraels á Gasa. Kallað hefur verið eftir sniðgöngu íslenska liðsins á leiknum sem KKÍ hefur ekki í hyggju. Þó hefur sambandið kallað eftir brottreksti Ísraela af mótinu, samkvæmt framkvæmdastjóra þess. Setur það skugga á leikinn að hann sé við Ísrael? „Já, algjörlega. Það tekur athyglina af körfuboltalegu hliðinni. En það er eitthvað sem við megum alls ekki einblína á. Við þurfum að fókusa á okkur sjálfa. Við stjórnum því ekki á móti hverjum við spilum. Við stjórnum því sem við getum stjórnað. Fleira getum við ekki gert,“ segir Elvar. Hvað ísraelska liðið varðar segir Elvar það vera andstæðing sem geti hentað íslenska liðinu nokkuð vel. Stefnan sé að vinna leik á Evrópumóti í fyrsta sinn. „Ég býst við svolítið hröðum leik. Þeir eru óhefðbundnara lið en þetta týpíska evrópska lið sem vill spila á hálfum velli. Þeir eru hraðir og ófyrirsjáanlegir, svipað og við. En svo er ein stórstjarna þarna sem er mikið með boltann í höndunum og vill ráðast á körfuna. Það mun taka góðan liðsvarnarleik að hægja á honum. Þetta verður krefjandi verkefni en ég hef fulla trú á að við munum vinna þá,“ „Það hentar okkur mjög vel að vera í skipulagðri óreiðu og hleypa hraðanum upp. Ég held að við séum betri en þeir í þeim leik,“ segir Elvar. Viðtalið má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Ísrael fer fram klukkan 12:00 á morgun og verður lýst í beinni textalýsingu á Vísi. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál fram að leik.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Tengdar fréttir EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju EM í körfubolta, EuroBasket, hefst á morgun og fyrsti þáttur af EM í dag er lentur frá Katowice. 27. ágúst 2025 15:16 Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Ægir Þór Steinarsson er spenntur fyrir fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í körfubolta í Katowice í Póllandi á morgun. Að leikurinn sé við Ísrael hefur lítil áhrif á leikmenn liðsins. 27. ágúst 2025 22:30 „Þetta var sjokk fyrir hann“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segir leikmenn liðsins sjaldan, eða jafnvel aldrei, hafa verið eins vel undirbúna og þeir eru fyrir komandi Evrópumót sem hefst í dag. Ísland mætir Ísrael klukkan tólf. 28. ágúst 2025 07:32 „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ „Það er fiðringur og þetta er frábært. Þetta er að kikka inn núna eftir mikinn aðdraganda og bið. Það er loksins komið að þessu og partíið er að byrja,“ sagði spenntur Martin Hermannsson á hóteli körfuboltalandsliðsins í Katowice í gær. 28. ágúst 2025 08:31 „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Meiðsli Hauks Helga Pálssonar munu hafa mikil áhrif á leik íslenska landsliðsins á EM í körfubolta, að mati Sigurðar Péturssonar og Ólafs Ólafssonar. Þeir segja landsliðshópinn heldur lágvaxinn en eru vissir um að liðið bæti upp fyrir það með öðrum hætti. 27. ágúst 2025 17:17 Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Íslenska körfuboltalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í hádeginu á morgun þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi. 27. ágúst 2025 23:18 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Sjá meira
EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju EM í körfubolta, EuroBasket, hefst á morgun og fyrsti þáttur af EM í dag er lentur frá Katowice. 27. ágúst 2025 15:16
Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Ægir Þór Steinarsson er spenntur fyrir fyrsta leik Íslands á Evrópumótinu í körfubolta í Katowice í Póllandi á morgun. Að leikurinn sé við Ísrael hefur lítil áhrif á leikmenn liðsins. 27. ágúst 2025 22:30
„Þetta var sjokk fyrir hann“ Craig Pedersen, landsliðsþjálfari karla í körfubolta, segir leikmenn liðsins sjaldan, eða jafnvel aldrei, hafa verið eins vel undirbúna og þeir eru fyrir komandi Evrópumót sem hefst í dag. Ísland mætir Ísrael klukkan tólf. 28. ágúst 2025 07:32
„Við erum bara að hugsa um körfubolta“ „Það er fiðringur og þetta er frábært. Þetta er að kikka inn núna eftir mikinn aðdraganda og bið. Það er loksins komið að þessu og partíið er að byrja,“ sagði spenntur Martin Hermannsson á hóteli körfuboltalandsliðsins í Katowice í gær. 28. ágúst 2025 08:31
„Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Meiðsli Hauks Helga Pálssonar munu hafa mikil áhrif á leik íslenska landsliðsins á EM í körfubolta, að mati Sigurðar Péturssonar og Ólafs Ólafssonar. Þeir segja landsliðshópinn heldur lágvaxinn en eru vissir um að liðið bæti upp fyrir það með öðrum hætti. 27. ágúst 2025 17:17
Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Íslenska körfuboltalandsliðið hefur leik á Evrópumótinu í hádeginu á morgun þegar liðið mætir Ísrael í Katowice í Póllandi. 27. ágúst 2025 23:18