Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. ágúst 2025 21:01 Linda Björk Gunnlaugsdóttir er framkvæmdastjóri sölu og flutninga hjá Arnarlaxi. Vísir/Stefán Framkvæmdastjóri hjá íslensku eldisfyrirtæki segir samkeppnishæfni gagnvart öðrum löndum sem flytji fisk til Bandaríkjanna nánast horfna, vegna 15 prósenta tolla á íslenskan innflutning. Lönd með sambærilega starfsemi hafi fengið á sig lægri tolla. Ráðherrar skoða hvað hægt sé að gera og segja enn möguleika á samkomulagi. Fimmtán prósenta tollur á íslenskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag. Í vor var tilkynnt að tollar á íslenskar vörur yrðu tíu prósent. Samkeppni við lönd í betri stöðu Framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi segir að strax og tíu prósenta tollar hafi verið boðaðir, hafa salan til Bandaríkjanna dregist saman. „Hún jókst aðeins til Kanada. Kanada er ekki með neina tolla. Við tökum það í transit í gegnum Bandaríkin með skipunum hjá Eimskip. Það hefur veitt okkur samkeppnisforskot að geta sent með skipi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Arnarlaxi. Fimmtán prósent tollar veiki samkeppnisstöðuna við önnur lönd. „Núna er Kanada ennþá með núll [prósent tolla]. Síle er með tíu prósent, Færeyjar eru með tíu prósent, við erum auðvitað í mikilli samkeppni við Færeyjar. Noregur er með fimmtán prósent. Verðmæti sem fáist ekki hvar sem er Yfirleitt fáist betra verð fyrir laxinn í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu. Með innflutningstollunum muni verðið til neytenda þar hins vegar hækka, og eftirspurnin dragast saman. „Þetta eru þrjú til fimm þúsund tonn sem við höfum verið að selja, eftir því hvað við höfum verið að slátra mikið. Stærsta árið er fimm þúsund tonn. Fimm þúsund tonn af laxi á góðum verðmætum, maður hirðir þann markað ekki upp hvar sem er.“ Mikil óvissa ríki um framhaldið, þar sem hringlað hafi verið með tímasetningar og hlutfall tolla fram að þessu. „En við bindum vonir við að þessum málum verði fast tekið af yfirvöldum. Við erum til skrafs reiðubúin ef þau þurfa einhvern stuðning frá okkur.“ Ráðherrar leita leiða Utanríkisráðherra segir stjórnvöld í miklum samskiptum við íslenskt atvinnulíf vegna málsins. „Og einfaldlega erum að skoða hvað hægt er að setja í púkkið til þess að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Fjármálaráðherra segir tollasetningu Bandaríkjanna á íslenskan innflutning þar í landi sannarlega áhyggjuefni. „Utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hafa staðið sig mjög vel í að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld, og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld telji að enn sé mögulegt að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld. „Sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir Daði Már. Skattar og tollar Fiskeldi Efnahagsmál Bandaríkin Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira
Fimmtán prósenta tollur á íslenskar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna tóku gildi á fimmtudag. Í vor var tilkynnt að tollar á íslenskar vörur yrðu tíu prósent. Samkeppni við lönd í betri stöðu Framkvæmdastjóri hjá Arnarlaxi segir að strax og tíu prósenta tollar hafi verið boðaðir, hafa salan til Bandaríkjanna dregist saman. „Hún jókst aðeins til Kanada. Kanada er ekki með neina tolla. Við tökum það í transit í gegnum Bandaríkin með skipunum hjá Eimskip. Það hefur veitt okkur samkeppnisforskot að geta sent með skipi,“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri sölusviðs hjá Arnarlaxi. Fimmtán prósent tollar veiki samkeppnisstöðuna við önnur lönd. „Núna er Kanada ennþá með núll [prósent tolla]. Síle er með tíu prósent, Færeyjar eru með tíu prósent, við erum auðvitað í mikilli samkeppni við Færeyjar. Noregur er með fimmtán prósent. Verðmæti sem fáist ekki hvar sem er Yfirleitt fáist betra verð fyrir laxinn í Bandaríkjunum heldur en í Evrópu. Með innflutningstollunum muni verðið til neytenda þar hins vegar hækka, og eftirspurnin dragast saman. „Þetta eru þrjú til fimm þúsund tonn sem við höfum verið að selja, eftir því hvað við höfum verið að slátra mikið. Stærsta árið er fimm þúsund tonn. Fimm þúsund tonn af laxi á góðum verðmætum, maður hirðir þann markað ekki upp hvar sem er.“ Mikil óvissa ríki um framhaldið, þar sem hringlað hafi verið með tímasetningar og hlutfall tolla fram að þessu. „En við bindum vonir við að þessum málum verði fast tekið af yfirvöldum. Við erum til skrafs reiðubúin ef þau þurfa einhvern stuðning frá okkur.“ Ráðherrar leita leiða Utanríkisráðherra segir stjórnvöld í miklum samskiptum við íslenskt atvinnulíf vegna málsins. „Og einfaldlega erum að skoða hvað hægt er að setja í púkkið til þess að fara í gagnvirkt samtal við Bandaríkjastjórn,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. Fjármálaráðherra segir tollasetningu Bandaríkjanna á íslenskan innflutning þar í landi sannarlega áhyggjuefni. „Utanríkisráðherra og utanríkisráðuneytið hafa staðið sig mjög vel í að vera í stöðugu sambandi við bandarísk stjórnvöld, og vinna að því að koma íslenskum sjónarmiðum á framfæri,“ segir Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Stjórnvöld telji að enn sé mögulegt að ná samkomulagi við bandarísk stjórnvöld. „Sem er bæði Íslandi og Bandaríkjunum til góða,“ segir Daði Már.
Skattar og tollar Fiskeldi Efnahagsmál Bandaríkin Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Sjá meira