Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. ágúst 2025 15:43 Frá vettvangi þjófnaðarins í Mosfellsbæ. Vísir/Anton Brink Landsréttur hefur úrskurðað karlmann á fimmtugsaldri, góðkunningja lögreglunnar, í gæsluvarðhald til 27. ágúst grunaðan um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður hafnað kröfu lögreglu þess efnis. Karlmaðurinn, sem er 41 árs, gaf sig fram við lögreglu um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir honum á fimmtudag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi karlmannsins, staðfestir að Landsréttur hafi snúið við úrskurðinum. Hann sagði í gær að krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald væri byggð á orðrómi. Dómari í héraði taldi í það minnsta ekki grundvöll fyrir varðhaldi. Landsréttur tók málið fyrir sólarhring síðar og komst að annarri niðurstöðu.Ekki er loku fyrir skotið að lögreglan hafi náð að leggja fram ný gögn í málinu sem hafa haft áhrif á ákvörðun Landsréttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur karlmaðurinn ítrekað komið við sögu lögreglu í stórum sakamálum undanfarin ár. Hann hefur nú þegar játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Maðurinn var handtekinn tveimur mánuðum eftir þjófnaðinn í Hamraborg. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eftir að litaðir peningaseðlar fundust í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Maðurinn var handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Karlmaðurinn kom aftur við sögu lögreglu við umfangsmikla rannsókn á manndrápi, frelsissviptingu og peningaþvætti í svokölluðu Gufunesmáli þar sem eldri karlmanni var ráðinn bani. Hann sat í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur en var sleppt og er ekki meðal ákærðu í málinu sem verður tekið til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands í næstu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að kona á fertugsaldri hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að málinu. Í tilfelli konunnar féllst héraðsdómur á kröfu lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lykilgagn í tilfelli konunnar mynd sem náðist af bíl hennar í Mosfellsbæ nóttina sem hraðbankanum var stolið. Lögreglumál Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Tengdar fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47 Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Karlmaðurinn, sem er 41 árs, gaf sig fram við lögreglu um kvöldmatarleytið á þriðjudag. Lögregla krafðist gæsluvarðhalds yfir honum á fimmtudag en Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfunni. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi karlmannsins, staðfestir að Landsréttur hafi snúið við úrskurðinum. Hann sagði í gær að krafa lögreglunnar um gæsluvarðhald væri byggð á orðrómi. Dómari í héraði taldi í það minnsta ekki grundvöll fyrir varðhaldi. Landsréttur tók málið fyrir sólarhring síðar og komst að annarri niðurstöðu.Ekki er loku fyrir skotið að lögreglan hafi náð að leggja fram ný gögn í málinu sem hafa haft áhrif á ákvörðun Landsréttar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur karlmaðurinn ítrekað komið við sögu lögreglu í stórum sakamálum undanfarin ár. Hann hefur nú þegar játað aðild að Hamraborgarmálinu svokallaða þegar tveir karlmenn stálu peningatöskum úr bifreið Öryggismiðstöðvarinnar fyrir utan veitingastaðinn Catalínu í Kópavogi í mars í fyrra. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur maðurinn játað að vera annar mannanna tveggja sem sjást á mynd sem lögregla dreifði við rannsókn málsins á sínum tíma. Maðurinn var handtekinn tveimur mánuðum eftir þjófnaðinn í Hamraborg. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það eftir að litaðir peningaseðlar fundust í spilakössum á vegum Happdrættis Háskóla Íslands. Maðurinn var handtekinn eftir að upptökur úr öryggismyndavélum staðarins sem hýsir spilakassana voru skoðaðar. Karlmaðurinn kom aftur við sögu lögreglu við umfangsmikla rannsókn á manndrápi, frelsissviptingu og peningaþvætti í svokölluðu Gufunesmáli þar sem eldri karlmanni var ráðinn bani. Hann sat í gæsluvarðhaldi í nokkrar vikur en var sleppt og er ekki meðal ákærðu í málinu sem verður tekið til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands í næstu viku. Vísir greindi frá því fyrr í dag að kona á fertugsaldri hefði verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að málinu. Í tilfelli konunnar féllst héraðsdómur á kröfu lögreglu. Samkvæmt heimildum fréttastofu er lykilgagn í tilfelli konunnar mynd sem náðist af bíl hennar í Mosfellsbæ nóttina sem hraðbankanum var stolið.
Lögreglumál Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Mosfellsbær Tengdar fréttir Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47 Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Fleiri fréttir „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Sjá meira
Bíll konunnar sást á upptöku Kona á fertugsaldri var úrskurðuð í gæsluvarðhald til þriðjudags í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag grunuð um aðild að hraðbankaþjófnaði í Mosfellsbæ aðfaranótt þriðjudags. Lögregla hafði áður krafist þess fyrir dómi að fá heimild til að skoða síma konunnar. Mynd af bíl konunnar er meðal lykilsönnunargagna í málinu. 22. ágúst 2025 14:47
Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Um tuttugu milljónir króna voru í hraðbanka sem stolið var í Mosfellsbæ í vikunni. Kona á fertugsaldri hefur verið úrskurðuð í vikulangt gæsluvarðhald til þriðjudags grunuð um aðild að þjófnaðinum. 22. ágúst 2025 13:23