Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar 26. ágúst 2025 08:01 Í áratugi hafa verið áform um frekari uppbyggingu á Keldnalandi, um 115 hektara landsvæði að Keldum og Keldnaholti, eign sem ríkið lagði til sem hluta fjármögnunar samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga. Ábati af sölu byggingarréttar á Keldnalandi rennur til umfangsmikilla fjárfestinga Betri samgangna á höfuðborgarsvæðinu í stofnvegakerfinu, innviða Borgarlínu og hjólastíga auk smærri verkefna. Betri samgöngur og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu staðið að undirbúningi skipulags og uppbyggingar Keldnalands síðustu árin. Haldin var alþjóðleg samkeppni árið 2023 um þróunaráætlun fyrir svæðið og síðustu misseri hefur verið unnið áfram að skipulagi og hönnun á grundvelli vinningstillögu keppninnar. Nú eru til kynningar og umsagnar drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að umhverfismati, drögum að þróunaráætlun Keldnalands og öðrum ítarlegum gögnum. Reiknað er með að endanleg og lögformleg aðalskipulagstillaga verði kynnt undir árslok. Keldur, Hæðin og Korpa - þrjú ný skólahverfi og atvinnukjarnar Meðal markmiða sem lögð eru til grundvallar við mótun skipulagsins eru að þar rísi vistvæn, fjölbreytt og félagslega sjálfbær borgarhverfi með allt að 5.800 íbúðum, þremur grunnskólum og öflugum atvinnukjörnum sem rúma allt að 7.500 störf. Við mótun skipulags á svæðinu verði lögð sérstök áhersla á tengsl við aðliggjandi byggð og náttúru, að ríkt tillit verði tekið til þeirrar náttúru og opnu svæða sem hafa verndar- og útivistargildi. Í fyrirliggjandi tillögudrögum er því dregið úr umfangi áformaðar byggðar frá gildandi aðalskipulagi og græn, opin svæði stækkuð verulega. Þá á að fella út eldri heimildir um 5-8 hæða byggð syðst í landi Keldna og á öllu Keldnaholti. Byggð samkvæmt drögum að tillögu er almennt 3-5 hæðir, fer hæst upp í sex hæðir við miðju hverfa en er 2-3 hæðir við jaðra byggðarinnar. Ljóst er að fyrirhuguð uppbygging þriggja nýrra skólahverfa mun standa lengi og gera má ráð fyrir að meira en áratugur sé í að Keldnaland með yfir 12 þúsund íbúum, samkvæmt þessum drögum, verði fullbyggt. Til samanburðar við önnur hverfi í Reykjavík eru nú um 11 þúsund íbúar í Hlíðum, 12 þúsund í Árbæjarhverfi og um níu þúsund í Grafarholti-Úlfarsárdal. Samkeppnishæfar og vistvænar samgöngur í lykilhlutverki Í gegnum tíðina hafa vistvænar samgöngur oft verið í aukahlutverki við skipulag nýrra hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Í drögum að tillögu að þróun Keldnalands er skipulag og hönnun byggðar frá upphafi hugsað með gott aðgengi að almenningssamgöngum, góðum innviðum fyrir gangandi og hjólandi og aðlaðandi og öruggu gatnakerfi í huga. Borgarlína mun liggja um Keldnaland endilangt með þremur stöðvum innan stuttrar göngufjarlægðar í kjarna hvers hverfis. Keldnaland verður vel tengt í allar áttir. Áætlaður ferðatími með Borgarlínu eða á hjóli milli Keldnalands og gömlu miðborgarinnar er um 25 mínútur óháð því hvort ferðast er á annatíma eða utan þeirra. Vistvænar samgöngur verða því samkeppnishæfur valkostur í daglegum samgöngum fyrir þau fjölmörgu sem munu búa eða starfa á svæðinu eða heimsækja það. Samgönguhús og bílastæði Í drögum að tillögu er lagt upp með að meirihluti bílastæða verði í allt að átta samgönguhúsum, nútímalegum bílastæðahúsum sem nýtast íbúum, gestum þeirra og þeim sem starfa á Keldnalandi. Á jarðhæðum þeirra og i samspili við samgönguhúsin er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og veitingastöðum auk þrifalegrar atvinnustarfsemi. Samgönguhús, sem hafa reynst vel í nýjum hverfum á Norðurlöndunum, verði vel staðsett og aðgengileg og meirihluti byggðarinnar þannig í innan við 3-5 mínútna göngufjarlægð frá næsta samgönguhúsi. Þó áhersla sé á samnýtanleg samgönguhús í tillögudrögum er einnig gert ráð fyrir að hluti bílastæða verði innan lóða og við götukanta. Við skipulag og hönnun gatnakerfis er áhersla lögð á öryggi fólks og gott borgarumhverfi með rólegri umferð. Aðgengi bíla að öllum byggingum á svæðinu verður tryggt og stæði fyrir bifreiðar fólks með skerta hreyfigetu verða við allar byggingar, auk stæða fyrir losun á vörum og farþegum. Kynningar- og umsagnarferli til 10. september Það er fátítt að drög að skipulagi og hönnun hverfa af þeirri stærðargráðu, sem eiga að rúma íbúafjölda á við Hlíðar eða Árbæjarhverfi auk atvinnukjarna, séu í kynningar- og umsagnarferli. Drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að þróunaráætlun og ítarefni hafa verið aðgengileg í skipulagsgátt síðan í byrjun júlí. Nú hafa einnig verið birt kynningarmyndbönd á vefsíðum Betri samgangna og Reykjavíkurborgar til að auðvelda almenningi að kynna sér málið. Opið er fyrir athugasemdir til 10. september á skipulagsgatt.is Í dag og á morgun, miðvikudag, milli klukkan 15 og 18:30 verða opin hús fyrir þau sem vilja kynna sér málið nánar á bókasafni Tilraunastöðvar HÍ að Keldum (Keldnavegi 3). Jafnframt verður boðið upp á skipulagðar göngur með leiðsögn um græn svæði í jaðri fyrirhugaðar byggðar kl. 17:30 báða dagana. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna ohf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Reykjavík Skipulag Samgöngur Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í áratugi hafa verið áform um frekari uppbyggingu á Keldnalandi, um 115 hektara landsvæði að Keldum og Keldnaholti, eign sem ríkið lagði til sem hluta fjármögnunar samgöngusáttmála ríkis og sex sveitarfélaga. Ábati af sölu byggingarréttar á Keldnalandi rennur til umfangsmikilla fjárfestinga Betri samgangna á höfuðborgarsvæðinu í stofnvegakerfinu, innviða Borgarlínu og hjólastíga auk smærri verkefna. Betri samgöngur og Reykjavíkurborg hafa í sameiningu staðið að undirbúningi skipulags og uppbyggingar Keldnalands síðustu árin. Haldin var alþjóðleg samkeppni árið 2023 um þróunaráætlun fyrir svæðið og síðustu misseri hefur verið unnið áfram að skipulagi og hönnun á grundvelli vinningstillögu keppninnar. Nú eru til kynningar og umsagnar drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að umhverfismati, drögum að þróunaráætlun Keldnalands og öðrum ítarlegum gögnum. Reiknað er með að endanleg og lögformleg aðalskipulagstillaga verði kynnt undir árslok. Keldur, Hæðin og Korpa - þrjú ný skólahverfi og atvinnukjarnar Meðal markmiða sem lögð eru til grundvallar við mótun skipulagsins eru að þar rísi vistvæn, fjölbreytt og félagslega sjálfbær borgarhverfi með allt að 5.800 íbúðum, þremur grunnskólum og öflugum atvinnukjörnum sem rúma allt að 7.500 störf. Við mótun skipulags á svæðinu verði lögð sérstök áhersla á tengsl við aðliggjandi byggð og náttúru, að ríkt tillit verði tekið til þeirrar náttúru og opnu svæða sem hafa verndar- og útivistargildi. Í fyrirliggjandi tillögudrögum er því dregið úr umfangi áformaðar byggðar frá gildandi aðalskipulagi og græn, opin svæði stækkuð verulega. Þá á að fella út eldri heimildir um 5-8 hæða byggð syðst í landi Keldna og á öllu Keldnaholti. Byggð samkvæmt drögum að tillögu er almennt 3-5 hæðir, fer hæst upp í sex hæðir við miðju hverfa en er 2-3 hæðir við jaðra byggðarinnar. Ljóst er að fyrirhuguð uppbygging þriggja nýrra skólahverfa mun standa lengi og gera má ráð fyrir að meira en áratugur sé í að Keldnaland með yfir 12 þúsund íbúum, samkvæmt þessum drögum, verði fullbyggt. Til samanburðar við önnur hverfi í Reykjavík eru nú um 11 þúsund íbúar í Hlíðum, 12 þúsund í Árbæjarhverfi og um níu þúsund í Grafarholti-Úlfarsárdal. Samkeppnishæfar og vistvænar samgöngur í lykilhlutverki Í gegnum tíðina hafa vistvænar samgöngur oft verið í aukahlutverki við skipulag nýrra hverfa á höfuðborgarsvæðinu. Í drögum að tillögu að þróun Keldnalands er skipulag og hönnun byggðar frá upphafi hugsað með gott aðgengi að almenningssamgöngum, góðum innviðum fyrir gangandi og hjólandi og aðlaðandi og öruggu gatnakerfi í huga. Borgarlína mun liggja um Keldnaland endilangt með þremur stöðvum innan stuttrar göngufjarlægðar í kjarna hvers hverfis. Keldnaland verður vel tengt í allar áttir. Áætlaður ferðatími með Borgarlínu eða á hjóli milli Keldnalands og gömlu miðborgarinnar er um 25 mínútur óháð því hvort ferðast er á annatíma eða utan þeirra. Vistvænar samgöngur verða því samkeppnishæfur valkostur í daglegum samgöngum fyrir þau fjölmörgu sem munu búa eða starfa á svæðinu eða heimsækja það. Samgönguhús og bílastæði Í drögum að tillögu er lagt upp með að meirihluti bílastæða verði í allt að átta samgönguhúsum, nútímalegum bílastæðahúsum sem nýtast íbúum, gestum þeirra og þeim sem starfa á Keldnalandi. Á jarðhæðum þeirra og i samspili við samgönguhúsin er gert ráð fyrir verslun, þjónustu og veitingastöðum auk þrifalegrar atvinnustarfsemi. Samgönguhús, sem hafa reynst vel í nýjum hverfum á Norðurlöndunum, verði vel staðsett og aðgengileg og meirihluti byggðarinnar þannig í innan við 3-5 mínútna göngufjarlægð frá næsta samgönguhúsi. Þó áhersla sé á samnýtanleg samgönguhús í tillögudrögum er einnig gert ráð fyrir að hluti bílastæða verði innan lóða og við götukanta. Við skipulag og hönnun gatnakerfis er áhersla lögð á öryggi fólks og gott borgarumhverfi með rólegri umferð. Aðgengi bíla að öllum byggingum á svæðinu verður tryggt og stæði fyrir bifreiðar fólks með skerta hreyfigetu verða við allar byggingar, auk stæða fyrir losun á vörum og farþegum. Kynningar- og umsagnarferli til 10. september Það er fátítt að drög að skipulagi og hönnun hverfa af þeirri stærðargráðu, sem eiga að rúma íbúafjölda á við Hlíðar eða Árbæjarhverfi auk atvinnukjarna, séu í kynningar- og umsagnarferli. Drög að aðalskipulagsbreytingu ásamt drögum að þróunaráætlun og ítarefni hafa verið aðgengileg í skipulagsgátt síðan í byrjun júlí. Nú hafa einnig verið birt kynningarmyndbönd á vefsíðum Betri samgangna og Reykjavíkurborgar til að auðvelda almenningi að kynna sér málið. Opið er fyrir athugasemdir til 10. september á skipulagsgatt.is Í dag og á morgun, miðvikudag, milli klukkan 15 og 18:30 verða opin hús fyrir þau sem vilja kynna sér málið nánar á bókasafni Tilraunastöðvar HÍ að Keldum (Keldnavegi 3). Jafnframt verður boðið upp á skipulagðar göngur með leiðsögn um græn svæði í jaðri fyrirhugaðar byggðar kl. 17:30 báða dagana. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Betri samgangna ohf.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun