„Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2025 08:02 Iga Swiatek tapaði ekki einu einasta setti á Cincinnati Open. Getty/Robert Prange Pólska tennisstjarnan Iga Swiatek lét vægast sagt furðuleg ummæli spyrils í viðtali ekki trufla sig á leið sinni að sigri á Cincinnati Open mótinu um helgina. Hin 24 ára gamla Swiatek vann Jasmine Paolini frá Ítalíu í úrslitaleiknum, 7-5 og 6-4, og fer því full sjálfstrausts inn í Opna bandaríska mótið sem hefst á sunnudaginn. Í undanúrslitunum vann hún Elenu Rybakina og var gripin í viðtal þar sem skringileg ummæli féllu, eins og sjá má hér að neðan. Iga Swiatek after beating Elena Rybakina to reach 1st Cincinnati finalIga: “Wait… is that rain?“No, it’s probably me spitting on you while I’m asking a question” 💀💀💀 pic.twitter.com/WTtrHahXmp— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 17, 2025 Swiatek ætlaði að fara að svara spurningu en stoppaði viðtalið því henni fannst eins og að hún hefði fengið á sig regndropa. Þá sagði spyrillinn: „Nei, nei, nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig þegar ég var að spyrja þig.“ Swiatek, sem er í þriðja sæti heimslistans, var ekkert að kippa sér upp við þetta og sagðist einfaldlega hafa talið siga hafa heyrt í þrumum en hélt svo áfram með viðtalið. Eins og fyrr segir vann hún svo sigur á mótinu og tapaði raunar ekki setti á öllu mótinu, sem gefur góð fyrirheit fyrir síðasta risamót ársins. Swiatek vann Wimbledon-mótið í síðasta mánuði. „Ég er ánægð með vinnuna hjá mér, hvernig hlutirnir hafa þróast. Ég er líka ánægð með að hafa ekki tapað setti. Ég er góður spilari og get spilað á hvaða undirlagi sem er,“ sagði Swiatek eftir mótið. Tennis Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Sjá meira
Hin 24 ára gamla Swiatek vann Jasmine Paolini frá Ítalíu í úrslitaleiknum, 7-5 og 6-4, og fer því full sjálfstrausts inn í Opna bandaríska mótið sem hefst á sunnudaginn. Í undanúrslitunum vann hún Elenu Rybakina og var gripin í viðtal þar sem skringileg ummæli féllu, eins og sjá má hér að neðan. Iga Swiatek after beating Elena Rybakina to reach 1st Cincinnati finalIga: “Wait… is that rain?“No, it’s probably me spitting on you while I’m asking a question” 💀💀💀 pic.twitter.com/WTtrHahXmp— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) August 17, 2025 Swiatek ætlaði að fara að svara spurningu en stoppaði viðtalið því henni fannst eins og að hún hefði fengið á sig regndropa. Þá sagði spyrillinn: „Nei, nei, nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig þegar ég var að spyrja þig.“ Swiatek, sem er í þriðja sæti heimslistans, var ekkert að kippa sér upp við þetta og sagðist einfaldlega hafa talið siga hafa heyrt í þrumum en hélt svo áfram með viðtalið. Eins og fyrr segir vann hún svo sigur á mótinu og tapaði raunar ekki setti á öllu mótinu, sem gefur góð fyrirheit fyrir síðasta risamót ársins. Swiatek vann Wimbledon-mótið í síðasta mánuði. „Ég er ánægð með vinnuna hjá mér, hvernig hlutirnir hafa þróast. Ég er líka ánægð með að hafa ekki tapað setti. Ég er góður spilari og get spilað á hvaða undirlagi sem er,“ sagði Swiatek eftir mótið.
Tennis Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks Sport Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Sjá meira