Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Samúel Karl Ólason skrifar 21. ágúst 2025 15:13 Frá þinginu í Texas í gærkvöldi. AP/Eric Gay Repúblikanar í Texas í Bandaríkjunum samþykktu í gær umdeildar breytingar á kjördæmum ríkisins. Það eru breytingar sem Donald Trump, forseti, hefur kallað eftir og er þeim ætlað að fjölga þingmönnum Repúblikanaflokksins í ríkinu um fimm fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Breytingarnar eiga enn eftir að fara fyrir öldungadeild ríkisþings Texas og svo á borð Gregs Abbott, ríkisstjóra, sem þarf að skrifa undir þær áður en þær taka gildi, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Sambærilegar þreifingar eiga sér stað í öðrum ríkjum sem Repúblikanar stjórna, að miklu leyti vegna þrýstingi frá Trump, og hafa Demókratar hótað að gera hið sama í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn, hafi þeir yfir höfuð tök á því. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að nýju kjördæmin yrðu samþykk en sneru aftur á dögunum, eftir að þingfundi lauk. Þá var boðaður nýr þingfundur og lögregluþjónar fylgdu þingmönnunum um hvert fótmál, til að tryggja að þeir færu ekki aftur í felur. Sjá einnig: Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Það að gera þetta mitt á milli kjördæma og með eins pólitískum hætti og Repúblikanar í Texas eru að gera, hefur reitt marga Demókrata til reiði. Eins og áður segir hafa Demókratar hótað sambærilegum aðgerðum en þær eru lengst komnar á veg í Kaliforníu. Kjördæmi þar hafa lengi verið teiknuð af ópólitískri nefnd og til að breyta því og í senn kjördæmum í ríkinu þarf að fá íbúa ríkisins til að greiða atkvæði um breytingarnar. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti í vikunni yfir stuðning við að Demókratar breyttu kjördæmum í ríkjum þar sem þeir stjórna og nefndi viðleitnina í Kaliforníu sérstaklega og þau ummæli Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, um að þetta væri gert í viðbragði við aðgerðum Repúblikana og væri eingöngu ætlað að jafna leikinn. Það sagði Obama, samkvæmt New York Times, að væri skynsöm leið. Hann sagðist sjálfur vera alfarið mótfallinn því að teikna kjördæmi ríkja upp með pólitískum hætti og því hefði hann þurft að hugsa vel um afstöðu sína. Obama sagði að það sem ráðið hefði úrslitum í huga hans væri að Trump-liðar og Repúblikanar víða um Bandaríkin virtust ekki trúa á almennt lýðræði og að ef þeir fengju að ráða, myndu þeir ekki hætta að bæta stöðu sína með ólýðræðislegum hætti. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Breytingarnar eiga enn eftir að fara fyrir öldungadeild ríkisþings Texas og svo á borð Gregs Abbott, ríkisstjóra, sem þarf að skrifa undir þær áður en þær taka gildi, eins og bent er á í frétt AP fréttaveitunnar. Sambærilegar þreifingar eiga sér stað í öðrum ríkjum sem Repúblikanar stjórna, að miklu leyti vegna þrýstingi frá Trump, og hafa Demókratar hótað að gera hið sama í ríkjum þar sem þeir eru við stjórnvölinn, hafi þeir yfir höfuð tök á því. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas flúðu ríkið til að koma í veg fyrir að nýju kjördæmin yrðu samþykk en sneru aftur á dögunum, eftir að þingfundi lauk. Þá var boðaður nýr þingfundur og lögregluþjónar fylgdu þingmönnunum um hvert fótmál, til að tryggja að þeir færu ekki aftur í felur. Sjá einnig: Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Í einföldu mál sagt er þetta gert með því að þjappa mörgum kjósendum eins flokks í fá kjördæmi og þynna út atkvæði annarra eins til stendur í Texas með því að skera borgir í litlar sneiðar og gera þau hluta af stærri svæðum þar sem kjósendur Repúblikanaflokksins eru fleiri. Það að gera þetta mitt á milli kjördæma og með eins pólitískum hætti og Repúblikanar í Texas eru að gera, hefur reitt marga Demókrata til reiði. Eins og áður segir hafa Demókratar hótað sambærilegum aðgerðum en þær eru lengst komnar á veg í Kaliforníu. Kjördæmi þar hafa lengi verið teiknuð af ópólitískri nefnd og til að breyta því og í senn kjördæmum í ríkinu þarf að fá íbúa ríkisins til að greiða atkvæði um breytingarnar. Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti í vikunni yfir stuðning við að Demókratar breyttu kjördæmum í ríkjum þar sem þeir stjórna og nefndi viðleitnina í Kaliforníu sérstaklega og þau ummæli Gavins Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, um að þetta væri gert í viðbragði við aðgerðum Repúblikana og væri eingöngu ætlað að jafna leikinn. Það sagði Obama, samkvæmt New York Times, að væri skynsöm leið. Hann sagðist sjálfur vera alfarið mótfallinn því að teikna kjördæmi ríkja upp með pólitískum hætti og því hefði hann þurft að hugsa vel um afstöðu sína. Obama sagði að það sem ráðið hefði úrslitum í huga hans væri að Trump-liðar og Repúblikanar víða um Bandaríkin virtust ekki trúa á almennt lýðræði og að ef þeir fengju að ráða, myndu þeir ekki hætta að bæta stöðu sína með ólýðræðislegum hætti.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeista í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira