Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Kjartan Kjartansson skrifar 22. ágúst 2025 13:20 John Bolton var þjóðaröryggisráðgjafi Trump í sautján mánuði á fyrra kjörtímabili hans. Trump hefur beitt völdum sínum til þess að ná sér niður á Bolton eftir að hann náði endurkjöri sem forseti. AP/Carolyn Kaster Útsendarar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili Johns Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump forseta, í dag. Húsleitin er sögð tengjast rannsókn á meðferð leynilegra skjala. Trump hefur notað völd sín til þess að ná sér niðri á gagnrýnendum eins og Bolton eftir að hann tók aftur við sem forseti. Bolton var ekki handtekinn í húsleitinni á heimili hans í Maryland-ríki og hefur ekki verið ákærður, samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar. Eftir að Bolton lét af störfum sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump gagnrýndi hann forsetann harðlega fyrir stefnu hans í utanríkismálum. Bolton skrifaði síðan bók um þau sautján mánuði sem hann starfaði með Trump í skugga ásakana dómsmálaráðuneytis Trump um að hann hefði upplýst um leynilegar upplýsingar í henni. Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa fallið frá lögsókn gegn Bolton og látið rannsókn niður falla árið 2021 eftir að Joe Biden tók við sem forseti. Beita sér af aukinni hörku gegn ætluðum andstæðingum forsetans Engar upplýsingar hafa verið veittar um húsleitina og rannsóknina. Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar, skrifaði torræða færslu á samfélagsmiðli um að „enginn væri hafinn yfir lögin“ sem Pam Bondi, dómsmálaráðherra, deildi áfram. Bondi bætti við að réttlætið yrði alltaf látið ná fram að ganga. Bolton var á meðal tuga fyrrverandi leyniþjónustumanna og embættismanna sem Trump svipti öryggisheimild á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Þá afturkallaði Trump öryggisgæslu sem Bolton naut frá alríkisstjórninni eins og hann hefur gert við fleiri sem hann lítur á sem pólitíska andstæðinga sína. Stjórn Trump hefur að undanförnu beitt sér gegn ætluðum andstæðingum Trump og opinberum embættismönnum af aukinni hörku. Dómsmálaráðuneytið hóf rannsókn á uppruna rannsóknar á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016, rannsókn á Adam Schiff, þingmanni demókrata frá Kaliforníu sem stýrði fyrri kæru Bandaríkjaþings á hendur Trump fyrir embættisbrot, auk rannsókna á hendur saksóknara í New York sem sótti Trump til saka og sérstaks saksóknara sem rannsakaði árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið og misferli hans með ríkisleyndarmál. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira
Bolton var ekki handtekinn í húsleitinni á heimili hans í Maryland-ríki og hefur ekki verið ákærður, samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar. Eftir að Bolton lét af störfum sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump gagnrýndi hann forsetann harðlega fyrir stefnu hans í utanríkismálum. Bolton skrifaði síðan bók um þau sautján mánuði sem hann starfaði með Trump í skugga ásakana dómsmálaráðuneytis Trump um að hann hefði upplýst um leynilegar upplýsingar í henni. Dómsmálaráðuneytið er sagt hafa fallið frá lögsókn gegn Bolton og látið rannsókn niður falla árið 2021 eftir að Joe Biden tók við sem forseti. Beita sér af aukinni hörku gegn ætluðum andstæðingum forsetans Engar upplýsingar hafa verið veittar um húsleitina og rannsóknina. Kash Patel, forstjóri alríkislögreglunnar, skrifaði torræða færslu á samfélagsmiðli um að „enginn væri hafinn yfir lögin“ sem Pam Bondi, dómsmálaráðherra, deildi áfram. Bondi bætti við að réttlætið yrði alltaf látið ná fram að ganga. Bolton var á meðal tuga fyrrverandi leyniþjónustumanna og embættismanna sem Trump svipti öryggisheimild á fyrsta degi sínum sem forseti í janúar. Þá afturkallaði Trump öryggisgæslu sem Bolton naut frá alríkisstjórninni eins og hann hefur gert við fleiri sem hann lítur á sem pólitíska andstæðinga sína. Stjórn Trump hefur að undanförnu beitt sér gegn ætluðum andstæðingum Trump og opinberum embættismönnum af aukinni hörku. Dómsmálaráðuneytið hóf rannsókn á uppruna rannsóknar á tengslum forsetaframboðs Trump við Rússa árið 2016, rannsókn á Adam Schiff, þingmanni demókrata frá Kaliforníu sem stýrði fyrri kæru Bandaríkjaþings á hendur Trump fyrir embættisbrot, auk rannsókna á hendur saksóknara í New York sem sótti Trump til saka og sérstaks saksóknara sem rannsakaði árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið og misferli hans með ríkisleyndarmál.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Erlent Fleiri fréttir Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Sjá meira