„Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. ágúst 2025 21:46 Böðvar hefur skartað nýju, snöggklipptu, útliti í síðustu tveimur leikjum. Síðan hann snoðaði sig hefur FH unnið tvo leiki í röð. vísir „Við erum sjálfum okkur verstir á köflum, maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar. Algjör óþarfi að hleypa leiknum upp í þetta, en fyrirfram hefði ég alveg tekið því að skora fimm á móti Íslandsmeisturunum“ sagði Böðvar Böðvarsson, fyrirliði FH, eftir ótrúlegan 4-5 sigur á Kópavogsvelli. Hann segir FH vera að nálgast stöðugleikann sem liðið hefur skort. Böðvar lagði tvö mörk upp í leiknum en þurfti að verjast vel undir lokin, því þrátt fyrir að FH kæmist þremur mörkum yfir í seinni hálfleik var Breiðablik næstum því búið að jafna undir lokin. FH sigur hins vegar niðurstaðan, þeirra fyrsti sigur á gervigrasi í sumar, sem Böðvar segir gefa liðinu mikið. „Sérstaklega á móti Íslandsmeisturunum. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í Evrópukeppni og kannski ekki ferskastir, búið að vera mikil törn hjá þeim. Þeir eru samt með stærsta hópinn og alvöru breidd, þannig að þetta er risastór sigur fyrir okkur og gífurlega mikilvægur fyrir okkar markmið í sumar.“ Hver eru þau markmið? Spurði Gunnlaugur Jónsson þá. „Nei. Síðast þegar ég talaði um markmið við þig varð allt vitlaust, þannig að ég ætla ekki að segja orð. Ætli það sé ekki bara að vinna næsta leik“ sagði Böðvar og skellti upp úr. Eitthvað hefur greinilega gengið á þeirra á milli í markmiðasetningu en Gunnlaugur færði talið þá aftur að leiknum og spurði hvað hefði breyst hjá FH í hálfleik. „Okkur fannst við ekki vera neitt spes í fyrri hálfleik, vorum full mikið að drífa okkur… Pressan hjá Breiðabliki gefur möguleika á að skipta boltanum milli kanta, ef þú ert rólegur á boltanum. Mér fannst við nýta okkur það töluvert betur í seinni hálfleik, vorum rólegri á boltanum og yfirvegaðir. Náum þannig að skapa okkur mjög góð færi.“ FH hefur skort stöðugleika í sumar en liðið hefur verið á fínu skriði undanfarið og núna unnið tvo leiki í röð. „Ef við vinnum ÍBV held ég að við séum taplausir í sex leikjum. Þannig að það er einhvers konar stöðugleiki“ sagði Böðvar að lokum. Besta deild karla FH Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira
Böðvar lagði tvö mörk upp í leiknum en þurfti að verjast vel undir lokin, því þrátt fyrir að FH kæmist þremur mörkum yfir í seinni hálfleik var Breiðablik næstum því búið að jafna undir lokin. FH sigur hins vegar niðurstaðan, þeirra fyrsti sigur á gervigrasi í sumar, sem Böðvar segir gefa liðinu mikið. „Sérstaklega á móti Íslandsmeisturunum. Ég geri mér grein fyrir því að þeir eru í Evrópukeppni og kannski ekki ferskastir, búið að vera mikil törn hjá þeim. Þeir eru samt með stærsta hópinn og alvöru breidd, þannig að þetta er risastór sigur fyrir okkur og gífurlega mikilvægur fyrir okkar markmið í sumar.“ Hver eru þau markmið? Spurði Gunnlaugur Jónsson þá. „Nei. Síðast þegar ég talaði um markmið við þig varð allt vitlaust, þannig að ég ætla ekki að segja orð. Ætli það sé ekki bara að vinna næsta leik“ sagði Böðvar og skellti upp úr. Eitthvað hefur greinilega gengið á þeirra á milli í markmiðasetningu en Gunnlaugur færði talið þá aftur að leiknum og spurði hvað hefði breyst hjá FH í hálfleik. „Okkur fannst við ekki vera neitt spes í fyrri hálfleik, vorum full mikið að drífa okkur… Pressan hjá Breiðabliki gefur möguleika á að skipta boltanum milli kanta, ef þú ert rólegur á boltanum. Mér fannst við nýta okkur það töluvert betur í seinni hálfleik, vorum rólegri á boltanum og yfirvegaðir. Náum þannig að skapa okkur mjög góð færi.“ FH hefur skort stöðugleika í sumar en liðið hefur verið á fínu skriði undanfarið og núna unnið tvo leiki í röð. „Ef við vinnum ÍBV held ég að við séum taplausir í sex leikjum. Þannig að það er einhvers konar stöðugleiki“ sagði Böðvar að lokum.
Besta deild karla FH Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Sjá meira