Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar 12. ágúst 2025 13:45 Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein. Og í framhaldi var atvinnumálaráðherra mættur í viðtal út af stöðunni. Þetta er alvarlegt mál, sagði blaðamaðurinn, sem vildi fá mig í viðtal, en ég yrði þó að lesa greinina sem fyrst. Það gerði ég samviskusamlega – og varð enn meira hissa en áður. Hvað var það sem hafði gerst? Jú, fjölskylda úr Grafarvogi ók inn á gjaldskylt einkabílastæði við vinsælan ferðamannastað og greiddi ekki fyrir að leggja bílnum. Í framhaldi sendi eigandinn þeim reikning, þau urðu að borga slugsagjald, samkvæmt fyrirliggjandi verðskrá. Hvað gerir ráðherra í svona málum? Ráðherra míns geira, íslenskrar nýsköpunar, sem og ráðherra ferðaþjónustunnar, hæstvirtur atvinnumálaráðherra. Jú, ráðherra fer með þetta mál á opinberan vettvang og brigslar viðkomandi um ólöglega gjaldtöku. Ekki orð um að fjölskyldan hafi ekki greitt fyrir þjónustuna, heldur verður stormur vegna þess að mögulega hafi gjaldskylduskilti ekki verið alveg nægilega áberandi. Mögulega. Sönn saga! Ég hef fullan skilning á að það er sárt að borga slugsagjald, ég þoli það ekki sjálfur frekar en flestir aðrir. Það er líklega einhver ástæða fyrir því að stöðumælaverðir hafa ekki náð hátt til þessa í keppninni um mann ársins. Hvers vegna gera eigendurnir þá þetta? Er þetta svona gráðugt og vont fólk? Illvkittið og fégjarnt sem gerir allt til að hafa síðustu krónuna af saklausum bíleigendum? Nei. Það er hins vegar þannig að þegar búið er að leggja í kostnað við uppbyggingu á bílastæðum, t.d. við vinsæla ferðamannastaði þar sem þörf er á slíku, með tilheyrandi viðhaldi og öðrum kostnaði, þá vilja eigendurnir gjarnan að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir veruna og engin slugsagjöld séu nauðsynleg. En… rétt eins og við vitum, ef engir stöðumælaverðir hefðu gengið um götur við gjaldskyld stæði, þá hefðu líklega fleiri fallið í freistni og sleppt því að borga í stöðumælinn. Það er ástæða fyrir því að um allan heim er málum svona fyrir komið, virk eftirfylgni. Rétt er að taka fram að þetta tiltekna mál tengist Parka ekki neitt, fyrir utan að ég svaraði símtalinu góða frá fjölmiðli og sá viðbrögð atvinnumálaráðherra. Ég vona annars að við sem vinnum að uppbyggingu í íslenskri nýsköpun og ferðaþjónustu njótum áfram athygli hæstvirts atvinnumálaráðherra, þó vonandi á uppbyggilegri nótum. Kæra Hanna Katrín Friðriksson, hér með býð ég þér til spjalls varðandi hvað betur mætti fara og eflir Ísland!Höfundur er framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyritækisins Parka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Neytendur Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Nýverið fékk ég símtal frá fjölmiðli þar sem vísað var í grein þar sem stór orð voru höfð um miklar raunir sem væru runnar undan rifjum illkvittinna einkaaðila. Einkaaðila sem væru í því að bregða fæti fyrir fólk víða um land í þeirri villta vesturs stemmningu sem ríkti í þessari atvinnugrein. Og í framhaldi var atvinnumálaráðherra mættur í viðtal út af stöðunni. Þetta er alvarlegt mál, sagði blaðamaðurinn, sem vildi fá mig í viðtal, en ég yrði þó að lesa greinina sem fyrst. Það gerði ég samviskusamlega – og varð enn meira hissa en áður. Hvað var það sem hafði gerst? Jú, fjölskylda úr Grafarvogi ók inn á gjaldskylt einkabílastæði við vinsælan ferðamannastað og greiddi ekki fyrir að leggja bílnum. Í framhaldi sendi eigandinn þeim reikning, þau urðu að borga slugsagjald, samkvæmt fyrirliggjandi verðskrá. Hvað gerir ráðherra í svona málum? Ráðherra míns geira, íslenskrar nýsköpunar, sem og ráðherra ferðaþjónustunnar, hæstvirtur atvinnumálaráðherra. Jú, ráðherra fer með þetta mál á opinberan vettvang og brigslar viðkomandi um ólöglega gjaldtöku. Ekki orð um að fjölskyldan hafi ekki greitt fyrir þjónustuna, heldur verður stormur vegna þess að mögulega hafi gjaldskylduskilti ekki verið alveg nægilega áberandi. Mögulega. Sönn saga! Ég hef fullan skilning á að það er sárt að borga slugsagjald, ég þoli það ekki sjálfur frekar en flestir aðrir. Það er líklega einhver ástæða fyrir því að stöðumælaverðir hafa ekki náð hátt til þessa í keppninni um mann ársins. Hvers vegna gera eigendurnir þá þetta? Er þetta svona gráðugt og vont fólk? Illvkittið og fégjarnt sem gerir allt til að hafa síðustu krónuna af saklausum bíleigendum? Nei. Það er hins vegar þannig að þegar búið er að leggja í kostnað við uppbyggingu á bílastæðum, t.d. við vinsæla ferðamannastaði þar sem þörf er á slíku, með tilheyrandi viðhaldi og öðrum kostnaði, þá vilja eigendurnir gjarnan að þeir sem nota þjónustuna greiði fyrir veruna og engin slugsagjöld séu nauðsynleg. En… rétt eins og við vitum, ef engir stöðumælaverðir hefðu gengið um götur við gjaldskyld stæði, þá hefðu líklega fleiri fallið í freistni og sleppt því að borga í stöðumælinn. Það er ástæða fyrir því að um allan heim er málum svona fyrir komið, virk eftirfylgni. Rétt er að taka fram að þetta tiltekna mál tengist Parka ekki neitt, fyrir utan að ég svaraði símtalinu góða frá fjölmiðli og sá viðbrögð atvinnumálaráðherra. Ég vona annars að við sem vinnum að uppbyggingu í íslenskri nýsköpun og ferðaþjónustu njótum áfram athygli hæstvirts atvinnumálaráðherra, þó vonandi á uppbyggilegri nótum. Kæra Hanna Katrín Friðriksson, hér með býð ég þér til spjalls varðandi hvað betur mætti fara og eflir Ísland!Höfundur er framkvæmdastjóri íslenska nýsköpunarfyritækisins Parka.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar