Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar 13. ágúst 2025 18:01 Á þessum tíma ársins má segja að yfir standi sannkölluð fótboltaveisla. Íslensku deildirnar eru að ná hámarki, bikarúrslit framundan – og um þetta leyti hefst svo enski boltinn og aðrar vetrardeildir um alla Evrópu. Hundruð milljóna áhorfenda um allan heim stilla inn og á Íslandi eru þúsundir barna og unglinga sem fylgjast spennt með, velja sér lið, dýrka leikmenn og dreymir um að spila sjálf í svona umhverfi. Fótboltinn er stór hluti af íþróttamenningu margra fjölskyldna, en með áhorfi á boltann fylgir líka önnur hlið sem ræða þarf af fullri alvöru. Veðmálavæðingin fylgir áhorfinu Áhorf á fótbolta er í auknum mæli samofið stöðugri markaðssetningu á íþróttaveðmálum. Auglýsingar veðmálasíðna birtast á samfélagsmiðlum í aðdraganda leikja og umfjöllun um fótbolta á vinsælum vefmiðlum og hlaðvörpum er oft tengd veðmálum. Merki veðmálafyrirtækja prýða oft treyjur erlendra félagsliða, auglýsingaskilti, viðtöl og aðra umgjörð leiksins. Fyrir unga áhorfendur getur þetta skapað tilfinningu um að veðmál séu sjálfsagður hluti af íþróttaáhuga, jafn sjálfsagður og að klappa fyrir sínu liði. Rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda. Þegar þeir verða fyrir stöðugum áhrifum frá veðmálamarkaðnum, beint eða óbeint, eykst áhættan. Þessi þróun hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar víða erlendis og við sjáum merki hennar hér heima, þó veðmál séu stunduð í mun minna mæli á Íslandi en í mörgum öðrum löndum í Evrópu eins og kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var fyrir KSÍ. Lögin standa ekki vörð um unga fólkið Erlendar veðmálasíður eru í dag ólöglegar á Íslandi, en starfa þó hér óáreittar þar sem unglingum undir lögaldri hefur tekist að stofna reikninga, leggja inn peninga og spila. Það er staðreynd sem ætti að hvetja stjórnvöld til að bregðast við strax. Við þurfum leikreglur sem virka í raun, ekki bara á pappír. Lögin verða að endurspegla þann veruleika sem við búum við í stafrænum heimi, þar sem allt er aðgengilegt með örfáum smellum. Ábyrgð okkar allra Hjá Knattspyrnusambandi Íslands erum við staðráðin í að standa vörð um heilindi leiksins og velferð þeirra sem taka þátt í honum. Við höfum hafið samstarf við SÁÁ sem miðar að því að vekja athygli á spilavanda og hvetja þá sem þurfa á aðstoð að halda til að leita sér hjálpar. Við viljum líka að leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk hafi aðgang að fræðslu og upplýsingum um áhættuna sem fylgir veðmálum. Við getum öll gert okkar: Foreldrar þurfa að ræða við börnin sín um hvað veðmál eru og hvaða hættur fylgja þeim. Félög geta boðið upp á fræðslu fyrir unga iðkendur og leikmenn, þjálfara og dómara, og aðra þátttakendur leiksins. Stjórnvöld verða að tryggja að lögin verji börn og ungmenni í raun og banni ólöglega starfsemi með skilvirkum aðgerðum. Notum áhugann til góðs Fótboltinn kveikir miklar tilfinningar – gleði, vonbrigði, spennu og stolt. Við getum notað þennan mikla áhuga sem upphafspunkt til að fræða, spyrja spurninga og styrkja ungmenni til að taka upplýstar ákvarðanir. Stjórnvöld verða jafnframt að standa með unga fólkinu og tryggja að staðinn sé vörður um heilbrigt umhverfi íþrótta á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Fjárhættuspil