„Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. ágúst 2025 12:03 Albert Jónsson segir fundinn sem slíkan hafa verið góðan, en litlar líkur séu á að vopnahlé komist á. Rússar muni ekki samþykkja þær öryggistryggingar sem ræddar hafi verið til handa Úkraínu, og þar strandi málið. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum segir fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta með forseta Úkraínu og öðrum leiðtogum Evrópuríkja hafa verið ágætan, en hann hafi skilað litlum árangri. Allt strandi á afstöðu Rússlands gagnvart vopnahléi og öryggistryggingum, sem hafi ekkert breyst, þrátt fyrir fundi. Fundi Selenskís með Trump og fjölda Evrópuleiðtoga hefur verið lýst sem góðum, en fátt er þó fast í hendi eftir hann. Fyrrverandi sendiherra í Rússlandi -og Bandaríkjunum tekur undir að fundurinn hafi verið góður, en engin grundvallarbreyting hafi orðið á afstöðu Rússa til vopnahlés eða stríðsloka í Úkraínu. „Þeir vilja ekki vopnahlé. Þeir vilja viðræður og samninga, og svo vopnahlé. Það er bara klassískur tafaleikur. Það er endalaust hægt að teygja þann lopa á meðan Rússar vonast til að ná meiri árangri á vígvellinum í Úkraínu,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra. Rússar þvertaki fyrir friðargæslu Því virðist þó öfugt farið, þar sem Rússar séu að tapa fótfestu í Donbass-héröðum, austast í Úkraínu. Umræða um öryggistryggingar var fyrirferðarmikil á fundi gærdagsins, sem gæti falist í viðveru NATO-hermanna eða friðargæsluliðs í Úkraínu. „Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, María Sakarova, hún hafnar þessu algjörlega í morgun. Það er heldur ekki nýtt. Hún segir: Það kemur ekki til greina neinir hermenn, frá neinu NATO-ríki, inni í Úkraínu.“ Viljinn til staðar hjá Vesturlöndum Sú afstaða komi ekki á óvart, í ljósi áhuga Rússa á að gera Úkraínu að ríki innan áhrifasvæðis síns. „Þú samþykkir ekki erlenda hermenn inn á áhrifasvæði þitt, er það? Þannig að því miður vantar ennþá ansi mikið. En viljinn er til staðar hjá bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríkjunum að koma einhverju í gang. Það er augljóst. En það rekst, sem fyrr, á það að kröfur Rússa og markmið hafa bara ekki tekið breytingum.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Fundi Selenskís með Trump og fjölda Evrópuleiðtoga hefur verið lýst sem góðum, en fátt er þó fast í hendi eftir hann. Fyrrverandi sendiherra í Rússlandi -og Bandaríkjunum tekur undir að fundurinn hafi verið góður, en engin grundvallarbreyting hafi orðið á afstöðu Rússa til vopnahlés eða stríðsloka í Úkraínu. „Þeir vilja ekki vopnahlé. Þeir vilja viðræður og samninga, og svo vopnahlé. Það er bara klassískur tafaleikur. Það er endalaust hægt að teygja þann lopa á meðan Rússar vonast til að ná meiri árangri á vígvellinum í Úkraínu,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra. Rússar þvertaki fyrir friðargæslu Því virðist þó öfugt farið, þar sem Rússar séu að tapa fótfestu í Donbass-héröðum, austast í Úkraínu. Umræða um öryggistryggingar var fyrirferðarmikil á fundi gærdagsins, sem gæti falist í viðveru NATO-hermanna eða friðargæsluliðs í Úkraínu. „Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins, María Sakarova, hún hafnar þessu algjörlega í morgun. Það er heldur ekki nýtt. Hún segir: Það kemur ekki til greina neinir hermenn, frá neinu NATO-ríki, inni í Úkraínu.“ Viljinn til staðar hjá Vesturlöndum Sú afstaða komi ekki á óvart, í ljósi áhuga Rússa á að gera Úkraínu að ríki innan áhrifasvæðis síns. „Þú samþykkir ekki erlenda hermenn inn á áhrifasvæði þitt, er það? Þannig að því miður vantar ennþá ansi mikið. En viljinn er til staðar hjá bæði Bandaríkjaforseta og Evrópuríkjunum að koma einhverju í gang. Það er augljóst. En það rekst, sem fyrr, á það að kröfur Rússa og markmið hafa bara ekki tekið breytingum.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira