Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. ágúst 2025 10:45 Aðeins tréstofnarnir standa eftir. Vísir/Magnús Hlynur Síðustu aspirnar á Austurvegi, sem liggur í gegnum Selfoss, hafa verið felldar. Bæjarstjóri Árborgar segir aspirnar hafa verið felldar í þágu umferðaröryggis en í stað þeirra komi fallegur gróður. Aspirnar stóðu á milli tveggja akgreina á Austurveginum en árið 2021 voru níu aspir felldar, íbúum til mikils ama. Þáverandi sveitastjórn barst bréf frá lögreglu þar sem lýst var áhyggjur af veru aspanna í kringum gangbrautir þar sem þær meðal annars skerðu vegsýn ökumanna stórra ökutækja. Gísli Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri, sagði í samtali við Vísi að ekki ætti að fella allar aspirnar heldur einungis þær níu sem voru síðan felldar. Í gærkvöldi voru síðan allar aspirnar sem eftir stóðu, í kringum tíu til tólf talsins, felldar. Austurvegi var lokað í nokkrar klukkustundir á meðan trén voru felld er segir í tilkynningu á heimasíðu Árborgar. Þónokkur tré voru felld seint í gærkvöldi.Vísir/Magnús Hlynur „Þetta er búið að vera framhaldsverkefni því aspirnar, samkvæmt fagaðilum orðnar gamlar og hættulegar. Við höfum verið að vinna með Vegagerðinni að því að fjarlæga aspirnar og setja í staðinn grindverk til að auka umferðaröryggi en síðan ný tré. Það verður falleg blanda af grænum gróðri við götuna,“ segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Að sögn hans stendur til að koma fyrir grindverki og svokölluðum borgartrjám fyrir í stað aspanna. Aðspurður hvers vegna aspirnar séu felldar núna, fjórum árum eftir að þær fyrstu voru teknar, segir Bragi að þegar farið var fyrst í verkefnið hafi verið ákveðið að gera það í köflum. Aspirnar fyrr í sumar og svo nú í morgun.Samsett „Við erum að gera þetta í samstarfi við Vegagerðina. Auðvitað snýst þetta líka um fjármagn, að taka þau niður og setja svo ný. Þannig að þetta kostar allt saman svo það var ákveðið að gera þetta í skrefum og sjá hvort hvað myndi virka. Það skilaði sér, aukin sýn akandi og menn telja að það hafi skilað meira öryggi og þess vegna var þetta tekið í áföngum.“ Ekki standi til að skilja veginn eftir eins og hann er nú en mörg tækifæri felist í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. „Miklar breytingar sem geta orðið með nýrri Ölfusábrú líka. Þá verður Austurvegurinn, þar sem aspirnar voru felldar, orðinn innanbæjarvegur og þá er margt sem hægt er að gera bæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Það eru tækifæri þegar að því kemur,“ segir Bjarni. Aspir felldar á Austurvegi Árborg Tré Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira
Aspirnar stóðu á milli tveggja akgreina á Austurveginum en árið 2021 voru níu aspir felldar, íbúum til mikils ama. Þáverandi sveitastjórn barst bréf frá lögreglu þar sem lýst var áhyggjur af veru aspanna í kringum gangbrautir þar sem þær meðal annars skerðu vegsýn ökumanna stórra ökutækja. Gísli Halldór Halldórsson, þáverandi bæjarstjóri, sagði í samtali við Vísi að ekki ætti að fella allar aspirnar heldur einungis þær níu sem voru síðan felldar. Í gærkvöldi voru síðan allar aspirnar sem eftir stóðu, í kringum tíu til tólf talsins, felldar. Austurvegi var lokað í nokkrar klukkustundir á meðan trén voru felld er segir í tilkynningu á heimasíðu Árborgar. Þónokkur tré voru felld seint í gærkvöldi.Vísir/Magnús Hlynur „Þetta er búið að vera framhaldsverkefni því aspirnar, samkvæmt fagaðilum orðnar gamlar og hættulegar. Við höfum verið að vinna með Vegagerðinni að því að fjarlæga aspirnar og setja í staðinn grindverk til að auka umferðaröryggi en síðan ný tré. Það verður falleg blanda af grænum gróðri við götuna,“ segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar. Að sögn hans stendur til að koma fyrir grindverki og svokölluðum borgartrjám fyrir í stað aspanna. Aðspurður hvers vegna aspirnar séu felldar núna, fjórum árum eftir að þær fyrstu voru teknar, segir Bragi að þegar farið var fyrst í verkefnið hafi verið ákveðið að gera það í köflum. Aspirnar fyrr í sumar og svo nú í morgun.Samsett „Við erum að gera þetta í samstarfi við Vegagerðina. Auðvitað snýst þetta líka um fjármagn, að taka þau niður og setja svo ný. Þannig að þetta kostar allt saman svo það var ákveðið að gera þetta í skrefum og sjá hvort hvað myndi virka. Það skilaði sér, aukin sýn akandi og menn telja að það hafi skilað meira öryggi og þess vegna var þetta tekið í áföngum.“ Ekki standi til að skilja veginn eftir eins og hann er nú en mörg tækifæri felist í byggingu nýrrar Ölfusárbrúar. „Miklar breytingar sem geta orðið með nýrri Ölfusábrú líka. Þá verður Austurvegurinn, þar sem aspirnar voru felldar, orðinn innanbæjarvegur og þá er margt sem hægt er að gera bæði fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur. Það eru tækifæri þegar að því kemur,“ segir Bjarni.
Aspir felldar á Austurvegi Árborg Tré Skógrækt og landgræðsla Umferðaröryggi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Sjá meira