Börn og uppeldi Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Á þessum tíma ársins má segja að yfir standi sannkölluð fótboltaveisla. Íslensku deildirnar eru að ná hámarki, bikarúrslit framundan – og um þetta leyti hefst svo enski boltinn og aðrar vetrardeildir um alla Evrópu. Hundruð milljóna áhorfenda um allan heim stilla inn og á Íslandi eru þúsundir barna og unglinga sem fylgjast spennt með, velja sér lið, dýrka leikmenn og dreymir um að spila sjálf í svona umhverfi. Fótboltinn er stór hluti af íþróttamenningu margra fjölskyldna, en með áhorfi á boltann fylgir líka önnur hlið sem ræða þarf af fullri alvöru. Veðmálavæðingin fylgir áhorfinu Áhorf á fótbolta er í auknum mæli samofið stöðugri markaðssetningu á íþróttaveðmálum. Auglýsingar veðmálasíðna birtast á samfélagsmiðlum í aðdraganda leikja og umfjöllun um fótbolta á vinsælum vefmiðlum og hlaðvörpum er oft tengd veðmálum. Merki veðmálafyrirtækja prýða oft treyjur erlendra félagsliða, auglýsingaskilti, viðtöl og aðra umgjörð leiksins. Fyrir unga áhorfendur getur þetta skapað tilfinningu um að veðmál séu sjálfsagður hluti af íþróttaáhuga, jafn sjálfsagður og að klappa fyrir sínu liði. Rannsóknir sýna að ungir karlmenn eru í mestri hættu á að þróa með sér spilavanda. Þegar þeir verða fyrir stöðugum áhrifum frá veðmálamarkaðnum, beint eða óbeint, eykst áhættan. Þessi þróun hefur þegar haft alvarlegar afleiðingar víða erlendis og við sjáum merki hennar hér heima, þó veðmál séu stunduð í mun minna mæli á Íslandi en í mörgum öðrum löndum í Evrópu eins og kemur fram í nýlegri könnun sem unnin var fyrir KSÍ. Lögin standa ekki vörð um unga fólkið Erlendar veðmálasíður eru í dag ólöglegar á Íslandi, en starfa þó hér óáreittar þar sem unglingum undir lögaldri hefur tekist að stofna reikninga, leggja inn peninga og spila. Það er staðreynd sem ætti að hvetja stjórnvöld til að bregðast við strax. Við þurfum leikreglur sem virka í raun, ekki bara á pappír. Lögin verða að endurspegla þann veruleika sem við búum við í stafrænum heimi, þar sem allt er aðgengilegt með örfáum smellum. Ábyrgð okkar allra Hjá Knattspyrnusambandi Íslands erum við staðráðin í að standa vörð um heilindi leiksins og velferð þeirra sem taka þátt í honum. Við höfum hafið samstarf við SÁÁ sem miðar að því að vekja athygli á spilavanda og hvetja þá sem þurfa á aðstoð að halda til að leita sér hjálpar. Við viljum líka að leikmenn, þjálfarar og stuðningsfólk hafi aðgang að fræðslu og upplýsingum um áhættuna sem fylgir veðmálum. Við getum öll gert okkar: Foreldrar þurfa að ræða við börnin sín um hvað veðmál eru og hvaða hættur fylgja þeim. Félög geta boðið upp á fræðslu fyrir unga iðkendur og leikmenn, þjálfara og dómara, og aðra þátttakendur leiksins. Stjórnvöld verða að tryggja að lögin verji börn og ungmenni í raun og banni ólöglega starfsemi með skilvirkum aðgerðum. Notum áhugann til góðs Fótboltinn kveikir miklar tilfinningar – gleði, vonbrigði, spennu og stolt. Við getum notað þennan mikla áhuga sem upphafspunkt til að fræða, spyrja spurninga og styrkja ungmenni til að taka upplýstar ákvarðanir. Stjórnvöld verða jafnframt að standa með unga fólkinu og tryggja að staðinn sé vörður um heilbrigt umhverfi íþrótta á Íslandi. Höfundur er framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun