Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar 13. ágúst 2025 09:30 Á þeim trylltu tímum sem við erum að lifa er mikilvægt að halda yfirsýn til þess að missa ekki móðinn andspænis allri þeirri heimsku og grimmd sem við blasir í veröldinni. Þrátt fyrir allt og allt lifum við nú það skeið í sögu mannkyns sem klárlega er það skásta sem verið hefur. Nefna má þá staðreynd að umliðin þrjátíu ár hefur sárafátækt, ólæsi, ungbarnadauði og önnur óáran minkað um helming á heimsvísu ásamt tíðni alls kyns kvilla sem hægt er að bólusetja gegn. Allt er þetta þakkarvert og sýnir okkur hvað máttur skipulagningarinnar og samhjálparinnar er mikill. Sameinuðu þjóðirnar hafa mælt lífskjör heimsbúa með kerfisbundnum hætti frá árinu 1990 og gefið út árlega lífskjaravístitölu (Human Development Index) fyrir hvert ríki heims. Lífskjör fólks eru þá metin út frá þrennslags opinberum upplýsingum; Langlífi, menntunarstigi og svo nefndum Gini-stuðli sem mælir innbyrðis ójöfnuð í hverju ríki. Samkvæmt þessu mati hafa samanlögð lífskjör heimsbúa vaxið hægt og bítandi þau 35 ár sem mælingar hafa staðið og ánægjulegt er að sjá að einmitt á þessu sumri stöndum við Íslendingar best að vígi samanborið við öll ríki heims í þeim mælingum.[1] Valdið sem safnar sjálfu sér Það að lífsgæði almennings hafi þokast upp á við umliðin ár á heimsvísu merkir þó ekki að ranglæti og misskiptingu hafi linnt eða að allt stefni sjálfkrafa í réttar áttir. Bresku hjálparsamtökin Oxfam hafa bent á að aldrei fyrr í sögunni hafi efnahagslegur ójöfnuður náð viðlíka hæðum sem hin síðustu ár og tölur sem sýna samþjöppun auðs og valda í heiminum síðustu fimm ár eru sláandi.[2] Valdið sem safnar sjálfu sér á öllum tímum er nú orðið að yfirþjóðlegum samsteypum sem fara sínu fram með þeim hætti að þjóðkjörnar ríkisstjórnir mega sín iðulega lítils í samanburði. Lýðræði á undir högg að sækja, Sameinuðu þjóðirnar eru ítrekað virtar að vettugi og Alþjóðadómstóllinn er markvisst hundsaður. Annað stórt áhyggjuefni er sívaxandi skautun innan samfélaga á heimsvísu sem veldur glundroða og rænir athygli frá mikilvægum úrlausnarefnum sem varða almannahag, svo sem fátækt, heilbrigðis- og menntamálum og sjálfum vistkerfisvandanum. Andúð sem tæki Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar, mælti Jesús þegar hann lýsti valdsmönnum samtíma síns. Svo gaf hann ráð sem gildir á öllum öldum: Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá.[3] Einkennis-ávöxtur flest allra þjóðfélagsþjösnara er sá að þeir útnefna einhvern sérstakan óvin innan samfélagsins sem þeir hyggjast ná tökum á. Gagnlegir hópar í sögulegu ljósi hafa verið gyðingar, hommar, sígaunar, þeldökkt fólk, ólíkir trúar- og menningarhópar eftir atvikum og nú síðast múslimar, innflytjendur og flóttafólk. Erindið snýr þó ekki í raun að völdum hópum hverju sinni heldur eru þeir nýttir sem tæki til að gefa lágstétt viðkomandi samfélags tilfinningu fyrir því að vera obbolítið ofan á svo hægt sé að ganga enn frekar á lífsgæði hennar. Að ógleymdu ríki nasista á síðustu öld eru þrjú dæmi fyrir augum okkar í dag: Hið glórulausa stjórnarfar í Bandaríkjunum þar sem andúð á minnihlutahópum eru kerfisbundið nýtt við stjórnun. Innrásarstríðið sem geysar í Evrópu af hálfu Rússa undir því yfirskyni að verið sé að berjast við nasista í Úkraínu. Loks er tryllt, rasísk nýlenduhrollvekja sýnd í beinu raunveruleikastreymi frá Gaza með vanvirkum stuðningi vesturvelda. Kveðjum óttann Á öllum öldum, allt frá því menn fóru að geta reist múra og safnað korni í hlöður hefur yfirráðahyggjan verið við stjórnvölinn. Enn lætur almenningur glepjast í óttablöndnum feginleika yfir því að vera þó ekki gyðingur eða hommi, eða palestínumaður eða sígauni eða múslimi eða flótamaður eða heimilislaus eða hvað annað sem valdasjúklingunum dettur í hug þá stundina. Þvert á alla skynsemi og reynslu ástundar mannkyn yfirráð í stað samráðs. Við beitum ásökunum í stað ábyrgðar, trúum á forréttindi fárra í stað almannahags og sjáum hvert annað sem keppnauta vitandi þó ofur vel að við erum ekkert annað en fjölskylda. Í raun og sannleika vitum við að jörðin er máttug og rík og býður öllu lífi faðm sinn. Við vitum líka að mannkyn er eitt fjölbreytt kyn og landamæri eru seinni tíma föndur. Allt mun fara vel þegar við kveðjum óttann og tökum höndum saman á forsendum lífsins. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] https://hdr.undp.org/data-center/human-development-index#/indicies/HDI [2] https://www.oxfam.org.uk/media/press-releases/wealth-of-five-richest-men-doubles-since-2020-as-wealth-of-five-billion-people-falls/ [3] Matt. 7.15-16 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Á þeim trylltu tímum sem við erum að lifa er mikilvægt að halda yfirsýn til þess að missa ekki móðinn andspænis allri þeirri heimsku og grimmd sem við blasir í veröldinni. Þrátt fyrir allt og allt lifum við nú það skeið í sögu mannkyns sem klárlega er það skásta sem verið hefur. Nefna má þá staðreynd að umliðin þrjátíu ár hefur sárafátækt, ólæsi, ungbarnadauði og önnur óáran minkað um helming á heimsvísu ásamt tíðni alls kyns kvilla sem hægt er að bólusetja gegn. Allt er þetta þakkarvert og sýnir okkur hvað máttur skipulagningarinnar og samhjálparinnar er mikill. Sameinuðu þjóðirnar hafa mælt lífskjör heimsbúa með kerfisbundnum hætti frá árinu 1990 og gefið út árlega lífskjaravístitölu (Human Development Index) fyrir hvert ríki heims. Lífskjör fólks eru þá metin út frá þrennslags opinberum upplýsingum; Langlífi, menntunarstigi og svo nefndum Gini-stuðli sem mælir innbyrðis ójöfnuð í hverju ríki. Samkvæmt þessu mati hafa samanlögð lífskjör heimsbúa vaxið hægt og bítandi þau 35 ár sem mælingar hafa staðið og ánægjulegt er að sjá að einmitt á þessu sumri stöndum við Íslendingar best að vígi samanborið við öll ríki heims í þeim mælingum.[1] Valdið sem safnar sjálfu sér Það að lífsgæði almennings hafi þokast upp á við umliðin ár á heimsvísu merkir þó ekki að ranglæti og misskiptingu hafi linnt eða að allt stefni sjálfkrafa í réttar áttir. Bresku hjálparsamtökin Oxfam hafa bent á að aldrei fyrr í sögunni hafi efnahagslegur ójöfnuður náð viðlíka hæðum sem hin síðustu ár og tölur sem sýna samþjöppun auðs og valda í heiminum síðustu fimm ár eru sláandi.[2] Valdið sem safnar sjálfu sér á öllum tímum er nú orðið að yfirþjóðlegum samsteypum sem fara sínu fram með þeim hætti að þjóðkjörnar ríkisstjórnir mega sín iðulega lítils í samanburði. Lýðræði á undir högg að sækja, Sameinuðu þjóðirnar eru ítrekað virtar að vettugi og Alþjóðadómstóllinn er markvisst hundsaður. Annað stórt áhyggjuefni er sívaxandi skautun innan samfélaga á heimsvísu sem veldur glundroða og rænir athygli frá mikilvægum úrlausnarefnum sem varða almannahag, svo sem fátækt, heilbrigðis- og menntamálum og sjálfum vistkerfisvandanum. Andúð sem tæki Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar, mælti Jesús þegar hann lýsti valdsmönnum samtíma síns. Svo gaf hann ráð sem gildir á öllum öldum: Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá.[3] Einkennis-ávöxtur flest allra þjóðfélagsþjösnara er sá að þeir útnefna einhvern sérstakan óvin innan samfélagsins sem þeir hyggjast ná tökum á. Gagnlegir hópar í sögulegu ljósi hafa verið gyðingar, hommar, sígaunar, þeldökkt fólk, ólíkir trúar- og menningarhópar eftir atvikum og nú síðast múslimar, innflytjendur og flóttafólk. Erindið snýr þó ekki í raun að völdum hópum hverju sinni heldur eru þeir nýttir sem tæki til að gefa lágstétt viðkomandi samfélags tilfinningu fyrir því að vera obbolítið ofan á svo hægt sé að ganga enn frekar á lífsgæði hennar. Að ógleymdu ríki nasista á síðustu öld eru þrjú dæmi fyrir augum okkar í dag: Hið glórulausa stjórnarfar í Bandaríkjunum þar sem andúð á minnihlutahópum eru kerfisbundið nýtt við stjórnun. Innrásarstríðið sem geysar í Evrópu af hálfu Rússa undir því yfirskyni að verið sé að berjast við nasista í Úkraínu. Loks er tryllt, rasísk nýlenduhrollvekja sýnd í beinu raunveruleikastreymi frá Gaza með vanvirkum stuðningi vesturvelda. Kveðjum óttann Á öllum öldum, allt frá því menn fóru að geta reist múra og safnað korni í hlöður hefur yfirráðahyggjan verið við stjórnvölinn. Enn lætur almenningur glepjast í óttablöndnum feginleika yfir því að vera þó ekki gyðingur eða hommi, eða palestínumaður eða sígauni eða múslimi eða flótamaður eða heimilislaus eða hvað annað sem valdasjúklingunum dettur í hug þá stundina. Þvert á alla skynsemi og reynslu ástundar mannkyn yfirráð í stað samráðs. Við beitum ásökunum í stað ábyrgðar, trúum á forréttindi fárra í stað almannahags og sjáum hvert annað sem keppnauta vitandi þó ofur vel að við erum ekkert annað en fjölskylda. Í raun og sannleika vitum við að jörðin er máttug og rík og býður öllu lífi faðm sinn. Við vitum líka að mannkyn er eitt fjölbreytt kyn og landamæri eru seinni tíma föndur. Allt mun fara vel þegar við kveðjum óttann og tökum höndum saman á forsendum lífsins. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] https://hdr.undp.org/data-center/human-development-index#/indicies/HDI [2] https://www.oxfam.org.uk/media/press-releases/wealth-of-five-richest-men-doubles-since-2020-as-wealth-of-five-billion-people-falls/ [3] Matt. 7.15-16
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun