Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson og Sigurður Guðjónsson skrifa 27. ágúst 2025 10:01 Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Vatnatilskipun Evrópu var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála en tilskipunin tók gildi í Evrópu árið 2000. Tilskipuninni er ætlað að tryggja verndun vatns og gæði þess og nær til alls vatns þ.e. bæði þess sem rennur á yfirborði og neðan jarðar (yfirborðsvatns og grunnvatns). Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildið á Íslandi árið 2011 hefur framkvæmd þeirra gengið hægt. Fyrsta vatnaáætlun stjórnvalda leit fyrst dagsins ljós vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Vatnaáætlun er áætlun stjórnvalda til 6 ára í senn og fjallar um ástand vatns og forgangsröðun aðgerða til að bæta ástand þess ef þörf er á. Þá fylgja vatnáætlun aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun, þ.e. hvernig stjórnvöld hyggjast tryggja bætt vatnsgæði og vakta árangurinn. Þó að Umhverfis- og orkustofnun fari með stjórnsýslu vatnamála er það á ábyrgð þeirra sem nýta vatnsauðlinda að ganga vel um hana, koma í veg fyrir að ástand vatns hnigni og bæta úr hafi svo farið. Grunneining sem unnið er með í stjórn vatnamála er svokallað „vatnshlot“ (e. water body). Slík grunneining getur til dæmis verið stöðuvatn eða tiltekinn hluti ár. Búið er að skilgreina vatnhlot fyrir allt Ísland og eru þau rúmlega 2.700 hér á landi, í strandsjó, árósum, ám og stöðuvötnum og svo í grunnvatni. Flest vatnshlot hér á landi eru náttúruleg en ef þeim hefur verið breytt verulega vegna framkvæmda flokkast þau sem mikið breytt eða manngerð. Forvirk vinna í vatnamálum Landsvirkjun vinnur markvisst að því að standast þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í lögum um stjórn vatnamála þrátt fyrir að stjórnvöld séu enn að vinna að framkvæmd/innleiðingu laganna. Við höfum fengið til ráðgjafar vísindafólk á þessu sviði, en einnig átt gott samstarf við stjórnvöld. Talsverð vinna var í þessu fólgin og hefur hún staðið yfir í nokkur ár. Eitt af fyrstu verkefnunum var að þýða á íslensku og staðfæra leiðbeiningarit vatnatilskipunar er snúa að virkjuðum vötnum. Hafa ritin verið samþykkt af Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) og gefin út í skýrslum sem eru aðgengilegar öllum. Landsvirkjun hefur lengi látið rannsaka og vakta vötn og lífríki þeirra á starfssvæðum fyrirtækisins. Það starf hefur verið góður grunnur allrar vinnu sem snýr að lögum um stjórn vatnamála þegar meta á ástand vatnanna. Gott ástand á starfssvæðum okkar Eitt af grundvallarverkefnum sem tengist lögum um stjórn vatnamála er að þekkja grunnástand vatnshlota. Landsvirkjun hefur, umfram kröfur, ákveðið að gera tillögu að flokkun vatnshlota og metið ástand þeirra. Umhverfis- og orkustofnun staðfestir svo niðurstöður slíkrar vinnu. Hafa vatnshlot á starfssvæðum okkar verið flokkuð samkvæmt viðurkenndum aðferðum vatnatilskipunar í náttúruleg og mikið breytt vatnshlot. Á starfssvæðum okkar eru 135 vatnshlot. Þar af teljast 77 náttúruleg og 58 mikið breytt eða manngerð. Nú þegar höfum við lokið við að meta ástand náttúrulegu vatnshlotanna og eru þau öll í góðu eða mjög góðu ástandi. Næst liggur fyrir að meta ástand eða „vistmegin“ (e. ecological potential) mikið breyttu vatnshlotanna. Þau vatnshlot sem ekki ná þar máli þarf að vinna með áfram. Þá þarf að meta hvaða mögulegar mótvægisaðgerðir koma til greina en í leiðbeiningaritum vatnatilskipunar er að finna upptalningu á slíkum aðgerðum. Náið samstarf þarf að vera við Umhverfis- og orkustofnun í allri þessari vinnu. Við hjá Landsvirkjun erum ánægð með að starf okkar á þessu sviði flýtir fyrir innleiðingu vatnatilskipunarinnar á Íslandi. Við munum kappkosta áfram að öll starfsemi okkar standist kröfur laga um stjórn vatnamála og að Landsvirkjun verði áfram í fararbroddi í umhverfismálum. Ólafur Arnar er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun og Sigurður er sérfræðingur á sömu deild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatn Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Vatnatilskipun Evrópu var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála en tilskipunin tók gildi í Evrópu árið 2000. Tilskipuninni er ætlað að tryggja verndun vatns og gæði þess og nær til alls vatns þ.e. bæði þess sem rennur á yfirborði og neðan jarðar (yfirborðsvatns og grunnvatns). Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildið á Íslandi árið 2011 hefur framkvæmd þeirra gengið hægt. Fyrsta vatnaáætlun stjórnvalda leit fyrst dagsins ljós vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Vatnaáætlun er áætlun stjórnvalda til 6 ára í senn og fjallar um ástand vatns og forgangsröðun aðgerða til að bæta ástand þess ef þörf er á. Þá fylgja vatnáætlun aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun, þ.e. hvernig stjórnvöld hyggjast tryggja bætt vatnsgæði og vakta árangurinn. Þó að Umhverfis- og orkustofnun fari með stjórnsýslu vatnamála er það á ábyrgð þeirra sem nýta vatnsauðlinda að ganga vel um hana, koma í veg fyrir að ástand vatns hnigni og bæta úr hafi svo farið. Grunneining sem unnið er með í stjórn vatnamála er svokallað „vatnshlot“ (e. water body). Slík grunneining getur til dæmis verið stöðuvatn eða tiltekinn hluti ár. Búið er að skilgreina vatnhlot fyrir allt Ísland og eru þau rúmlega 2.700 hér á landi, í strandsjó, árósum, ám og stöðuvötnum og svo í grunnvatni. Flest vatnshlot hér á landi eru náttúruleg en ef þeim hefur verið breytt verulega vegna framkvæmda flokkast þau sem mikið breytt eða manngerð. Forvirk vinna í vatnamálum Landsvirkjun vinnur markvisst að því að standast þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í lögum um stjórn vatnamála þrátt fyrir að stjórnvöld séu enn að vinna að framkvæmd/innleiðingu laganna. Við höfum fengið til ráðgjafar vísindafólk á þessu sviði, en einnig átt gott samstarf við stjórnvöld. Talsverð vinna var í þessu fólgin og hefur hún staðið yfir í nokkur ár. Eitt af fyrstu verkefnunum var að þýða á íslensku og staðfæra leiðbeiningarit vatnatilskipunar er snúa að virkjuðum vötnum. Hafa ritin verið samþykkt af Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) og gefin út í skýrslum sem eru aðgengilegar öllum. Landsvirkjun hefur lengi látið rannsaka og vakta vötn og lífríki þeirra á starfssvæðum fyrirtækisins. Það starf hefur verið góður grunnur allrar vinnu sem snýr að lögum um stjórn vatnamála þegar meta á ástand vatnanna. Gott ástand á starfssvæðum okkar Eitt af grundvallarverkefnum sem tengist lögum um stjórn vatnamála er að þekkja grunnástand vatnshlota. Landsvirkjun hefur, umfram kröfur, ákveðið að gera tillögu að flokkun vatnshlota og metið ástand þeirra. Umhverfis- og orkustofnun staðfestir svo niðurstöður slíkrar vinnu. Hafa vatnshlot á starfssvæðum okkar verið flokkuð samkvæmt viðurkenndum aðferðum vatnatilskipunar í náttúruleg og mikið breytt vatnshlot. Á starfssvæðum okkar eru 135 vatnshlot. Þar af teljast 77 náttúruleg og 58 mikið breytt eða manngerð. Nú þegar höfum við lokið við að meta ástand náttúrulegu vatnshlotanna og eru þau öll í góðu eða mjög góðu ástandi. Næst liggur fyrir að meta ástand eða „vistmegin“ (e. ecological potential) mikið breyttu vatnshlotanna. Þau vatnshlot sem ekki ná þar máli þarf að vinna með áfram. Þá þarf að meta hvaða mögulegar mótvægisaðgerðir koma til greina en í leiðbeiningaritum vatnatilskipunar er að finna upptalningu á slíkum aðgerðum. Náið samstarf þarf að vera við Umhverfis- og orkustofnun í allri þessari vinnu. Við hjá Landsvirkjun erum ánægð með að starf okkar á þessu sviði flýtir fyrir innleiðingu vatnatilskipunarinnar á Íslandi. Við munum kappkosta áfram að öll starfsemi okkar standist kröfur laga um stjórn vatnamála og að Landsvirkjun verði áfram í fararbroddi í umhverfismálum. Ólafur Arnar er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun og Sigurður er sérfræðingur á sömu deild.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun