Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 08:05 Camilla Herrem er ein af goðsögnum norska landsliðsins í handbolta sem varla fór á stórmót án þess að vinna verðlaun. Samsett/TV2/EPA Ein af aðalstjörnunum úr sigursælu landsliði Noregs í handbolta, Camilla Herrem, greindist með brjóstakrabbamein í sumar. Hún hefur verið í stífri lyfjameðferð en samt getað æft handbolta og ætlar að spila áfram með liði sínu í vetur. Norska þjóðin var í sjokki þegar Herrem greindi frá því í sumar að hún hefði greinst með krabbamein. Þessi 38 ára gamla hornakona, sem rakaði inn verðlaunum undir stjórn Þóris Hergeirssonar á stórmótum þar til þau hættu bæði hjá norska landsliðinu í lok síðasta árs, hefur síðan haldið sig frá fjölmiðlum, þar til nú. Í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2 gat hún ekki haldið aftur af tárunum þegar hún ræddi um hvernig var að greinast með krabbamein. Síða hárið var fljótt að fara í lyfjameðferðinni en líkaminn hefur hins vegar brugðist það vel við að Herrem ætlar sér að spila með liði sínu Sola þegar ný leiktíð hefst 31. ágúst. Hún hefur nefnilega getað æft og spilað æfingaleiki, og tók til að mynda þátt í æfingaferð til Danmerkur. „Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti setið hérna og talað um að vera klár í byrjun nýrrar leiktíðar,“ sagði Herrem í viðtalinu enda langt því frá sjálfgefið að sú yrði raunin. View this post on Instagram A post shared by Camilla Herrem (@herremcamilla) „Það var virkilega gott að standa aftur inni á vellinum en það var samt fullt af svona „fyrsta sinn“ aðstæðum sem ég þurfti að takast á við. Að koma inn í höllina án hárs og hita upp. Ég þurfti að koma mér í mitt eigið „zone“ því það var ótrúlega mikið af fólki að horfa á,“ sagði Herrem um æfingaleikina sem hún spilaði. Til að byrja með lék hún tvisvar tíu mínútur í leik, og svo tvisvar fimmtán mínútur, og nú telur Herrem sig tilbúna að hefja leiktíðina. Fimm dögum áður lýkur strangri lyfjameðferð og við tekur mildari meðferð næstu þrjá mánuðina. Hún viðurkennir að það sé ekkert auðvelt að takast á við þetta: „En ég verð svo sterkari og sterkari,“ sagði Herrem. „Þetta hefur verið erfiðast andlega. Það er gott að það voru ekki fleiri í höfðinu á mér. Þetta var mjög erfitt andlega,“ sagði Herrem sem er gift og á tvö börn. Hún hefur einmitt áður einnig verið ofurfljót á handboltavöllinn eftir barneignir. Eins og fyrr segir hætti Herrem í landsliðinu eftir Evrópumeistaratitilinn í desember í fyrra, á sama tíma og Þórir hætti með landsliðið. Herrem vann alls sautján verðlaun með landsliðinu á stórmótum, þar af ellefu gullverðlaun. Hún vann tvisvar Ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og sex Evrópumeistaratitla. Hún skoraði alls 951 mark í 332 leikjum með norska landsliðinu. Norski handboltinn Krabbamein Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Norska þjóðin var í sjokki þegar Herrem greindi frá því í sumar að hún hefði greinst með krabbamein. Þessi 38 ára gamla hornakona, sem rakaði inn verðlaunum undir stjórn Þóris Hergeirssonar á stórmótum þar til þau hættu bæði hjá norska landsliðinu í lok síðasta árs, hefur síðan haldið sig frá fjölmiðlum, þar til nú. Í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2 gat hún ekki haldið aftur af tárunum þegar hún ræddi um hvernig var að greinast með krabbamein. Síða hárið var fljótt að fara í lyfjameðferðinni en líkaminn hefur hins vegar brugðist það vel við að Herrem ætlar sér að spila með liði sínu Sola þegar ný leiktíð hefst 31. ágúst. Hún hefur nefnilega getað æft og spilað æfingaleiki, og tók til að mynda þátt í æfingaferð til Danmerkur. „Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti setið hérna og talað um að vera klár í byrjun nýrrar leiktíðar,“ sagði Herrem í viðtalinu enda langt því frá sjálfgefið að sú yrði raunin. View this post on Instagram A post shared by Camilla Herrem (@herremcamilla) „Það var virkilega gott að standa aftur inni á vellinum en það var samt fullt af svona „fyrsta sinn“ aðstæðum sem ég þurfti að takast á við. Að koma inn í höllina án hárs og hita upp. Ég þurfti að koma mér í mitt eigið „zone“ því það var ótrúlega mikið af fólki að horfa á,“ sagði Herrem um æfingaleikina sem hún spilaði. Til að byrja með lék hún tvisvar tíu mínútur í leik, og svo tvisvar fimmtán mínútur, og nú telur Herrem sig tilbúna að hefja leiktíðina. Fimm dögum áður lýkur strangri lyfjameðferð og við tekur mildari meðferð næstu þrjá mánuðina. Hún viðurkennir að það sé ekkert auðvelt að takast á við þetta: „En ég verð svo sterkari og sterkari,“ sagði Herrem. „Þetta hefur verið erfiðast andlega. Það er gott að það voru ekki fleiri í höfðinu á mér. Þetta var mjög erfitt andlega,“ sagði Herrem sem er gift og á tvö börn. Hún hefur einmitt áður einnig verið ofurfljót á handboltavöllinn eftir barneignir. Eins og fyrr segir hætti Herrem í landsliðinu eftir Evrópumeistaratitilinn í desember í fyrra, á sama tíma og Þórir hætti með landsliðið. Herrem vann alls sautján verðlaun með landsliðinu á stórmótum, þar af ellefu gullverðlaun. Hún vann tvisvar Ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og sex Evrópumeistaratitla. Hún skoraði alls 951 mark í 332 leikjum með norska landsliðinu.
Norski handboltinn Krabbamein Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira