Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Bjarki Sigurðsson og Jón Þór Stefánsson skrifa 19. ágúst 2025 19:25 Hér má sjá vettvang hraðbankaránsins. Vísir/Anton Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Er talið að sakborningar í málunum tveimur tengist? „Við höfum engar upplýsingar um það.“ Greint var frá því fyrr í dag að lögreglan hefði gert húsleit í tengslum við hraðbankaþjófnaðinn á heimili Stefáns Blackburn. Hann er einn fimm sakborninga Gufunesmálsins, og hefur verið ákærður fyrir manndráp, rán og frelsissivptingu. Honum er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Stefán var ekki heima hjá sér þegar húsleit lögreglu fór fram, en hann sætir gæsluvarðhaldi vegna Gufunesmálsins. „Hann var bara kraflaður út“ Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 í nótt. „Við förum þegar á staðinn og sjáum að það er búið að taka hluta hraðbankans með miklum látum. Það kemur síðan í ljós að það var grafa notuð við það,“ segir Hjördís. Grafan fannst síðan skammt frá, en henni hafði verið stolið fyrr um nóttina. Þjófarnir munu hafa notað skóflu gröfunnar við verknaðinn. „Hann var bara kraflaður út.“ Ákveðnir einstaklingar liggi undir grun Hjördís segir rannsóknina ganga vel. Lögreglan hafi fengið mikið af upplýsingum og sækja myndefni. Hún telur að mikil vinna muni fara í að fara yfir myndefnið, en hún segir að enn séu að finnast myndavélar með myndefni sem gæti haft vægi í rannsókninni. Lögreglan er með ákveðna einstaklinga grunaða. Að sögn Hjördísar eru þeir fleiri en einn, en þó veit lögreglan ekki hvort einn eða fleiri hafi verið að verki í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en lögreglan hefur ráðist í húsleitir. „Við erum að leggja mikið kapp á leysa málið.“ Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
„Það er ekkert sem bendir til þess,“ segir Hjördís í samtali við fréttastofu. Er talið að sakborningar í málunum tveimur tengist? „Við höfum engar upplýsingar um það.“ Greint var frá því fyrr í dag að lögreglan hefði gert húsleit í tengslum við hraðbankaþjófnaðinn á heimili Stefáns Blackburn. Hann er einn fimm sakborninga Gufunesmálsins, og hefur verið ákærður fyrir manndráp, rán og frelsissivptingu. Honum er gefið að sök að hafa numið mann á sjötugsaldri á brott af heimili hans í Þorlákshöfn að kvöldi 10. mars síðastliðinn og beitt hann margvíslegu ofbeldi með það að markmiði að hafa af honum fé. Maðurinn sem varð fyrir árásinni fannst illa haldinn í Gufunesi morguninn eftir og lést skömmu síðar. Stefán var ekki heima hjá sér þegar húsleit lögreglu fór fram, en hann sætir gæsluvarðhaldi vegna Gufunesmálsins. „Hann var bara kraflaður út“ Hraðbankaþjófnaðurinn átti sér stað í hraðbankaútibúi Íslandsbanka í Þverholti Mosfellsbæjar í nótt. Lögregla fékk tilkynningu um málið klukkan 4:14 í nótt. „Við förum þegar á staðinn og sjáum að það er búið að taka hluta hraðbankans með miklum látum. Það kemur síðan í ljós að það var grafa notuð við það,“ segir Hjördís. Grafan fannst síðan skammt frá, en henni hafði verið stolið fyrr um nóttina. Þjófarnir munu hafa notað skóflu gröfunnar við verknaðinn. „Hann var bara kraflaður út.“ Ákveðnir einstaklingar liggi undir grun Hjördís segir rannsóknina ganga vel. Lögreglan hafi fengið mikið af upplýsingum og sækja myndefni. Hún telur að mikil vinna muni fara í að fara yfir myndefnið, en hún segir að enn séu að finnast myndavélar með myndefni sem gæti haft vægi í rannsókninni. Lögreglan er með ákveðna einstaklinga grunaða. Að sögn Hjördísar eru þeir fleiri en einn, en þó veit lögreglan ekki hvort einn eða fleiri hafi verið að verki í nótt. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins, en lögreglan hefur ráðist í húsleitir. „Við erum að leggja mikið kapp á leysa málið.“
Manndráp í Gufunesi Lögreglumál Mosfellsbær Hraðbanka stolið í Mosfellsbæ Tengdar fréttir Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. 19. ágúst 2025 08:31