Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2025 17:54 Payton Gendron, skaut tíu manns til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York í Bandaríkjunum. AP/Derek Gee Maður sem skaut tíu til bana í matvöruverslun í Buffalo í New York og streymdi frá árásinni í beinni útsendingu, hefur krafist þess að ákærurnar gegn honum verði felldar niður. Hann segir of margt hvítt fólk hafa verið í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Lögmenn Payton Gendron segja að þeldökkt fólk og fólk úr minnihlutahópum hefðu þurft að vera í ákærudómstólnum. Gendron, sem er hvítur á hörund, stendur frammi fyrir mögulegri dauðarefsingu. Árið 2022 keyrði Gendron í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki, þar sem hann skaut tíu manns sem allir voru þeldökkir. Skömmu fyrir árásina birti hann langt skjal á netinu þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Á einum tímapunkti í árásinni króaði Gendron mann af í versluninni og beindi að honum byssu. Sá maður var hvítur en Gendron þyrmdi honum, bað hann afsökunar og hélt skothríðinni áfram. Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Skaut sérstaklega þeldökkt fólk Í nóvember 2022 gekkst Gendron við fjölda ákæra á ríkjastiginu og þar á meðal ákærum fyrir morð. Hann afplánar lífstíðarfangelsi vegna þessa. Gendron var þó einnig ákærður á alríkisstiginu fyrir hryðjuverk og hatursglæpi og gæti hann verið dæmdur til dauða í þeim réttarhöldum, sem eiga að hefjast á næsta ári. AP fréttaveitan segir lögmenn hans hafa lagt fram kröfu á dögunum að ekki hafi verið nægilega margt þeldökkt fólk eða fólk af latneskum uppruna í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Þannig hafi verið brotið á rétti hans til sanngjarnar málsmeðferðar. Ákærudómstóll er tiltekið fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Lögmennirnir hafa einnig lagt fram kröfu um að ekki sé réttmætt að dæma Gendron mögulega til dauða þar sem hann hafi eingöngu verið átján ára þegar hann myrti fólkið. Sú krafa hefur ekki verið tekin fyrir enn. Dómari mun hlusta á frekari rök lögmannanna í dómsal í kvöld en saksóknarar eru, eins og eðlilegt þykir, alfarið mótfallnir kröfunni og segja hana ekki halda vatni. Þeir benda á að hann sé ákærður fyrir að hafa myrt tíu þeldökkar manneskjur og særa þrjár til viðbótar á grunni rasisma. Nú sé hann að kvarta yfir skorti á fólki úr minnihlutahópum í ákærudómstólnum. Þeir segja kröfuna hvorki rétta samkvæmt lögum né almennum rökum. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Lögmenn Payton Gendron segja að þeldökkt fólk og fólk úr minnihlutahópum hefðu þurft að vera í ákærudómstólnum. Gendron, sem er hvítur á hörund, stendur frammi fyrir mögulegri dauðarefsingu. Árið 2022 keyrði Gendron í þrjá tíma til Buffalo vegna þess að þar býr mikið af þeldökku fólki, þar sem hann skaut tíu manns sem allir voru þeldökkir. Skömmu fyrir árásina birti hann langt skjal á netinu þar sem hann opinberaði rasisma sinn og virðist sem hann aðhyllist kenningu um að minnihlutahópar séu að leysa hvítt fólk af hópi í Bandaríkjunum og annars staðar með markvissum hætti. Á einum tímapunkti í árásinni króaði Gendron mann af í versluninni og beindi að honum byssu. Sá maður var hvítur en Gendron þyrmdi honum, bað hann afsökunar og hélt skothríðinni áfram. Fórnarlömb hans voru 32 til 86 ára gömul. Skaut sérstaklega þeldökkt fólk Í nóvember 2022 gekkst Gendron við fjölda ákæra á ríkjastiginu og þar á meðal ákærum fyrir morð. Hann afplánar lífstíðarfangelsi vegna þessa. Gendron var þó einnig ákærður á alríkisstiginu fyrir hryðjuverk og hatursglæpi og gæti hann verið dæmdur til dauða í þeim réttarhöldum, sem eiga að hefjast á næsta ári. AP fréttaveitan segir lögmenn hans hafa lagt fram kröfu á dögunum að ekki hafi verið nægilega margt þeldökkt fólk eða fólk af latneskum uppruna í ákærudómstólnum sem ákærði hann. Þannig hafi verið brotið á rétti hans til sanngjarnar málsmeðferðar. Ákærudómstóll er tiltekið fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburð og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Lögmennirnir hafa einnig lagt fram kröfu um að ekki sé réttmætt að dæma Gendron mögulega til dauða þar sem hann hafi eingöngu verið átján ára þegar hann myrti fólkið. Sú krafa hefur ekki verið tekin fyrir enn. Dómari mun hlusta á frekari rök lögmannanna í dómsal í kvöld en saksóknarar eru, eins og eðlilegt þykir, alfarið mótfallnir kröfunni og segja hana ekki halda vatni. Þeir benda á að hann sé ákærður fyrir að hafa myrt tíu þeldökkar manneskjur og særa þrjár til viðbótar á grunni rasisma. Nú sé hann að kvarta yfir skorti á fólki úr minnihlutahópum í ákærudómstólnum. Þeir segja kröfuna hvorki rétta samkvæmt lögum né almennum rökum.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira