„Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2025 11:03 Steven Caulker ásamt Jökli Elísabetarsyni, þjálfara Stjörnunnar. Caulker er spilandi aðstoðarmaður Jökuls. stjarnan Ólafur Kristjánsson, sérfræðingur Stúkunnar, segir að Steven Caulker hafi haft góð áhrif á lið Stjörnunnar. Caulker hefur spilað síðustu fjóra leiki Stjörnumanna en í þeim hafa þeir fengið tíu stig af tólf mögulegum. Stjarnan er sex stigum á eftir toppliði Vals í Bestu deild karla. Stjarnan sigraði KR, 1-2, á mánudaginn og Ólafur hreifst af frammistöðu Caulkers í leiknum á Meistaravöllum. „Mér finnst hafa gefið Stjörnuliðinu varnarleik með stóru vaffi. Hvernig get ég útskýrt það? Það var á köflum í gær [í fyrradag] að mér leið eins og KR væri ekkert endilega að fara að skora á Stjörnuna,“ sagði Ólafur í Stúkunni í gær. „Það var ákveðin festa, stýring sem við höfum aðeins séð skorta á hjá Stjörnunni. Gummi [Guðmundur Kristjánsson] getur spilað sinn einstaklingsvarnarleik, dottið inn í samspilið með Caulker og það var þéttur bragur á varnarleiknum.“ Klippa: Stúkan - umræða um Steven Caulker Ólafur segir að það henti Caulker vel þegar Stjarnan er frekar aftarlega á vellinum. „Þegar þeir spila varnarleikinn eins og þeir spiluðu að megninu til í gær [í fyrradag], aftarlega þar sem hann getur verið að stuða upp í svæðið fyrir framan sig, vinna skallabolta, dekka og stýra, þá er hann öflugur. Hvernig hann er á stærra svæði að verjast, eigum við eftir að sjá; þegar þeir eru að fikra sig framar og fá á sig skyndisóknir,“ sagði Ólafur. „En Caulker hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar.“ Caulker hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars leikið með Tottenham og Liverpool. Hann skoraði í sínum eina landsleik fyrir England 2012 en hefur frá 2022 leikið með landsliði Síerra Leóne. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í fótbolta, spilar ekki meira með Val á þessari leiktíð eftir að hafa slitið hásin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Stúkumenn ræddu um hvað Valsmenn gætu gert án Danans. 27. ágúst 2025 09:04 Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Stjarnan sigraði KR 2-1 á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Stjarnan var hreint út sagt þó ekki sannfærandi með frammistöðu sinni í dag. 25. ágúst 2025 20:56 Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Stjarnan sigraði KR á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar eftir föst leikatriði. 25. ágúst 2025 20:37 Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri á KR í Vesturbænum í kvöld þegar liðið mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Stjarnan er fyrir vikið aðeins þremur stigum á eftir toppliði Vals en þetta var þriðji deildarsigur Garðabæjarliðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. 25. ágúst 2025 20:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira
Caulker hefur spilað síðustu fjóra leiki Stjörnumanna en í þeim hafa þeir fengið tíu stig af tólf mögulegum. Stjarnan er sex stigum á eftir toppliði Vals í Bestu deild karla. Stjarnan sigraði KR, 1-2, á mánudaginn og Ólafur hreifst af frammistöðu Caulkers í leiknum á Meistaravöllum. „Mér finnst hafa gefið Stjörnuliðinu varnarleik með stóru vaffi. Hvernig get ég útskýrt það? Það var á köflum í gær [í fyrradag] að mér leið eins og KR væri ekkert endilega að fara að skora á Stjörnuna,“ sagði Ólafur í Stúkunni í gær. „Það var ákveðin festa, stýring sem við höfum aðeins séð skorta á hjá Stjörnunni. Gummi [Guðmundur Kristjánsson] getur spilað sinn einstaklingsvarnarleik, dottið inn í samspilið með Caulker og það var þéttur bragur á varnarleiknum.“ Klippa: Stúkan - umræða um Steven Caulker Ólafur segir að það henti Caulker vel þegar Stjarnan er frekar aftarlega á vellinum. „Þegar þeir spila varnarleikinn eins og þeir spiluðu að megninu til í gær [í fyrradag], aftarlega þar sem hann getur verið að stuða upp í svæðið fyrir framan sig, vinna skallabolta, dekka og stýra, þá er hann öflugur. Hvernig hann er á stærra svæði að verjast, eigum við eftir að sjá; þegar þeir eru að fikra sig framar og fá á sig skyndisóknir,“ sagði Ólafur. „En Caulker hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar.“ Caulker hefur komið víða við á ferlinum og meðal annars leikið með Tottenham og Liverpool. Hann skoraði í sínum eina landsleik fyrir England 2012 en hefur frá 2022 leikið með landsliði Síerra Leóne. Innslagið úr Stúkunni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stjarnan Stúkan Tengdar fréttir „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í fótbolta, spilar ekki meira með Val á þessari leiktíð eftir að hafa slitið hásin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Stúkumenn ræddu um hvað Valsmenn gætu gert án Danans. 27. ágúst 2025 09:04 Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Stjarnan sigraði KR 2-1 á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Stjarnan var hreint út sagt þó ekki sannfærandi með frammistöðu sinni í dag. 25. ágúst 2025 20:56 Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Stjarnan sigraði KR á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar eftir föst leikatriði. 25. ágúst 2025 20:37 Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri á KR í Vesturbænum í kvöld þegar liðið mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Stjarnan er fyrir vikið aðeins þremur stigum á eftir toppliði Vals en þetta var þriðji deildarsigur Garðabæjarliðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. 25. ágúst 2025 20:00 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Sjá meira
„Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður í sögu efstu deildar í fótbolta, spilar ekki meira með Val á þessari leiktíð eftir að hafa slitið hásin í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Stúkumenn ræddu um hvað Valsmenn gætu gert án Danans. 27. ágúst 2025 09:04
Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Stjarnan sigraði KR 2-1 á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Stjarnan var hreint út sagt þó ekki sannfærandi með frammistöðu sinni í dag. 25. ágúst 2025 20:56
Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Stjarnan sigraði KR á Meistaravöllum í 20. umferð Bestu deildar karla í dag. Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar eftir föst leikatriði. 25. ágúst 2025 20:37
Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri á KR í Vesturbænum í kvöld þegar liðið mættust í Bestu deild karla í fótbolta. Stjarnan er fyrir vikið aðeins þremur stigum á eftir toppliði Vals en þetta var þriðji deildarsigur Garðabæjarliðsins í röð og sá fjórði í síðustu fimm leikjum. 25. ágúst 2025 20:00