Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2025 07:02 Margrét Einarsdóttir lagaprófessor og formaður stjórnar Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík. Vísir/Lýður Prófessor í lögfræði telur að ástæða geti verið til að meta kostnað heilbrigðiskerfisins vegna fjölgunar efnahagslega óvirkra Evrópubúa hér á landi. Íslensk stjórnvöld veiti erlendum ríkisborgurum greiðari aðgang að sjúkratryggingakerfinu en þeim sé skylt. Ríkisborgarar Evrópusambandsríkja og EES-ríkja sem eru ekki virkir á vinnumarkaði þurfa að skrá lögheimili sitt hér ef þeir ætla að dvelja á Íslandi lengur en í þrjá mánuði. Þeim hefur fjölgað verulega sem það gera á undanförnum árum og voru þeir á sjöunda hundrað á ári frá 2020 til 2023. Þá eru námsmenn ekki taldir með. Í orði er forsenda þess að þeir geti sýnt fram á framfærslu og að þeir séu sjúkratryggðir. Á borði hefur slíkum kröfum þó verið lítt framfylgt, að því er kemur fram í grein sem Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og formaður stjórnar Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar skólans, skrifaði um rannsókn sem hún gerði í Tímarit Lögréttu. Þá bendir Margrét á að íslensk stjórnvöld veiti efnahagslega óvirkum innflytjendum almennt rétt á sjúkratryggingu í íslenska heilbrigðiskerfinu hafi þeir haft lögheimili hér á landi í að minnsta kosti sex mánuði, óháð þjóðerni og efnahagslegri stöðu. „Það í raun gerist það sama með íslenska ríkisborgara sem flytja til Íslands og alla aðra. Það er bara fyrir stjórnmálamenn hvort við viljum hafa það þannig. Við þurfum ekki að hafa það þannig,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Þurfa ekki að veita aðgang að sjúkratryggingum fyrr en eftir fimm ár Íslensk stjórnvöld veita efnahagslega óvirkum EES-borgurum mun ríkari réttindi en þeim ber skylda til samkvæmt EES-samningnum. Hann gerir ekki ráð fyrir að þessir einstaklingar öðlist þann rétt fyrr en þeir hafa fengið ótímabundið dvalarleyfi eftir fimm ára samfleytta og löglega dvöl í gistiríki. Líkir Margrét þessu við „gullhúðun“ löggjafar sem innleiddi Evróputilskipun um rétt borgara ESB og aðstandenda þeirra til frjálsrar farar og dvalar. Gullhúðun hefur verið notað um það þegar íslensk lög sem innleiða evrópskar tilskipanir ganga lengra en tilskipanirnar sjálfar. Margrét nefnir til samanburðar að í Noregi, sem er einnig hluti af EES, taki það efnahagslega óvirka borgara EES-svæðisins ár að fá aðgang að þarlendum sjúkratryggingum. Þurfa ekki að sýna fram á fullar tryggingar hjá Þjóðskrá Til þess að fá skráð lögheimili á Íslandi eiga efnahaglega óvirkir ríkisborgarar EES-svæðisins að þurfa að sýna fram á að þeir hafi sjúkratryggingu sem ábyrgist alla áhættu. Rannsókn Margrétar leiddi í ljós að þeirri kröfu sé ekki framfylgt hjá Þjóðskrá. Þannig hafi aðeins þrettán prósent þeirra sem sóttu um lögheimili hjá Þjóðskrá útvegað sér sérstaka sjúkratryggingu frá tryggingafélagi í heimalandi sínu. Um fjórðungur hafi keypt tryggingar á Íslandi en þær nái þó ekki yfir allt, þar á meðal kostnað vegna þungunar og fæðingar og sjúkdóma sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu. Þjóðskrá tekur við umsóknum um skráningu lögheimilis. Stofnunin hefur ekki framfylgt ítarlega kröfum sem eiga að vera gerðar til ríkisborgara EES-ríkja sem eru ekki virkir efnahagslega samkvæmt rannsóknar lagaprófessors við HR.Vísir/Vilhelm Þjóðskrá hafi til þessa tekið evrópska sjúkratryggingakortið sem fullnægjandi sjúkratryggingu þrátt fyrir að það sé aðeins ætlað til ferðalaga en ekki lengri dvöl. Margrét hefur þó ekki upplýsingar um hvort að kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu við þennan hóp fyrstu sex mánuði dvalar hans falli á einstaklingana sjálfa eða íslenska ríkið. Stjórnvöldum sé ekki skylt að greiða fyrir hana og sé heimilt að rukka þá um kostnaðinn. „Með hliðsjón af auknum fjölda efnahagslega óvirkra EES-borgara sem hafa flutt til Íslands á undanförnum árum kann að vera ástæða til að leggja mat á kostnað íslenska heilbrigðiskerfisins vegna þessa,“ segir í grein Margrétar. Innflytjendamál Heilbrigðismál Stjórnsýsla EES-samningurinn Evrópusambandið Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Ríkisborgarar Evrópusambandsríkja og EES-ríkja sem eru ekki virkir á vinnumarkaði þurfa að skrá lögheimili sitt hér ef þeir ætla að dvelja á Íslandi lengur en í þrjá mánuði. Þeim hefur fjölgað verulega sem það gera á undanförnum árum og voru þeir á sjöunda hundrað á ári frá 2020 til 2023. Þá eru námsmenn ekki taldir með. Í orði er forsenda þess að þeir geti sýnt fram á framfærslu og að þeir séu sjúkratryggðir. Á borði hefur slíkum kröfum þó verið lítt framfylgt, að því er kemur fram í grein sem Margrét Einarsdóttir, prófessor við Háskólann í Reykjavík og formaður stjórnar Alþjóða- og Evrópuréttarstofnunar skólans, skrifaði um rannsókn sem hún gerði í Tímarit Lögréttu. Þá bendir Margrét á að íslensk stjórnvöld veiti efnahagslega óvirkum innflytjendum almennt rétt á sjúkratryggingu í íslenska heilbrigðiskerfinu hafi þeir haft lögheimili hér á landi í að minnsta kosti sex mánuði, óháð þjóðerni og efnahagslegri stöðu. „Það í raun gerist það sama með íslenska ríkisborgara sem flytja til Íslands og alla aðra. Það er bara fyrir stjórnmálamenn hvort við viljum hafa það þannig. Við þurfum ekki að hafa það þannig,“ segir Margrét í samtali við Vísi. Þurfa ekki að veita aðgang að sjúkratryggingum fyrr en eftir fimm ár Íslensk stjórnvöld veita efnahagslega óvirkum EES-borgurum mun ríkari réttindi en þeim ber skylda til samkvæmt EES-samningnum. Hann gerir ekki ráð fyrir að þessir einstaklingar öðlist þann rétt fyrr en þeir hafa fengið ótímabundið dvalarleyfi eftir fimm ára samfleytta og löglega dvöl í gistiríki. Líkir Margrét þessu við „gullhúðun“ löggjafar sem innleiddi Evróputilskipun um rétt borgara ESB og aðstandenda þeirra til frjálsrar farar og dvalar. Gullhúðun hefur verið notað um það þegar íslensk lög sem innleiða evrópskar tilskipanir ganga lengra en tilskipanirnar sjálfar. Margrét nefnir til samanburðar að í Noregi, sem er einnig hluti af EES, taki það efnahagslega óvirka borgara EES-svæðisins ár að fá aðgang að þarlendum sjúkratryggingum. Þurfa ekki að sýna fram á fullar tryggingar hjá Þjóðskrá Til þess að fá skráð lögheimili á Íslandi eiga efnahaglega óvirkir ríkisborgarar EES-svæðisins að þurfa að sýna fram á að þeir hafi sjúkratryggingu sem ábyrgist alla áhættu. Rannsókn Margrétar leiddi í ljós að þeirri kröfu sé ekki framfylgt hjá Þjóðskrá. Þannig hafi aðeins þrettán prósent þeirra sem sóttu um lögheimili hjá Þjóðskrá útvegað sér sérstaka sjúkratryggingu frá tryggingafélagi í heimalandi sínu. Um fjórðungur hafi keypt tryggingar á Íslandi en þær nái þó ekki yfir allt, þar á meðal kostnað vegna þungunar og fæðingar og sjúkdóma sem tengjast áfengis- og vímuefnaneyslu. Þjóðskrá tekur við umsóknum um skráningu lögheimilis. Stofnunin hefur ekki framfylgt ítarlega kröfum sem eiga að vera gerðar til ríkisborgara EES-ríkja sem eru ekki virkir efnahagslega samkvæmt rannsóknar lagaprófessors við HR.Vísir/Vilhelm Þjóðskrá hafi til þessa tekið evrópska sjúkratryggingakortið sem fullnægjandi sjúkratryggingu þrátt fyrir að það sé aðeins ætlað til ferðalaga en ekki lengri dvöl. Margrét hefur þó ekki upplýsingar um hvort að kostnaður vegna heilbrigðisþjónustu við þennan hóp fyrstu sex mánuði dvalar hans falli á einstaklingana sjálfa eða íslenska ríkið. Stjórnvöldum sé ekki skylt að greiða fyrir hana og sé heimilt að rukka þá um kostnaðinn. „Með hliðsjón af auknum fjölda efnahagslega óvirkra EES-borgara sem hafa flutt til Íslands á undanförnum árum kann að vera ástæða til að leggja mat á kostnað íslenska heilbrigðiskerfisins vegna þessa,“ segir í grein Margrétar.
Innflytjendamál Heilbrigðismál Stjórnsýsla EES-samningurinn Evrópusambandið Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda