Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. ágúst 2025 13:38 Flugeldasýningin á Menningarnótt verður klukkutíma fyrr á ferðinni en áður. vísir/vilhelm Menningarnótt verður með breyttu sniði í ár í kjölfar þess að stúlka var myrt á hátíðinni á síðasta ári. Dagskrá Menningarnætur lýkur klukkutíma fyrr en fyrir ári og þá verður aukið við gæslu lögreglu og fleiri fulltrúar frístundamiðstöðva verða á svæðinu. 24. ágúst 2024, fyrir tæpu ári síðan, skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk átti sér stað voveiflegur atburður sem kom til með að skekja samfélagið. Bryndís Klara Birgisdóttir, sautján ára, var stungin til bana. Í kjölfarið hefur verið mikil vitundarvakning hér á landi varðandi ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnaður minningarsjóður í hennar nafni og stofnað til átaksins Riddarar kærleikans. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, segir að mikið hafi verið lagt upp úr forvörnum í ár fyrir Menningarnótt enda mikilvægt að stuðla að auknu öryggi. „Það er verkefni sem heitir Verum klár sem hefur verið í gangi í sumar sem við höfum verið að vinna með ungmennum og fleirum í því að gera fólk meðvitað um að hjálpa náunganum og standa saman. Það verkefni er í gangi ennþá og því verður haldið áfram.“ Gerðar eru breytingar á dagskrá hátíðarinnar en henni lýkur klukkutíma fyrr en áður til að gera hana fjölskylduvænni. „Svo verður hátíðin sett við Þjóðleikhúsið sem er 75 ára um hádegi og svo byrja viðburðirnir. Breytingin í ár er að við ætlum að hætta klukkan tíu. Hátíðin verður meira um daginn. Viðburðirnir byrja mjög mikið upp úr tólf. Á hátíðum á síðasta ári, sérstaklega á Menningarnótt og fleiri hátíðum, hefur verið vart við að unglingar séu mikið einir og jafnvel unglingadrykkju. Hugmyndin er að gera hátíðina að meiri fjölskylduhátíð.“ Þá verður aukin löggæsla á svæðinu. Viðvera Flotans, sem er hluti af forvarnarvettvangsstarfi félagsmiðstöðva, verður einnig meiri en síðustu ár. „Við vinnum alltaf allt þétt með lögreglu, slökkviliði og sjúkraliði og fleirum. Það eru haldnir margir fundir til að plana alla gæslu í borginni. Við erum að vinna með félagsmiðstöðvum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem verða með hópa sem að labba um, ásamt teymi frá lögreglu sem byrjar alveg klukkan þrjú. Síðan mæli ég bara með að mæta snemma í bæinn og vera góð við hvort annað og skemmta sér vel.“ Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira
24. ágúst 2024, fyrir tæpu ári síðan, skömmu eftir að hátíðardagskrá Menningarnætur lauk átti sér stað voveiflegur atburður sem kom til með að skekja samfélagið. Bryndís Klara Birgisdóttir, sautján ára, var stungin til bana. Í kjölfarið hefur verið mikil vitundarvakning hér á landi varðandi ofbeldi og vopnaburð ungmenna. Til að mynda var stofnaður minningarsjóður í hennar nafni og stofnað til átaksins Riddarar kærleikans. Guðmundur Birgir Halldórsson, verkefnastjóri viðburða hjá Reykjavíkurborg, segir að mikið hafi verið lagt upp úr forvörnum í ár fyrir Menningarnótt enda mikilvægt að stuðla að auknu öryggi. „Það er verkefni sem heitir Verum klár sem hefur verið í gangi í sumar sem við höfum verið að vinna með ungmennum og fleirum í því að gera fólk meðvitað um að hjálpa náunganum og standa saman. Það verkefni er í gangi ennþá og því verður haldið áfram.“ Gerðar eru breytingar á dagskrá hátíðarinnar en henni lýkur klukkutíma fyrr en áður til að gera hana fjölskylduvænni. „Svo verður hátíðin sett við Þjóðleikhúsið sem er 75 ára um hádegi og svo byrja viðburðirnir. Breytingin í ár er að við ætlum að hætta klukkan tíu. Hátíðin verður meira um daginn. Viðburðirnir byrja mjög mikið upp úr tólf. Á hátíðum á síðasta ári, sérstaklega á Menningarnótt og fleiri hátíðum, hefur verið vart við að unglingar séu mikið einir og jafnvel unglingadrykkju. Hugmyndin er að gera hátíðina að meiri fjölskylduhátíð.“ Þá verður aukin löggæsla á svæðinu. Viðvera Flotans, sem er hluti af forvarnarvettvangsstarfi félagsmiðstöðva, verður einnig meiri en síðustu ár. „Við vinnum alltaf allt þétt með lögreglu, slökkviliði og sjúkraliði og fleirum. Það eru haldnir margir fundir til að plana alla gæslu í borginni. Við erum að vinna með félagsmiðstöðvum frá öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu sem verða með hópa sem að labba um, ásamt teymi frá lögreglu sem byrjar alveg klukkan þrjú. Síðan mæli ég bara með að mæta snemma í bæinn og vera góð við hvort annað og skemmta sér vel.“
Menningarnótt Stunguárás við Skúlagötu Vopnaburður barna og ungmenna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Sjá meira