Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. ágúst 2025 10:55 Um 77 prósent barna í Tógó eru beitt líkamlegu ofbeldi í refsingarskyni. Getty/Anadolu/Omer Urer Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) eru börn sem beitt eru líkamlegu ofbeldi í refsingarskyni 24 prósent ólíklegri til að fylgja kúrfu þega kemur að þroska. Niðurstöðurnar byggja á rannsókn sem gerð var í 49 efnaminni ríkjum heims en áætlað er að allt að 1,2 milljarður barna um allan heim sé beittur ofbeldi í refsingarskyni á ári hverju. Hugtakið „corporal punishment“ nær, samkvæmt WHO, til allra refsinga þar sem líkamlegu afli er beitt til að valda óþægindum eða sársauka. „Það liggja nú fyrir yfirgnæfandi vísindaleg gögn sem sýna að líkamlegar refsingar hafa í för með sér margþætta áhættu þegar kemur að heilsu barna,“ hefur Guardian eftir Etienne Krug, framkvæmdastjóra heilbrigðisþátta og forvarna hjá WHO. Hann segir ofbeldið ekki hafa nein jákvæð áhrif á hegðun, þroska eða velferð barna, né til hagsbóta fyrir foreldra né samfélagið. Börn sem beitt eru líkamlegu ofbeldi í refsingarskyni eru líklegri til að upplifa kvíða, þunglyndi og tillfinningalegan óstöðugleika, auk þess að hafa lélegra sjálfsmat. Þessir þættir geta síðar leitt til vímuefnaneyslu, ofbeldishegðunar og sjálfsvíga. Í Afríku og Mið-Ameríku eru 70 prósent barna beitt líkamlegu ofbeldi í refsingarskyni í skóla, einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru 77 prósent barna á aldrinum tveggja til fjórtán ára beitt líkamlegum refsingum í Tógó, 64 prósent í Sierra Leone, 63 prósent í Serbíu, 32 prósent í Úkraínu og 30 prósent í Kasakstan. Sextíu og átta ríki hafa bannað líkamlegt ofbeldi gegn börnum í refsingarskyni, þeirra á meðal Ísland. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira
Niðurstöðurnar byggja á rannsókn sem gerð var í 49 efnaminni ríkjum heims en áætlað er að allt að 1,2 milljarður barna um allan heim sé beittur ofbeldi í refsingarskyni á ári hverju. Hugtakið „corporal punishment“ nær, samkvæmt WHO, til allra refsinga þar sem líkamlegu afli er beitt til að valda óþægindum eða sársauka. „Það liggja nú fyrir yfirgnæfandi vísindaleg gögn sem sýna að líkamlegar refsingar hafa í för með sér margþætta áhættu þegar kemur að heilsu barna,“ hefur Guardian eftir Etienne Krug, framkvæmdastjóra heilbrigðisþátta og forvarna hjá WHO. Hann segir ofbeldið ekki hafa nein jákvæð áhrif á hegðun, þroska eða velferð barna, né til hagsbóta fyrir foreldra né samfélagið. Börn sem beitt eru líkamlegu ofbeldi í refsingarskyni eru líklegri til að upplifa kvíða, þunglyndi og tillfinningalegan óstöðugleika, auk þess að hafa lélegra sjálfsmat. Þessir þættir geta síðar leitt til vímuefnaneyslu, ofbeldishegðunar og sjálfsvíga. Í Afríku og Mið-Ameríku eru 70 prósent barna beitt líkamlegu ofbeldi í refsingarskyni í skóla, einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru 77 prósent barna á aldrinum tveggja til fjórtán ára beitt líkamlegum refsingum í Tógó, 64 prósent í Sierra Leone, 63 prósent í Serbíu, 32 prósent í Úkraínu og 30 prósent í Kasakstan. Sextíu og átta ríki hafa bannað líkamlegt ofbeldi gegn börnum í refsingarskyni, þeirra á meðal Ísland.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Sjá meira