Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Árni Sæberg skrifar 22. ágúst 2025 16:49 Farþegar reyndu að koma sér eins vel fyrir og hægt var. Aðsend Hluti farþega sem átti bókað flug með Wizz Air frá Keflavíkur til Mílanó á Ítalíu þurfti að láta sér gólfið á hóteli í Keflavík nægja sem náttstað eftir að fluginu var frestað verulega. Frá þessu greinir ítalski fréttamiðillinn Ansa og hefur eftir hinni tvítugu Mariu Piu, sem átti bókað flugfar ásamt fjölskyldu sinni klukkan 18:55 í gærkvöldi. Fluginu hafi svo ítrekað verið frestað um klukkustund í senn, allt þar til að því var aflýst skömmu eftir miðnætti. Þessi frásögn kemur heim og saman við upplýsingar á vef Keflavíkurflugvallar. Óttuðust að festast á Íslandi Fjölskyldan hafi þá verið flutt á hótel þar sem engin laus herbergi hafi verið að finna og hún því sofið með teppi á gólfinu. Þá hafi farþegar verið fluttir aftur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem nýtt flug átti að fara klukkan 15:30. Því hefur nú verið seinkað til 17:30. „Við vorum hrædd um að þurfa að dúsa þarna í nokkra daga til viðbótar, flugfélagið sagði okkur ekki neitt. Það fór mjög illa með okkur. Ég er aðeins tvítug en þarna var fólk sem hafði það verra en ég. Við komum okkur öll fyrir á gólfinu í anddyri hótelsins, fyrir utan þau sem kusu að verða eftir á flugvellinum,“ er haft eftir Mariu. Annar farþegi í fluginu hefur sett sig í samband við Vísi og sagt samhljóða sögu í færri orðum. Kenna Menningarnótt um Ansa hefur eftir fulltrúum Wizz Air að fluginu hafi verið frestað vegna óvænts en nauðsynlegs viðhalds. Öryggi og velferð farþega sé ávallt í forgangi en félagið biðji farþega afsökunar á þeim óþægindum sem þeir urðu fyrir. Þá eru farþegum færðar þakkir fyrir þolinmæði þeirra og skilning. Farþegarnir voru á vegum ungverska flugfélagsins Wizz Air.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Wizz Air að ekki hafi verið unnt að koma farþegum fyrir á hótelum í Reykjavík vegna takmarkaðs framboðs hótelherbergja vegna Menningarnætur. Því hafi verið brugðið á það ráð að koma farþegum fyrir á nokkrum hótelum fjær Keflavík og höfuðstaðnum. Þeim sem hafi síður viljað ferðast lengri vegalengdir hafi verið boðið skjól á hóteli í Keflavík, þar sem boðið hafi verið upp á kaffi, vatn og bakkelsi í ráðstefnusal. Fréttir af flugi Reykjanesbær Menningarnótt Hótel á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Frá þessu greinir ítalski fréttamiðillinn Ansa og hefur eftir hinni tvítugu Mariu Piu, sem átti bókað flugfar ásamt fjölskyldu sinni klukkan 18:55 í gærkvöldi. Fluginu hafi svo ítrekað verið frestað um klukkustund í senn, allt þar til að því var aflýst skömmu eftir miðnætti. Þessi frásögn kemur heim og saman við upplýsingar á vef Keflavíkurflugvallar. Óttuðust að festast á Íslandi Fjölskyldan hafi þá verið flutt á hótel þar sem engin laus herbergi hafi verið að finna og hún því sofið með teppi á gólfinu. Þá hafi farþegar verið fluttir aftur á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem nýtt flug átti að fara klukkan 15:30. Því hefur nú verið seinkað til 17:30. „Við vorum hrædd um að þurfa að dúsa þarna í nokkra daga til viðbótar, flugfélagið sagði okkur ekki neitt. Það fór mjög illa með okkur. Ég er aðeins tvítug en þarna var fólk sem hafði það verra en ég. Við komum okkur öll fyrir á gólfinu í anddyri hótelsins, fyrir utan þau sem kusu að verða eftir á flugvellinum,“ er haft eftir Mariu. Annar farþegi í fluginu hefur sett sig í samband við Vísi og sagt samhljóða sögu í færri orðum. Kenna Menningarnótt um Ansa hefur eftir fulltrúum Wizz Air að fluginu hafi verið frestað vegna óvænts en nauðsynlegs viðhalds. Öryggi og velferð farþega sé ávallt í forgangi en félagið biðji farþega afsökunar á þeim óþægindum sem þeir urðu fyrir. Þá eru farþegum færðar þakkir fyrir þolinmæði þeirra og skilning. Farþegarnir voru á vegum ungverska flugfélagsins Wizz Air.Vísir/Vilhelm Þá er haft eftir Wizz Air að ekki hafi verið unnt að koma farþegum fyrir á hótelum í Reykjavík vegna takmarkaðs framboðs hótelherbergja vegna Menningarnætur. Því hafi verið brugðið á það ráð að koma farþegum fyrir á nokkrum hótelum fjær Keflavík og höfuðstaðnum. Þeim sem hafi síður viljað ferðast lengri vegalengdir hafi verið boðið skjól á hóteli í Keflavík, þar sem boðið hafi verið upp á kaffi, vatn og bakkelsi í ráðstefnusal.
Fréttir af flugi Reykjanesbær Menningarnótt Hótel á Íslandi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira