Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sindri Sverrisson skrifar 19. ágúst 2025 08:05 Camilla Herrem er ein af goðsögnum norska landsliðsins í handbolta sem varla fór á stórmót án þess að vinna verðlaun. Samsett/TV2/EPA Ein af aðalstjörnunum úr sigursælu landsliði Noregs í handbolta, Camilla Herrem, greindist með brjóstakrabbamein í sumar. Hún hefur verið í stífri lyfjameðferð en samt getað æft handbolta og ætlar að spila áfram með liði sínu í vetur. Norska þjóðin var í sjokki þegar Herrem greindi frá því í sumar að hún hefði greinst með krabbamein. Þessi 38 ára gamla hornakona, sem rakaði inn verðlaunum undir stjórn Þóris Hergeirssonar á stórmótum þar til þau hættu bæði hjá norska landsliðinu í lok síðasta árs, hefur síðan haldið sig frá fjölmiðlum, þar til nú. Í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2 gat hún ekki haldið aftur af tárunum þegar hún ræddi um hvernig var að greinast með krabbamein. Síða hárið var fljótt að fara í lyfjameðferðinni en líkaminn hefur hins vegar brugðist það vel við að Herrem ætlar sér að spila með liði sínu Sola þegar ný leiktíð hefst 31. ágúst. Hún hefur nefnilega getað æft og spilað æfingaleiki, og tók til að mynda þátt í æfingaferð til Danmerkur. „Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti setið hérna og talað um að vera klár í byrjun nýrrar leiktíðar,“ sagði Herrem í viðtalinu enda langt því frá sjálfgefið að sú yrði raunin. View this post on Instagram A post shared by Camilla Herrem (@herremcamilla) „Það var virkilega gott að standa aftur inni á vellinum en það var samt fullt af svona „fyrsta sinn“ aðstæðum sem ég þurfti að takast á við. Að koma inn í höllina án hárs og hita upp. Ég þurfti að koma mér í mitt eigið „zone“ því það var ótrúlega mikið af fólki að horfa á,“ sagði Herrem um æfingaleikina sem hún spilaði. Til að byrja með lék hún tvisvar tíu mínútur í leik, og svo tvisvar fimmtán mínútur, og nú telur Herrem sig tilbúna að hefja leiktíðina. Fimm dögum áður lýkur strangri lyfjameðferð og við tekur mildari meðferð næstu þrjá mánuðina. Hún viðurkennir að það sé ekkert auðvelt að takast á við þetta: „En ég verð svo sterkari og sterkari,“ sagði Herrem. „Þetta hefur verið erfiðast andlega. Það er gott að það voru ekki fleiri í höfðinu á mér. Þetta var mjög erfitt andlega,“ sagði Herrem sem er gift og á tvö börn. Hún hefur einmitt áður einnig verið ofurfljót á handboltavöllinn eftir barneignir. Eins og fyrr segir hætti Herrem í landsliðinu eftir Evrópumeistaratitilinn í desember í fyrra, á sama tíma og Þórir hætti með landsliðið. Herrem vann alls sautján verðlaun með landsliðinu á stórmótum, þar af ellefu gullverðlaun. Hún vann tvisvar Ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og sex Evrópumeistaratitla. Hún skoraði alls 951 mark í 332 leikjum með norska landsliðinu. Norski handboltinn Krabbamein Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Norska þjóðin var í sjokki þegar Herrem greindi frá því í sumar að hún hefði greinst með krabbamein. Þessi 38 ára gamla hornakona, sem rakaði inn verðlaunum undir stjórn Þóris Hergeirssonar á stórmótum þar til þau hættu bæði hjá norska landsliðinu í lok síðasta árs, hefur síðan haldið sig frá fjölmiðlum, þar til nú. Í viðtali við norsku sjónvarpsstöðina TV 2 gat hún ekki haldið aftur af tárunum þegar hún ræddi um hvernig var að greinast með krabbamein. Síða hárið var fljótt að fara í lyfjameðferðinni en líkaminn hefur hins vegar brugðist það vel við að Herrem ætlar sér að spila með liði sínu Sola þegar ný leiktíð hefst 31. ágúst. Hún hefur nefnilega getað æft og spilað æfingaleiki, og tók til að mynda þátt í æfingaferð til Danmerkur. „Ég hefði aldrei trúað því að ég gæti setið hérna og talað um að vera klár í byrjun nýrrar leiktíðar,“ sagði Herrem í viðtalinu enda langt því frá sjálfgefið að sú yrði raunin. View this post on Instagram A post shared by Camilla Herrem (@herremcamilla) „Það var virkilega gott að standa aftur inni á vellinum en það var samt fullt af svona „fyrsta sinn“ aðstæðum sem ég þurfti að takast á við. Að koma inn í höllina án hárs og hita upp. Ég þurfti að koma mér í mitt eigið „zone“ því það var ótrúlega mikið af fólki að horfa á,“ sagði Herrem um æfingaleikina sem hún spilaði. Til að byrja með lék hún tvisvar tíu mínútur í leik, og svo tvisvar fimmtán mínútur, og nú telur Herrem sig tilbúna að hefja leiktíðina. Fimm dögum áður lýkur strangri lyfjameðferð og við tekur mildari meðferð næstu þrjá mánuðina. Hún viðurkennir að það sé ekkert auðvelt að takast á við þetta: „En ég verð svo sterkari og sterkari,“ sagði Herrem. „Þetta hefur verið erfiðast andlega. Það er gott að það voru ekki fleiri í höfðinu á mér. Þetta var mjög erfitt andlega,“ sagði Herrem sem er gift og á tvö börn. Hún hefur einmitt áður einnig verið ofurfljót á handboltavöllinn eftir barneignir. Eins og fyrr segir hætti Herrem í landsliðinu eftir Evrópumeistaratitilinn í desember í fyrra, á sama tíma og Þórir hætti með landsliðið. Herrem vann alls sautján verðlaun með landsliðinu á stórmótum, þar af ellefu gullverðlaun. Hún vann tvisvar Ólympíugull, þrjá heimsmeistaratitla og sex Evrópumeistaratitla. Hún skoraði alls 951 mark í 332 leikjum með norska landsliðinu.
Norski handboltinn Krabbamein Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira