Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson og Sigurður Guðjónsson skrifa 27. ágúst 2025 10:01 Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Vatnatilskipun Evrópu var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála en tilskipunin tók gildi í Evrópu árið 2000. Tilskipuninni er ætlað að tryggja verndun vatns og gæði þess og nær til alls vatns þ.e. bæði þess sem rennur á yfirborði og neðan jarðar (yfirborðsvatns og grunnvatns). Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildið á Íslandi árið 2011 hefur framkvæmd þeirra gengið hægt. Fyrsta vatnaáætlun stjórnvalda leit fyrst dagsins ljós vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Vatnaáætlun er áætlun stjórnvalda til 6 ára í senn og fjallar um ástand vatns og forgangsröðun aðgerða til að bæta ástand þess ef þörf er á. Þá fylgja vatnáætlun aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun, þ.e. hvernig stjórnvöld hyggjast tryggja bætt vatnsgæði og vakta árangurinn. Þó að Umhverfis- og orkustofnun fari með stjórnsýslu vatnamála er það á ábyrgð þeirra sem nýta vatnsauðlinda að ganga vel um hana, koma í veg fyrir að ástand vatns hnigni og bæta úr hafi svo farið. Grunneining sem unnið er með í stjórn vatnamála er svokallað „vatnshlot“ (e. water body). Slík grunneining getur til dæmis verið stöðuvatn eða tiltekinn hluti ár. Búið er að skilgreina vatnhlot fyrir allt Ísland og eru þau rúmlega 2.700 hér á landi, í strandsjó, árósum, ám og stöðuvötnum og svo í grunnvatni. Flest vatnshlot hér á landi eru náttúruleg en ef þeim hefur verið breytt verulega vegna framkvæmda flokkast þau sem mikið breytt eða manngerð. Forvirk vinna í vatnamálum Landsvirkjun vinnur markvisst að því að standast þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í lögum um stjórn vatnamála þrátt fyrir að stjórnvöld séu enn að vinna að framkvæmd/innleiðingu laganna. Við höfum fengið til ráðgjafar vísindafólk á þessu sviði, en einnig átt gott samstarf við stjórnvöld. Talsverð vinna var í þessu fólgin og hefur hún staðið yfir í nokkur ár. Eitt af fyrstu verkefnunum var að þýða á íslensku og staðfæra leiðbeiningarit vatnatilskipunar er snúa að virkjuðum vötnum. Hafa ritin verið samþykkt af Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) og gefin út í skýrslum sem eru aðgengilegar öllum. Landsvirkjun hefur lengi látið rannsaka og vakta vötn og lífríki þeirra á starfssvæðum fyrirtækisins. Það starf hefur verið góður grunnur allrar vinnu sem snýr að lögum um stjórn vatnamála þegar meta á ástand vatnanna. Gott ástand á starfssvæðum okkar Eitt af grundvallarverkefnum sem tengist lögum um stjórn vatnamála er að þekkja grunnástand vatnshlota. Landsvirkjun hefur, umfram kröfur, ákveðið að gera tillögu að flokkun vatnshlota og metið ástand þeirra. Umhverfis- og orkustofnun staðfestir svo niðurstöður slíkrar vinnu. Hafa vatnshlot á starfssvæðum okkar verið flokkuð samkvæmt viðurkenndum aðferðum vatnatilskipunar í náttúruleg og mikið breytt vatnshlot. Á starfssvæðum okkar eru 135 vatnshlot. Þar af teljast 77 náttúruleg og 58 mikið breytt eða manngerð. Nú þegar höfum við lokið við að meta ástand náttúrulegu vatnshlotanna og eru þau öll í góðu eða mjög góðu ástandi. Næst liggur fyrir að meta ástand eða „vistmegin“ (e. ecological potential) mikið breyttu vatnshlotanna. Þau vatnshlot sem ekki ná þar máli þarf að vinna með áfram. Þá þarf að meta hvaða mögulegar mótvægisaðgerðir koma til greina en í leiðbeiningaritum vatnatilskipunar er að finna upptalningu á slíkum aðgerðum. Náið samstarf þarf að vera við Umhverfis- og orkustofnun í allri þessari vinnu. Við hjá Landsvirkjun erum ánægð með að starf okkar á þessu sviði flýtir fyrir innleiðingu vatnatilskipunarinnar á Íslandi. Við munum kappkosta áfram að öll starfsemi okkar standist kröfur laga um stjórn vatnamála og að Landsvirkjun verði áfram í fararbroddi í umhverfismálum. Ólafur Arnar er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun og Sigurður er sérfræðingur á sömu deild. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Vatn Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Vatn er takmörkuð auðlind og jafnframt ein mikilvægasta auðlind okkar. Mikilvægt er að vel takist til við innleiðingu laga og reglna sem um þessa auðlind gilda. Við hjá Landsvirkjun höfum þar lagt hönd á plóg og kappkostum hér eftir sem hingað til að uppfylla allar þær kröfur sem gerðar eru til orkufyrirtækis þjóðarinnar. Vatnatilskipun Evrópu var lögfest hér á landi árið 2011 með lögum um stjórn vatnamála en tilskipunin tók gildi í Evrópu árið 2000. Tilskipuninni er ætlað að tryggja verndun vatns og gæði þess og nær til alls vatns þ.e. bæði þess sem rennur á yfirborði og neðan jarðar (yfirborðsvatns og grunnvatns). Þrátt fyrir að lögin hafi tekið gildið á Íslandi árið 2011 hefur framkvæmd þeirra gengið hægt. Fyrsta vatnaáætlun stjórnvalda leit fyrst dagsins ljós vorið 2022, ellefu árum eftir að lögin tóku gildi. Vatnaáætlun er áætlun stjórnvalda til 6 ára í senn og fjallar um ástand vatns og forgangsröðun aðgerða til að bæta ástand þess ef þörf er á. Þá fylgja vatnáætlun aðgerðaráætlun og vöktunaráætlun, þ.e. hvernig stjórnvöld hyggjast tryggja bætt vatnsgæði og vakta árangurinn. Þó að Umhverfis- og orkustofnun fari með stjórnsýslu vatnamála er það á ábyrgð þeirra sem nýta vatnsauðlinda að ganga vel um hana, koma í veg fyrir að ástand vatns hnigni og bæta úr hafi svo farið. Grunneining sem unnið er með í stjórn vatnamála er svokallað „vatnshlot“ (e. water body). Slík grunneining getur til dæmis verið stöðuvatn eða tiltekinn hluti ár. Búið er að skilgreina vatnhlot fyrir allt Ísland og eru þau rúmlega 2.700 hér á landi, í strandsjó, árósum, ám og stöðuvötnum og svo í grunnvatni. Flest vatnshlot hér á landi eru náttúruleg en ef þeim hefur verið breytt verulega vegna framkvæmda flokkast þau sem mikið breytt eða manngerð. Forvirk vinna í vatnamálum Landsvirkjun vinnur markvisst að því að standast þær kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins í lögum um stjórn vatnamála þrátt fyrir að stjórnvöld séu enn að vinna að framkvæmd/innleiðingu laganna. Við höfum fengið til ráðgjafar vísindafólk á þessu sviði, en einnig átt gott samstarf við stjórnvöld. Talsverð vinna var í þessu fólgin og hefur hún staðið yfir í nokkur ár. Eitt af fyrstu verkefnunum var að þýða á íslensku og staðfæra leiðbeiningarit vatnatilskipunar er snúa að virkjuðum vötnum. Hafa ritin verið samþykkt af Umhverfisstofnun (nú Umhverfis- og orkustofnun) og gefin út í skýrslum sem eru aðgengilegar öllum. Landsvirkjun hefur lengi látið rannsaka og vakta vötn og lífríki þeirra á starfssvæðum fyrirtækisins. Það starf hefur verið góður grunnur allrar vinnu sem snýr að lögum um stjórn vatnamála þegar meta á ástand vatnanna. Gott ástand á starfssvæðum okkar Eitt af grundvallarverkefnum sem tengist lögum um stjórn vatnamála er að þekkja grunnástand vatnshlota. Landsvirkjun hefur, umfram kröfur, ákveðið að gera tillögu að flokkun vatnshlota og metið ástand þeirra. Umhverfis- og orkustofnun staðfestir svo niðurstöður slíkrar vinnu. Hafa vatnshlot á starfssvæðum okkar verið flokkuð samkvæmt viðurkenndum aðferðum vatnatilskipunar í náttúruleg og mikið breytt vatnshlot. Á starfssvæðum okkar eru 135 vatnshlot. Þar af teljast 77 náttúruleg og 58 mikið breytt eða manngerð. Nú þegar höfum við lokið við að meta ástand náttúrulegu vatnshlotanna og eru þau öll í góðu eða mjög góðu ástandi. Næst liggur fyrir að meta ástand eða „vistmegin“ (e. ecological potential) mikið breyttu vatnshlotanna. Þau vatnshlot sem ekki ná þar máli þarf að vinna með áfram. Þá þarf að meta hvaða mögulegar mótvægisaðgerðir koma til greina en í leiðbeiningaritum vatnatilskipunar er að finna upptalningu á slíkum aðgerðum. Náið samstarf þarf að vera við Umhverfis- og orkustofnun í allri þessari vinnu. Við hjá Landsvirkjun erum ánægð með að starf okkar á þessu sviði flýtir fyrir innleiðingu vatnatilskipunarinnar á Íslandi. Við munum kappkosta áfram að öll starfsemi okkar standist kröfur laga um stjórn vatnamála og að Landsvirkjun verði áfram í fararbroddi í umhverfismálum. Ólafur Arnar er forstöðumaður nærsamfélags og náttúru hjá Landsvirkjun og Sigurður er sérfræðingur á sömu deild.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun