Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 11:00 Í læknisfræðinni er oft litið á efnið sem frumorsök sjúkdóma. Líkami okkar er mældur, greindur og meðhöndlaður út frá því sem þar sést og skrá má með tölum. Þetta má kalla orsakasamhengi neðan frá og upp: að efnið móti hugann, að líkaminn segi allt og þar á meðal um upplifun okkar og líðan. Það má hins vegar skoða á veruleikann frá gagnstæðu sjónarhorni: að vitundin hafi áhrif niður í efnisheiminn. Hugsanir, viðhorf og líðan verða þá ekki aðeins afleiðing líkamsstarfsemi, heldur afl sem getur umbreytt henni. Þannig má tala um orsakasamhengi ofan frá og niður. Þessi tvö sjónarhorn virðast í fyrstu ósamrýmanleg, en við heilbrigðisþjónustu geta þau stutt hvort annað. Líkaminn talar Upplýsingar úr vísindum og læknisfræði sýna okkur með skýrum hætti hvernig rétt næring, regluleg hreyfing og nægur svefn hafa bein og mælanleg áhrif á heilsu. Lyf geta bjargað mannslífum og rannsóknir greint alvarlega sjúkdóma. Þetta er traustur grunnur. Vitundin hreyfir Þekkingin ein og sér breytir þó ekki lífinu. Við vitum flest hvað er hollt – en það er vitundin sem ræður því hvort við nýtum okkur það dag eftir dag. Af innri hvata ákveðum við að breyta mataræði, stunda hreyfingu eða leggja rækt við streitulosandi venjur. Streita grefur undan heilsu, en innri ró styrkir hana. Samspil Heilbrigði ræðst af samspili. Vísindin – segja okkur hvers líkaminn þarfnast. Vitundin – gefur okkur afl og vilja til að breyta og festa nýjar venjur í sessi. Þegar þessir kraftar vinna saman snýst heilbrigðisþjónustan ekki aðeins um viðbragð við einkennum. Hún verður leið til að styðja fólk í að umbreyta lífi sínu. Meðferð langvinnra sjúkdóma sýnir þetta skýrt: lyf geta haldið einkennum í skefjum, en lífsstílsbreytingar og vitundarvinna bæta lífsgæði og draga úr áhættu til lengri tíma. Heildræn sýn Það er ekki spurning hvort annað sé réttara en hitt. Spurningin er hvernig stuðla má að samspili líkama og vitundar. Vísindin gefa okkur áreiðanleg gögn, en vitundin gefur okkur kraftinn til að nýta þau. Þegar heilbrigðisþjónusta samþættir þetta verður hún að brú milli líkama og huga – milli þess sem hægt er að mæla og þess sem aðeins er hægt að lifa og njóta. Heilbrigði sem tvíátta samtal Heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar á að snúast um meira en að greina og meðhöndla. Hún þarf að styðja einstaklinginn í því að tengja saman eigin líkama sinn og vitund – gögn og reynslu, mælanlegt og ómælanlegt. Þegar sjúklingur fær ekki aðeins lyf eða góð ráð, heldur rými til að þróa með sér innri vitund og styrk til að breyta verður meðferðin lifandi ferli. Hún snýst ekki lengur bara um að „laga“ heldur einnig um að leiða einstaklinginn inn í sjálfstætt bataferli. Heildræn nálgun felur ekki í sér að hafna vísindum eða hefðbundinni læknisfræði heldur að samþætta hana við forvarnir, vitundarvinnu og lífsstílsstuðning. Þannig getum við hlúið að manneskjunni í heild sinni og þeim líkamssvæðum sem gefa okkur staðreyndirnar. Með þessu opnast nýjar leiðir þar sem heilbrigðisþjónustan er ekki aðeins neyðarviðbragð heldur langtíma leiðsögn til heilbrigðara lífs. Höfundur er meistaranemi í heildrænum læknavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Í læknisfræðinni er oft litið á efnið sem frumorsök sjúkdóma. Líkami okkar er mældur, greindur og meðhöndlaður út frá því sem þar sést og skrá má með tölum. Þetta má kalla orsakasamhengi neðan frá og upp: að efnið móti hugann, að líkaminn segi allt og þar á meðal um upplifun okkar og líðan. Það má hins vegar skoða á veruleikann frá gagnstæðu sjónarhorni: að vitundin hafi áhrif niður í efnisheiminn. Hugsanir, viðhorf og líðan verða þá ekki aðeins afleiðing líkamsstarfsemi, heldur afl sem getur umbreytt henni. Þannig má tala um orsakasamhengi ofan frá og niður. Þessi tvö sjónarhorn virðast í fyrstu ósamrýmanleg, en við heilbrigðisþjónustu geta þau stutt hvort annað. Líkaminn talar Upplýsingar úr vísindum og læknisfræði sýna okkur með skýrum hætti hvernig rétt næring, regluleg hreyfing og nægur svefn hafa bein og mælanleg áhrif á heilsu. Lyf geta bjargað mannslífum og rannsóknir greint alvarlega sjúkdóma. Þetta er traustur grunnur. Vitundin hreyfir Þekkingin ein og sér breytir þó ekki lífinu. Við vitum flest hvað er hollt – en það er vitundin sem ræður því hvort við nýtum okkur það dag eftir dag. Af innri hvata ákveðum við að breyta mataræði, stunda hreyfingu eða leggja rækt við streitulosandi venjur. Streita grefur undan heilsu, en innri ró styrkir hana. Samspil Heilbrigði ræðst af samspili. Vísindin – segja okkur hvers líkaminn þarfnast. Vitundin – gefur okkur afl og vilja til að breyta og festa nýjar venjur í sessi. Þegar þessir kraftar vinna saman snýst heilbrigðisþjónustan ekki aðeins um viðbragð við einkennum. Hún verður leið til að styðja fólk í að umbreyta lífi sínu. Meðferð langvinnra sjúkdóma sýnir þetta skýrt: lyf geta haldið einkennum í skefjum, en lífsstílsbreytingar og vitundarvinna bæta lífsgæði og draga úr áhættu til lengri tíma. Heildræn sýn Það er ekki spurning hvort annað sé réttara en hitt. Spurningin er hvernig stuðla má að samspili líkama og vitundar. Vísindin gefa okkur áreiðanleg gögn, en vitundin gefur okkur kraftinn til að nýta þau. Þegar heilbrigðisþjónusta samþættir þetta verður hún að brú milli líkama og huga – milli þess sem hægt er að mæla og þess sem aðeins er hægt að lifa og njóta. Heilbrigði sem tvíátta samtal Heilbrigðisþjónusta framtíðarinnar á að snúast um meira en að greina og meðhöndla. Hún þarf að styðja einstaklinginn í því að tengja saman eigin líkama sinn og vitund – gögn og reynslu, mælanlegt og ómælanlegt. Þegar sjúklingur fær ekki aðeins lyf eða góð ráð, heldur rými til að þróa með sér innri vitund og styrk til að breyta verður meðferðin lifandi ferli. Hún snýst ekki lengur bara um að „laga“ heldur einnig um að leiða einstaklinginn inn í sjálfstætt bataferli. Heildræn nálgun felur ekki í sér að hafna vísindum eða hefðbundinni læknisfræði heldur að samþætta hana við forvarnir, vitundarvinnu og lífsstílsstuðning. Þannig getum við hlúið að manneskjunni í heild sinni og þeim líkamssvæðum sem gefa okkur staðreyndirnar. Með þessu opnast nýjar leiðir þar sem heilbrigðisþjónustan er ekki aðeins neyðarviðbragð heldur langtíma leiðsögn til heilbrigðara lífs. Höfundur er meistaranemi í heildrænum læknavísindum.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun