Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2025 16:49 Farþegar reyndu að koma sér eins vel fyrir og hægt var. Aðsend Hluti farþega sem átti bókað flug með Wizz Air frá Keflavíkur til Mílanó á Ítalíu þurfti að láta sér gólfið á hóteli í Keflavík nægja sem náttstað eftir að fluginu var frestað verulega. Frá þessu greinir ítalski fréttamiðillinn Ansa og hefur eftir hinni tvítugu Mariu Piu, sem átti bókað flugfar ásamt fjölskyldu sinni klukkan 18:55 í gærkvöldi. Fluginu hafi svo ítrekað verið frestað um klukkustund í senn, allt þar til að því var aflýst skömmu eftir miðnætti. Þessi frásögn kemur heim og saman við upplýsingar á vef Keflavíkurflugvallar. Óttuðust að festast á Íslandi Fjölskyldan hafi þá verið flutt á hótel þar sem engin laus herbergi hafi verið að finna og hún því sofið með teppi á gólfinu. Þá hafi farþegar verið fluttir aftur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem nýtt flug átti að fara klukkan 15:30. Því hefur nú verið seinkað til 17:30. „Við vorum hrædd um að þurfa að dúsa þarna í nokkra daga til viðbótar, flugfélagið sagði okkur ekki neitt. Það fór mjög illa með okkur. Ég er aðeins tvítug en þarna var fólk sem hafði það verra en ég. Við komum okkur öll fyrir á gólfinu í anddyri hótelsins, fyrir utan þau sem kusu að verða eftir á flugvellinum,“ er haft eftir Mariu. Annar farþegi í fluginu hefur sett sig í samband við Vísi og sagt samhljóða sögu í færri orðum. Kenna Menningarnótt um Ansa hefur eftir fulltrúum Wizz Air að fluginu hafi verið frestað vegna óvænts en nauðsynlegs viðhalds. Öryggi og velferð farþega sé ávallt í forgangi en félagið biðji farþega afsökunar á þeim óþægindum sem þeir urðu fyrir. Þá eru farþegum færðar þakkir fyrir þolinmæði þeirra og skilning. Farþegarnir voru á vegum ungverska flugfélagsins Wizz Air.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Wizz Air að ekki hafi verið unnt að koma farþegum fyrir á hótelum í Reykjavík vegna takmarkaðs framboðs hótelherbergja vegna Menningarnætur. Því hafi verið brugðið á það ráð að koma farþegum fyrir á nokkrum hótelum fjær Keflavík og höfuðstaðnum. Þeim sem hafi síður viljað ferðast lengri vegalengdir hafi verið boðið skjól á hóteli í Keflavík, þar sem boðið hafi verið upp á kaffi, vatn og bakkelsi í ráðstefnusal. Fréttir af flugi Reykjanesbær Menningarnótt Hótel á Íslandi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira
Frá þessu greinir ítalski fréttamiðillinn Ansa og hefur eftir hinni tvítugu Mariu Piu, sem átti bókað flugfar ásamt fjölskyldu sinni klukkan 18:55 í gærkvöldi. Fluginu hafi svo ítrekað verið frestað um klukkustund í senn, allt þar til að því var aflýst skömmu eftir miðnætti. Þessi frásögn kemur heim og saman við upplýsingar á vef Keflavíkurflugvallar. Óttuðust að festast á Íslandi Fjölskyldan hafi þá verið flutt á hótel þar sem engin laus herbergi hafi verið að finna og hún því sofið með teppi á gólfinu. Þá hafi farþegar verið fluttir aftur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem nýtt flug átti að fara klukkan 15:30. Því hefur nú verið seinkað til 17:30. „Við vorum hrædd um að þurfa að dúsa þarna í nokkra daga til viðbótar, flugfélagið sagði okkur ekki neitt. Það fór mjög illa með okkur. Ég er aðeins tvítug en þarna var fólk sem hafði það verra en ég. Við komum okkur öll fyrir á gólfinu í anddyri hótelsins, fyrir utan þau sem kusu að verða eftir á flugvellinum,“ er haft eftir Mariu. Annar farþegi í fluginu hefur sett sig í samband við Vísi og sagt samhljóða sögu í færri orðum. Kenna Menningarnótt um Ansa hefur eftir fulltrúum Wizz Air að fluginu hafi verið frestað vegna óvænts en nauðsynlegs viðhalds. Öryggi og velferð farþega sé ávallt í forgangi en félagið biðji farþega afsökunar á þeim óþægindum sem þeir urðu fyrir. Þá eru farþegum færðar þakkir fyrir þolinmæði þeirra og skilning. Farþegarnir voru á vegum ungverska flugfélagsins Wizz Air.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Wizz Air að ekki hafi verið unnt að koma farþegum fyrir á hótelum í Reykjavík vegna takmarkaðs framboðs hótelherbergja vegna Menningarnætur. Því hafi verið brugðið á það ráð að koma farþegum fyrir á nokkrum hótelum fjær Keflavík og höfuðstaðnum. Þeim sem hafi síður viljað ferðast lengri vegalengdir hafi verið boðið skjól á hóteli í Keflavík, þar sem boðið hafi verið upp á kaffi, vatn og bakkelsi í ráðstefnusal.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Menningarnótt Hótel á Íslandi Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Sjá meira