Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar 12. ágúst 2025 13:45 Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein. Og í framhaldi var atvinnumálaráðherra mættur í viðtal út af stöðunni. Þetta er alvarlegt mál, sagði blaðamaðurinn, sem vildi fá mig í viðtal, en ég yrði þó að lesa greinina sem fyrst. Það gerði ég samviskusamlega – og varð enn meira hissa en áður. Hvað var það sem hafði gerst? Jú, fjölskylda úr Grafarvogi ók inn á gjaldskylt einkabílastæði við vinsælan ferðamannastað og greiddi ekki fyrir að leggja bílnum. Í framhaldi sendi eigandinn þeim reikning, þau urðu að borga slugsagjald, samkvæmt fyrirliggjandi verðskrá. Hvað gerir ráðherra í svona málum? Ráðherra míns geira, íslenskrar nýsköpunar, sem og ráðherra ferðaþjónustunnar, hæstvirtur atvinnumálaráðherra. Jú, ráðherra fer með þetta mál á opinberan vettvang og brigslar viðkomandi um ólöglega gjaldtöku. Ekki orð um að fjölskyldan hafi ekki greitt fyrir þjónustuna, heldur verður stormur vegna þess að mögulega hafi gjaldskylduskilti ekki verið alveg nægilega áberandi. Mögulega. Sönn saga! Ég hef fullan skilning á að það er sárt að borga slugsagjald, ég þoli það ekki sjálfur frekar en flestir aðrir. Það er líklega einhver ástæða fyrir því að stöðumælaverðir hafa ekki náð hátt til þessa í keppninni um mann ársins. Hvers vegna gera eigendurnir þá þetta? Er þetta svona gráðugt og vont fólk? Illvkittið og fégjarnt sem gerir allt til að hafa síðustu krónuna af saklausum bíleigendum? Nei. Það er hins vegar þannig að þegar búið er að leggja í kostnað við uppbyggingu á bílastæðum, t.d. við vinsæla ferðamannastaði þar sem þörf er á slíku, með tilheyrandi viðhaldi og öðrum kostnaði, þá vilja eigendurnir gjarnan að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir veruna og engin slugsagjöld séu nauðsynleg. En… rétt eins og við vitum, ef engir stöðumælaverðir hefðu gengið um götur við gjaldskyld stæði, þá hefðu líklega fleiri fallið í freistni og sleppt því að borga í stöðumælinn. Það er ástæða fyrir því að um allan heim er málum svona fyrir komið, virk eftirfylgni. Rétt er að taka fram að þetta tiltekna mál tengist Parka ekki neitt, fyrir utan að ég svaraði símtalinu góða frá fjölmiðli og sá viðbrögð atvinnumálaráðherra. Ég vona annars að við sem vinnum að uppbyggingu í íslenskri nýsköpun og ferðaþjónustu njótum áfram athygli hæstvirts atvinnumálaráðherra, þó vonandi á uppbyggilegri nótum. Kæra Hanna Katrín Friðriksson, hér með býð ég þér til spjalls varðandi hvað betur mætti fara og eflir Ísland!Höfundur er framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyritækisins Parka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Neytendur Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein. Og í framhaldi var atvinnumálaráðherra mættur í viðtal út af stöðunni. Þetta er alvarlegt mál, sagði blaðamaðurinn, sem vildi fá mig í viðtal, en ég yrði þó að lesa greinina sem fyrst. Það gerði ég samviskusamlega – og varð enn meira hissa en áður. Hvað var það sem hafði gerst? Jú, fjölskylda úr Grafarvogi ók inn á gjaldskylt einkabílastæði við vinsælan ferðamannastað og greiddi ekki fyrir að leggja bílnum. Í framhaldi sendi eigandinn þeim reikning, þau urðu að borga slugsagjald, samkvæmt fyrirliggjandi verðskrá. Hvað gerir ráðherra í svona málum? Ráðherra míns geira, íslenskrar nýsköpunar, sem og ráðherra ferðaþjónustunnar, hæstvirtur atvinnumálaráðherra. Jú, ráðherra fer með þetta mál á opinberan vettvang og brigslar viðkomandi um ólöglega gjaldtöku. Ekki orð um að fjölskyldan hafi ekki greitt fyrir þjónustuna, heldur verður stormur vegna þess að mögulega hafi gjaldskylduskilti ekki verið alveg nægilega áberandi. Mögulega. Sönn saga! Ég hef fullan skilning á að það er sárt að borga slugsagjald, ég þoli það ekki sjálfur frekar en flestir aðrir. Það er líklega einhver ástæða fyrir því að stöðumælaverðir hafa ekki náð hátt til þessa í keppninni um mann ársins. Hvers vegna gera eigendurnir þá þetta? Er þetta svona gráðugt og vont fólk? Illvkittið og fégjarnt sem gerir allt til að hafa síðustu krónuna af saklausum bíleigendum? Nei. Það er hins vegar þannig að þegar búið er að leggja í kostnað við uppbyggingu á bílastæðum, t.d. við vinsæla ferðamannastaði þar sem þörf er á slíku, með tilheyrandi viðhaldi og öðrum kostnaði, þá vilja eigendurnir gjarnan að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir veruna og engin slugsagjöld séu nauðsynleg. En… rétt eins og við vitum, ef engir stöðumælaverðir hefðu gengið um götur við gjaldskyld stæði, þá hefðu líklega fleiri fallið í freistni og sleppt því að borga í stöðumælinn. Það er ástæða fyrir því að um allan heim er málum svona fyrir komið, virk eftirfylgni. Rétt er að taka fram að þetta tiltekna mál tengist Parka ekki neitt, fyrir utan að ég svaraði símtalinu góða frá fjölmiðli og sá viðbrögð atvinnumálaráðherra. Ég vona annars að við sem vinnum að uppbyggingu í íslenskri nýsköpun og ferðaþjónustu njótum áfram athygli hæstvirts atvinnumálaráðherra, þó vonandi á uppbyggilegri nótum. Kæra Hanna Katrín Friðriksson, hér með býð ég þér til spjalls varðandi hvað betur mætti fara og eflir Ísland!Höfundur er framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyritækisins Parka.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun