„Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Árni Sæberg skrifar 21. ágúst 2025 09:08 Sigmundur Davíð gefur lítið fyrir orð fjármálaráðherra. Vísir/Lýður Formaður Miðflokksins segir fyrirheit fjármálaráðherra um aukið aðhald í ríkisfjármálum lofa góðu. Vandinn sé hins vegar sá að hingað til hafi ríkisstjórnin gert þvert á öll slík loforð. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar í gær í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum. Ætla að tryggja stöðugleika Hann sagði ákvörðun nefndarinnar hefðu verið vonbrigði, en þó fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þyrfti að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag væri til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már. Haldi áfram að gefa út gúmmítékka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, brást við þessum orðum fjármálaráðherra í sama fréttatíma. „Nálgunin er svo sem æskileg. Vandinn er bara sá að ríkisstjórnin hefur gert þvert á þetta fram að þessu,“ sagði hann. Ríkisstjórnin hefði fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir það frá fjármálaráði stjórnvalda. Í álitsgerð fjármálaráðs vegna fjármálaáætlunar fyrir árin 2026 til 2030 sagði meðal annars að ráðið beindi því til stjórnvalda að greina hvers vegna hlutfall útgjalda hins opinbera og landsframleiðslu hefði haldist jafnhátt og það hefur gert eftir heimsfaraldur, óákjósanlegt væri að hið opinbera væri leiðandi í launaþróun og að mikilvægt væri að tryggja að tveggja prósenta raungjaldaútgjaldavöxtur, sem boðaður er í stöðugleikareglu ríkisstjórnarinnar, yrði hámark frekar en markmið. „Það hefur ekki tekist að ná tökum á fjárlögunum og þau hafa frestað því að gera það, haldið áfram að gefa út gúmmítékka og kom á daginn fyrir vikið að þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja, sem mun engu skila. Af því að merkin frá stjórnvöldum eru: Við erum ekki búin að ná tökum á þessu og sjáum ekki fram á að ná tökum á þessu næstu árin,“ sagði Sigmundur Davíð. Innfluttur hagvöxtur Sem áður segir nefndi Daði Már húsnæðismálin sérstaklega og sagði nauðsynlegt að taka þau föstum tökum, sem yrði gert strax í haust. Hvað finnst þér að þurfa að gera í húsnæðismálum? „Það er náttúrlega mjög merkilegt að í landi þar sem íbúunum, Íslendingunum, fjölgar eiginlega ekki neitt, sé þessi mikli húsnæðisskortur. Það er afleiðing af því að hér hefur verið farin sú leið að flytja inn hagvöxt, sem er á margan hátt gervihagvöxtur, það er verið að flytja inn hagvöxt í formi þess að flytja inn sem flest fólk, sem auðvitað þarf húsnæði og aðra þjónustu. Til lengri tíma litið þá er það ekki æskilegt fyrir hagkerfið og hefur þessi áhrif, meðal annars, þennan húsnæðisskort sem við upplifum núna,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef þú værir í ríkisstjórn, hvað myndir þú gera til að ná niður verðbólgunni? „Það er ekki hægt að ná niður verðbólgunni öðruvísi en að taka fyrir alvöru, ekki bara einhverjum yfirlýsingum heldur með alvöru aðgerðum, á ríkisfjármálunum og ná tökum á landamærunum.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, var til viðtals í kvöldfréttum Sýnar í gær í tilefni af ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að halda stýrivöxtum óbreyttum í 7,5 prósentum. Ætla að tryggja stöðugleika Hann sagði ákvörðun nefndarinnar hefðu verið vonbrigði, en þó fyrirsjáanlega. Húsnæðismálin þyrfti að taka sérstaklega föstum tökum og að samkomulag væri til staðar milli ríkisstjórnarflokka þar að lútandi. Þá nefndi Daði einnig stöðugleikaregluna sem ríkisstjórnin kynnti í vor og sagði það beinlínis markmið hennar að tryggja að ríkisfjármál séu sjálfbær. „Fjármálafrumvarpið í haust mun sýna meira aðhald heldur en menn hafa séð hjá fyrri ríkisstjórnum einfaldlega vegna þess að við ætlum okkur að tryggja stöðugleika í verðlagi,“ sagði Daði Már. Haldi áfram að gefa út gúmmítékka Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, brást við þessum orðum fjármálaráðherra í sama fréttatíma. „Nálgunin er svo sem æskileg. Vandinn er bara sá að ríkisstjórnin hefur gert þvert á þetta fram að þessu,“ sagði hann. Ríkisstjórnin hefði fengið á sig talsverða gagnrýni fyrir það frá fjármálaráði stjórnvalda. Í álitsgerð fjármálaráðs vegna fjármálaáætlunar fyrir árin 2026 til 2030 sagði meðal annars að ráðið beindi því til stjórnvalda að greina hvers vegna hlutfall útgjalda hins opinbera og landsframleiðslu hefði haldist jafnhátt og það hefur gert eftir heimsfaraldur, óákjósanlegt væri að hið opinbera væri leiðandi í launaþróun og að mikilvægt væri að tryggja að tveggja prósenta raungjaldaútgjaldavöxtur, sem boðaður er í stöðugleikareglu ríkisstjórnarinnar, yrði hámark frekar en markmið. „Það hefur ekki tekist að ná tökum á fjárlögunum og þau hafa frestað því að gera það, haldið áfram að gefa út gúmmítékka og kom á daginn fyrir vikið að þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja, sem mun engu skila. Af því að merkin frá stjórnvöldum eru: Við erum ekki búin að ná tökum á þessu og sjáum ekki fram á að ná tökum á þessu næstu árin,“ sagði Sigmundur Davíð. Innfluttur hagvöxtur Sem áður segir nefndi Daði Már húsnæðismálin sérstaklega og sagði nauðsynlegt að taka þau föstum tökum, sem yrði gert strax í haust. Hvað finnst þér að þurfa að gera í húsnæðismálum? „Það er náttúrlega mjög merkilegt að í landi þar sem íbúunum, Íslendingunum, fjölgar eiginlega ekki neitt, sé þessi mikli húsnæðisskortur. Það er afleiðing af því að hér hefur verið farin sú leið að flytja inn hagvöxt, sem er á margan hátt gervihagvöxtur, það er verið að flytja inn hagvöxt í formi þess að flytja inn sem flest fólk, sem auðvitað þarf húsnæði og aðra þjónustu. Til lengri tíma litið þá er það ekki æskilegt fyrir hagkerfið og hefur þessi áhrif, meðal annars, þennan húsnæðisskort sem við upplifum núna,“ sagði Sigmundur Davíð. Ef þú værir í ríkisstjórn, hvað myndir þú gera til að ná niður verðbólgunni? „Það er ekki hægt að ná niður verðbólgunni öðruvísi en að taka fyrir alvöru, ekki bara einhverjum yfirlýsingum heldur með alvöru aðgerðum, á ríkisfjármálunum og ná tökum á landamærunum.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Miðflokkurinn Viðreisn Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?