Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2025 16:49 Farþegar reyndu að koma sér eins vel fyrir og hægt var. Aðsend Hluti farþega sem átti bókað flug með Wizz Air frá Keflavíkur til Mílanó á Ítalíu þurfti að láta sér gólfið á hóteli í Keflavík nægja sem náttstað eftir að fluginu var frestað verulega. Frá þessu greinir ítalski fréttamiðillinn Ansa og hefur eftir hinni tvítugu Mariu Piu, sem átti bókað flugfar ásamt fjölskyldu sinni klukkan 18:55 í gærkvöldi. Fluginu hafi svo ítrekað verið frestað um klukkustund í senn, allt þar til að því var aflýst skömmu eftir miðnætti. Þessi frásögn kemur heim og saman við upplýsingar á vef Keflavíkurflugvallar. Óttuðust að festast á Íslandi Fjölskyldan hafi þá verið flutt á hótel þar sem engin laus herbergi hafi verið að finna og hún því sofið með teppi á gólfinu. Þá hafi farþegar verið fluttir aftur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem nýtt flug átti að fara klukkan 15:30. Því hefur nú verið seinkað til 17:30. „Við vorum hrædd um að þurfa að dúsa þarna í nokkra daga til viðbótar, flugfélagið sagði okkur ekki neitt. Það fór mjög illa með okkur. Ég er aðeins tvítug en þarna var fólk sem hafði það verra en ég. Við komum okkur öll fyrir á gólfinu í anddyri hótelsins, fyrir utan þau sem kusu að verða eftir á flugvellinum,“ er haft eftir Mariu. Annar farþegi í fluginu hefur sett sig í samband við Vísi og sagt samhljóða sögu í færri orðum. Kenna Menningarnótt um Ansa hefur eftir fulltrúum Wizz Air að fluginu hafi verið frestað vegna óvænts en nauðsynlegs viðhalds. Öryggi og velferð farþega sé ávallt í forgangi en félagið biðji farþega afsökunar á þeim óþægindum sem þeir urðu fyrir. Þá eru farþegum færðar þakkir fyrir þolinmæði þeirra og skilning. Farþegarnir voru á vegum ungverska flugfélagsins Wizz Air.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Wizz Air að ekki hafi verið unnt að koma farþegum fyrir á hótelum í Reykjavík vegna takmarkaðs framboðs hótelherbergja vegna Menningarnætur. Því hafi verið brugðið á það ráð að koma farþegum fyrir á nokkrum hótelum fjær Keflavík og höfuðstaðnum. Þeim sem hafi síður viljað ferðast lengri vegalengdir hafi verið boðið skjól á hóteli í Keflavík, þar sem boðið hafi verið upp á kaffi, vatn og bakkelsi í ráðstefnusal. Fréttir af flugi Reykjanesbær Menningarnótt Hótel á Íslandi Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Frá þessu greinir ítalski fréttamiðillinn Ansa og hefur eftir hinni tvítugu Mariu Piu, sem átti bókað flugfar ásamt fjölskyldu sinni klukkan 18:55 í gærkvöldi. Fluginu hafi svo ítrekað verið frestað um klukkustund í senn, allt þar til að því var aflýst skömmu eftir miðnætti. Þessi frásögn kemur heim og saman við upplýsingar á vef Keflavíkurflugvallar. Óttuðust að festast á Íslandi Fjölskyldan hafi þá verið flutt á hótel þar sem engin laus herbergi hafi verið að finna og hún því sofið með teppi á gólfinu. Þá hafi farþegar verið fluttir aftur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem nýtt flug átti að fara klukkan 15:30. Því hefur nú verið seinkað til 17:30. „Við vorum hrædd um að þurfa að dúsa þarna í nokkra daga til viðbótar, flugfélagið sagði okkur ekki neitt. Það fór mjög illa með okkur. Ég er aðeins tvítug en þarna var fólk sem hafði það verra en ég. Við komum okkur öll fyrir á gólfinu í anddyri hótelsins, fyrir utan þau sem kusu að verða eftir á flugvellinum,“ er haft eftir Mariu. Annar farþegi í fluginu hefur sett sig í samband við Vísi og sagt samhljóða sögu í færri orðum. Kenna Menningarnótt um Ansa hefur eftir fulltrúum Wizz Air að fluginu hafi verið frestað vegna óvænts en nauðsynlegs viðhalds. Öryggi og velferð farþega sé ávallt í forgangi en félagið biðji farþega afsökunar á þeim óþægindum sem þeir urðu fyrir. Þá eru farþegum færðar þakkir fyrir þolinmæði þeirra og skilning. Farþegarnir voru á vegum ungverska flugfélagsins Wizz Air.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Wizz Air að ekki hafi verið unnt að koma farþegum fyrir á hótelum í Reykjavík vegna takmarkaðs framboðs hótelherbergja vegna Menningarnætur. Því hafi verið brugðið á það ráð að koma farþegum fyrir á nokkrum hótelum fjær Keflavík og höfuðstaðnum. Þeim sem hafi síður viljað ferðast lengri vegalengdir hafi verið boðið skjól á hóteli í Keflavík, þar sem boðið hafi verið upp á kaffi, vatn og bakkelsi í ráðstefnusal.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Menningarnótt Hótel á Íslandi Mest lesið Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira