„Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2025 08:59 Davíð Smári Lamude með bikarinn eftirsótta í baksýn. Sýn Sport „Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri,“ segir Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, fyrir stærsta leik í sögu félagsins en í kvöld mætir Vestri liði Vals í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í fótbolta. Flautað verður til leiks klukkan 19 og geta Vestramenn með sigri tekið enn eitt risaskrefið eftir sinn mikla uppgang á síðustu árum, undir stjórn Davíðs. „Ég held að menn séu gríðarlega spenntir og það er mikill heiður að fá að taka þátt. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur þjálfara og leikmenn, og alla stuðningsmenn Vestra,“ sagði Davíð á sérstökum kynningarfundi fyrir leikinn, í höfuðstöðvum KSÍ. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Davíð Smári fyrir úrslitaleikinn Vestramenn þekkja það að spila úrslitaleiki á Laugardalsvelli því þannig komu þeir sér upp í Bestu deildina í fyrsta sinn. Þetta er hins vegar þeirra fyrsti bikarúrslitaleikur og það ætti að geta gefið mönnum aukna orku að mati Davíðs: „Já, ég held að það hafi jákvæð áhrif. Ég held að það gefi okkur orku og það þarf að gefa okkur orku. Við þurfum að sýna því virðingu að vera komnir alla þessa leið og gefa allt í þetta, vera óhræddir og spila með stolti, gleði og hugrekki. Ég held að við hljótum að sækja orku í svona viðburð. Við eigum ofboðslega góðar minningar héðan af Laugardalsvelli og fengum gríðarlegan stuðning þegar við vorum hérna síðast. Ég vænti þess að fá meiri stuðning hérna núna og við þurfum á því að halda. Við erum að spila á móti ákveðnu stórveldi í íslenskri knattspyrnu og ég held að bæði við og leikmenn, og eins okkar stuðningsmenn, þurfum að vera stórir, mæta á völlinn og troðfylla þau sæti sem við fáum,“ sagði Davíð. „Lífið snýst um að búa til góðar minningar“ Ljóst er að stuðningsmenn Vestra ætla að fjölmenna á leikinn og stuðningsmannahátíðin hefst á heimasvæði Þróttar í Laugardalnum klukkan þrjú. „Svona augnablik og svona árangur er eitthvað sem býðst ekki á hverju ári. Mér finnst að stuðningsmenn Vestra eigi bara að njóta þess sem er að gerast fyrir vestan. Núna komum við í bæinn með allt okkar fólk og ég vona innilega að fólk láti sér ekki þetta tækifæri úr greipum renna, því þetta er stór og merkilegur viðburður fyrir okkur. Gríðarlega stór áfangi fyrir ekki stærra félag en Vestra. Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri. Lífið snýst um að búa til góðar minningar og við höfum kjörið tækifæri til þess.“ Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Flautað verður til leiks klukkan 19 og geta Vestramenn með sigri tekið enn eitt risaskrefið eftir sinn mikla uppgang á síðustu árum, undir stjórn Davíðs. „Ég held að menn séu gríðarlega spenntir og það er mikill heiður að fá að taka þátt. Þetta hefur mikla þýðingu fyrir okkur þjálfara og leikmenn, og alla stuðningsmenn Vestra,“ sagði Davíð á sérstökum kynningarfundi fyrir leikinn, í höfuðstöðvum KSÍ. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Davíð Smári fyrir úrslitaleikinn Vestramenn þekkja það að spila úrslitaleiki á Laugardalsvelli því þannig komu þeir sér upp í Bestu deildina í fyrsta sinn. Þetta er hins vegar þeirra fyrsti bikarúrslitaleikur og það ætti að geta gefið mönnum aukna orku að mati Davíðs: „Já, ég held að það hafi jákvæð áhrif. Ég held að það gefi okkur orku og það þarf að gefa okkur orku. Við þurfum að sýna því virðingu að vera komnir alla þessa leið og gefa allt í þetta, vera óhræddir og spila með stolti, gleði og hugrekki. Ég held að við hljótum að sækja orku í svona viðburð. Við eigum ofboðslega góðar minningar héðan af Laugardalsvelli og fengum gríðarlegan stuðning þegar við vorum hérna síðast. Ég vænti þess að fá meiri stuðning hérna núna og við þurfum á því að halda. Við erum að spila á móti ákveðnu stórveldi í íslenskri knattspyrnu og ég held að bæði við og leikmenn, og eins okkar stuðningsmenn, þurfum að vera stórir, mæta á völlinn og troðfylla þau sæti sem við fáum,“ sagði Davíð. „Lífið snýst um að búa til góðar minningar“ Ljóst er að stuðningsmenn Vestra ætla að fjölmenna á leikinn og stuðningsmannahátíðin hefst á heimasvæði Þróttar í Laugardalnum klukkan þrjú. „Svona augnablik og svona árangur er eitthvað sem býðst ekki á hverju ári. Mér finnst að stuðningsmenn Vestra eigi bara að njóta þess sem er að gerast fyrir vestan. Núna komum við í bæinn með allt okkar fólk og ég vona innilega að fólk láti sér ekki þetta tækifæri úr greipum renna, því þetta er stór og merkilegur viðburður fyrir okkur. Gríðarlega stór áfangi fyrir ekki stærra félag en Vestra. Ég trúi ekki öðru en að fólk nýti þetta tækifæri. Lífið snýst um að búa til góðar minningar og við höfum kjörið tækifæri til þess.“
Mjólkurbikar karla Vestri Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira