Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar 12. ágúst 2025 11:32 JÁ og NEI! Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði upp með breyttar kraftmiklar áherslur í landspólitíkinni eftir kosningar í desember. Ljóst er að verkin hafa verið látin tala í mörgum málum, sem endurspeglast í skoðanakönnunum þar sem meiri hluti er ánægður með ríkisstjórnina. Hins vegar kom í ljós á dögunum að ráðherra og ríkisstjórn skortir kjark og þor til að ná tökum á öllu því fúski og getuleysi sem einkennir sjókvíaeldi við landið. Fyrr á árinu komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að lykilstarfsmaður sem starfaði við gerð svokallaðs strandsvæðisskipulags (en það er nafn skipulagsins sem allt sjókvíaeldi við Ísland á að vera grundvallað á) hefði verið vanhæfur. Ástæðan var sú að viðkomandi fór seinna í „lán“ til innanríkisráðuneytisins og vann þar einnig að málinu sem um ræðir. Á þingi í vor svaraði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fyrirspurn um vanhæfni viðkomandi starfsmanns við gerð strandsvæðaskipulags. Ef mistök hafa verið gerð þarf einfaldlega að laga þau, sagði ráðherrann. Kærumálið sem umboðsmaður Alþingis kvað upp álit í var frá félaginu „VÁ!“ sem berst gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Kvörtun félagsins tilgreindi margvísleg lagabrot í skipulagsvinnunni í Seyðisfirði, en umboðsmaður ákvað að afmarka álit sitt aðeins við eitt af þeim efnisatriðum sem kæran snérist um og var það hvort vanhæfur starfsmaður hefði komið að gerð skipulagsins. Sú varð raunin. Almennt er það talið að komi vanhæfur starfsmaður að máli sé það til þess fallið að ógilda niðurstöðu málsins, enda er um svokallaða öryggisreglu stjórnsýsluréttar að ræða. Með öðrum orðum eru ákvarðanir, sem vanhæfur starfsmaður hefur tekið þátt í að taka, ólögmætar. Nýlega kom hins vegar út álit frá ráðuneyti Ingu Sæland, sem er nú æðsti ráðamaður skipulagsmála þar sem þau hafa verið felld undir félagsmálaráðuneytið. Ráðherra telur stjórnsýslubrotið það lítilfjörlegt að hægt sé að horfa fram hjá því og þurfi ekki að fella skipulagið úr gildi. Ráðherra kýs að burðast með ólögmætt strandsvæðaskipulag fyrrum innviðaráðherra á bakinu í stað þess að standa við eigin orð á þingi í vor og laga þessa gölluðu stjórnsýslu. Já miðað við allt þetta er ég hissa á niðurstöðu ráðherra. Kvörtun VÁ VÁ kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna strandsvæðaskipulags í Seyðisfirði, og er því málshefjandi að máli nr. 12804/2024 hjá Umboðsmanni. Umboðsmaður vísaði vanhæfnismálinu til félags- og húsnæðismálaráðherra til úrvinnslu og ákvörðunartöku. Ráðuneytið fékk upplýsingar um aðra vankanta og lagabrot í Seyðisfirði frá lögmanni VÁ, ásamt margítrekuðum beiðnum um fund með ráðherra. Í byrjun júlí kom svar frá ráðuneytinu um að ekki væri hægt að verða við beiðni um fund vegna anna og sumarleyfa. Eftir miðjan júlí spurðum við ráðuneytið hvenær mætti vænta niðurstöðu úr máli VÁ, og síðasta dag júlímánaðar fékk VÁ svar um að það yrði ekki fyrr en eftir sumarfrí. 7. ágúst kom frétt á RÚV og Austurfrétt um að málinu væri lokið og daginn eftir sendi ráðuneytið VÁ niðurstöðuna í pósti. Þar kemur fram að niðurstaða hafi legið fyrir 9. júlí og var erindi sent til umboðsmanns þann dag. Öll póstsamskipti milli lögmanns og stjórnarmanna VÁ við ráðuneytið í júlí, eins og að framan er rakið, eru óboðleg vinnubrögð af hálfu stjórnsýslunnar. Þarna er ráðuneytið að laumupúkast með stjórnsýslulagabrot og enginn frekari fréttaflutningur hefur verið um málið. Hvorki hefur verið rætt við ráðherra um niðurstöðu hans eða lögmann VÁ um viðbrögð. Katrín Oddsdóttir lögmaður VÁ hefur þegar krafið ráðuneytið um öll gögn í málinu f.h. málshefjanda, og vonandi berast þau henni sem allra fyrst. Með þessari niðurstöðu hefur ráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tekið afstöðu, sem er í andstöðu við loforð ríkisstjórnarinnar um nýja og breytta stjórnsýsluhætti. Hvenær er starfsmaður nógu vanhæfur? Vanhæfni starfsmanns innviðaráðuneytisins er augljóst og staðfest af Umboðsmanni Alþingis. Starfsmaður Skipulagsstofnunar var ráðinn til innviðaráðuneytisins frá apríl 2022 til áramóta 2023/2024. Samhliða starfi sínu hjá innviðaráðuneytinu vann starfsmaðurinn að því að klára skipulagsvinnu haf- og strandsvæða bæði fyrir Aust- og Vestfirði. Í febrúar 2023 kynnti innviðaráðherra starfsmanninn á fundi með fulltrúum VÁ, sem einn af mörgum sérlegum ráðgjöfum sínum, varðandi ákvörðun um staðfestingu strandsvæðaskipulags beggja svæða. Í fundargerðum svæðisráða 2023 er starfsmaðurinn skráður sem starfsmaður Skipulagsstofnunar. Það er augljóst að starfsmaðurinn vann að meiru en að gera minnisblað fyrir ráðherra um ferli strandsvæðaskipulagsins á þessu tímabili. Hvernig má það vera að ráðherra metur lykilstarfsmann ekki nægjanlega vanhæfan til að ógilda strandsvæðaskipulag, þrátt fyrir að hann hafi unnið að sama verkefni á tveim stjórnsýslustigum? Ég hvet fréttafólk til að sækja sér öll gögn um þetta mál til félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og skrifa fréttir um þetta stjórnsýslulagabrot, sem fær því miður að líðast áfram hjá nýrri ríkisstjórn. Erindi ráðuneytis Í svari ráðuneytisins er því ranglega haldið fram að fjölmörg leyfi hafi verið gefin út á grundvelli skipulagsins. Á Austfjörðum hefur ekkert leyfi verið gefið út á þeim forsendum, og aðeins Seyðisfjörður er í vinnslu á grundvelli skipulagsins. Það er til lýsing á strandsvæðaskipulagsvinnunni og skipulagslögum. Þar eru taldar upp ýmsar fagstofnanir, sem skulu vera ráðgefandi aðilar. Sumar þeirra höfðu ekki erindi sem erfiði meðan einhverjar sinntu ekki skyldum sínum gagnvart þeim lögum, sem þær eiga að vinna eftir. Í lögunum er ekkert um það að hagsmunaaðilar eigi að hafa aðkomu að vinnslu skipulags með svæðisráðum. Pappírar hagsmunaaðila um öryggismöt af ýmsu tagi eru því ólögmæt gögn í leyfisveitingaferli. Baráttu VÁ gegn sjókvíaeldi er ekki lokið þó vanhæfnismálið hafi verið afgreitt, með hagsmuni sjókvíaeldis í forgangi. Eða með öðrum orðunum eins og kemur fram í frétt Austurgluggans 7.8.2025:„Ráðuneytið telur þann ágalla hafa verið óverulegan miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi, svo sem leyfi sem veitt hafa verið á grundvelli skipulagsins.“ Því miður er þetta mynstur sem við erum orðin ansi vön að sjá, þ.e.a.s. að hagsmunir fjármagnseiganda, sem stunda þennan mengandi iðnað,o*‘eru látnir hafa forgang innan stjórnsýslunnar og reglur og lög beygð til að þjónka við þessa starfsemi. Náttúran nýtur sjaldnast eða aldrei vafans, og er þessi ákvörðum félagsmálaráðherra um að taka ekki upp umrætt skipulag og vinna það á faglegan hátt, enn eitt dæmi um það mikla fúsk sem viðgengst því miður í þessum málaflokki í íslenskri stjórnsýslu. Vegna fjölmargra ástæðna getur sjókvíaeldi aldrei orðið að veruleika í Seyðisfirði. Það er grátlegt að horfa upp á stjórnsýsluna í landinu gera ítrekaðar tilraunir til að kreista fram ranga niðurstöðu. Það er óboðlegt að horfa upp á ráðherra þessa lands halda áfram að horfa fram hjá lögum, reglugerðum og stjórnsýslulagabrotum. VÁ treystir áfram á stuðning landsmanna og náttúruverndarsamtaka gagnvart þessum endalausa yfirgangi. Höfundur er félagsmaður í VÁ félagi um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Múlaþing Sjókvíaeldi Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
JÁ og NEI! Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur lagði upp með breyttar kraftmiklar áherslur í landspólitíkinni eftir kosningar í desember. Ljóst er að verkin hafa verið látin tala í mörgum málum, sem endurspeglast í skoðanakönnunum þar sem meiri hluti er ánægður með ríkisstjórnina. Hins vegar kom í ljós á dögunum að ráðherra og ríkisstjórn skortir kjark og þor til að ná tökum á öllu því fúski og getuleysi sem einkennir sjókvíaeldi við landið. Fyrr á árinu komst umboðsmaður Alþingis að þeirri niðurstöðu að lykilstarfsmaður sem starfaði við gerð svokallaðs strandsvæðisskipulags (en það er nafn skipulagsins sem allt sjókvíaeldi við Ísland á að vera grundvallað á) hefði verið vanhæfur. Ástæðan var sú að viðkomandi fór seinna í „lán“ til innanríkisráðuneytisins og vann þar einnig að málinu sem um ræðir. Á þingi í vor svaraði Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fyrirspurn um vanhæfni viðkomandi starfsmanns við gerð strandsvæðaskipulags. Ef mistök hafa verið gerð þarf einfaldlega að laga þau, sagði ráðherrann. Kærumálið sem umboðsmaður Alþingis kvað upp álit í var frá félaginu „VÁ!“ sem berst gegn sjókvíaeldi í Seyðisfirði. Kvörtun félagsins tilgreindi margvísleg lagabrot í skipulagsvinnunni í Seyðisfirði, en umboðsmaður ákvað að afmarka álit sitt aðeins við eitt af þeim efnisatriðum sem kæran snérist um og var það hvort vanhæfur starfsmaður hefði komið að gerð skipulagsins. Sú varð raunin. Almennt er það talið að komi vanhæfur starfsmaður að máli sé það til þess fallið að ógilda niðurstöðu málsins, enda er um svokallaða öryggisreglu stjórnsýsluréttar að ræða. Með öðrum orðum eru ákvarðanir, sem vanhæfur starfsmaður hefur tekið þátt í að taka, ólögmætar. Nýlega kom hins vegar út álit frá ráðuneyti Ingu Sæland, sem er nú æðsti ráðamaður skipulagsmála þar sem þau hafa verið felld undir félagsmálaráðuneytið. Ráðherra telur stjórnsýslubrotið það lítilfjörlegt að hægt sé að horfa fram hjá því og þurfi ekki að fella skipulagið úr gildi. Ráðherra kýs að burðast með ólögmætt strandsvæðaskipulag fyrrum innviðaráðherra á bakinu í stað þess að standa við eigin orð á þingi í vor og laga þessa gölluðu stjórnsýslu. Já miðað við allt þetta er ég hissa á niðurstöðu ráðherra. Kvörtun VÁ VÁ kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna strandsvæðaskipulags í Seyðisfirði, og er því málshefjandi að máli nr. 12804/2024 hjá Umboðsmanni. Umboðsmaður vísaði vanhæfnismálinu til félags- og húsnæðismálaráðherra til úrvinnslu og ákvörðunartöku. Ráðuneytið fékk upplýsingar um aðra vankanta og lagabrot í Seyðisfirði frá lögmanni VÁ, ásamt margítrekuðum beiðnum um fund með ráðherra. Í byrjun júlí kom svar frá ráðuneytinu um að ekki væri hægt að verða við beiðni um fund vegna anna og sumarleyfa. Eftir miðjan júlí spurðum við ráðuneytið hvenær mætti vænta niðurstöðu úr máli VÁ, og síðasta dag júlímánaðar fékk VÁ svar um að það yrði ekki fyrr en eftir sumarfrí. 7. ágúst kom frétt á RÚV og Austurfrétt um að málinu væri lokið og daginn eftir sendi ráðuneytið VÁ niðurstöðuna í pósti. Þar kemur fram að niðurstaða hafi legið fyrir 9. júlí og var erindi sent til umboðsmanns þann dag. Öll póstsamskipti milli lögmanns og stjórnarmanna VÁ við ráðuneytið í júlí, eins og að framan er rakið, eru óboðleg vinnubrögð af hálfu stjórnsýslunnar. Þarna er ráðuneytið að laumupúkast með stjórnsýslulagabrot og enginn frekari fréttaflutningur hefur verið um málið. Hvorki hefur verið rætt við ráðherra um niðurstöðu hans eða lögmann VÁ um viðbrögð. Katrín Oddsdóttir lögmaður VÁ hefur þegar krafið ráðuneytið um öll gögn í málinu f.h. málshefjanda, og vonandi berast þau henni sem allra fyrst. Með þessari niðurstöðu hefur ráðherra í ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur tekið afstöðu, sem er í andstöðu við loforð ríkisstjórnarinnar um nýja og breytta stjórnsýsluhætti. Hvenær er starfsmaður nógu vanhæfur? Vanhæfni starfsmanns innviðaráðuneytisins er augljóst og staðfest af Umboðsmanni Alþingis. Starfsmaður Skipulagsstofnunar var ráðinn til innviðaráðuneytisins frá apríl 2022 til áramóta 2023/2024. Samhliða starfi sínu hjá innviðaráðuneytinu vann starfsmaðurinn að því að klára skipulagsvinnu haf- og strandsvæða bæði fyrir Aust- og Vestfirði. Í febrúar 2023 kynnti innviðaráðherra starfsmanninn á fundi með fulltrúum VÁ, sem einn af mörgum sérlegum ráðgjöfum sínum, varðandi ákvörðun um staðfestingu strandsvæðaskipulags beggja svæða. Í fundargerðum svæðisráða 2023 er starfsmaðurinn skráður sem starfsmaður Skipulagsstofnunar. Það er augljóst að starfsmaðurinn vann að meiru en að gera minnisblað fyrir ráðherra um ferli strandsvæðaskipulagsins á þessu tímabili. Hvernig má það vera að ráðherra metur lykilstarfsmann ekki nægjanlega vanhæfan til að ógilda strandsvæðaskipulag, þrátt fyrir að hann hafi unnið að sama verkefni á tveim stjórnsýslustigum? Ég hvet fréttafólk til að sækja sér öll gögn um þetta mál til félags- og húsnæðismálaráðuneytisins og skrifa fréttir um þetta stjórnsýslulagabrot, sem fær því miður að líðast áfram hjá nýrri ríkisstjórn. Erindi ráðuneytis Í svari ráðuneytisins er því ranglega haldið fram að fjölmörg leyfi hafi verið gefin út á grundvelli skipulagsins. Á Austfjörðum hefur ekkert leyfi verið gefið út á þeim forsendum, og aðeins Seyðisfjörður er í vinnslu á grundvelli skipulagsins. Það er til lýsing á strandsvæðaskipulagsvinnunni og skipulagslögum. Þar eru taldar upp ýmsar fagstofnanir, sem skulu vera ráðgefandi aðilar. Sumar þeirra höfðu ekki erindi sem erfiði meðan einhverjar sinntu ekki skyldum sínum gagnvart þeim lögum, sem þær eiga að vinna eftir. Í lögunum er ekkert um það að hagsmunaaðilar eigi að hafa aðkomu að vinnslu skipulags með svæðisráðum. Pappírar hagsmunaaðila um öryggismöt af ýmsu tagi eru því ólögmæt gögn í leyfisveitingaferli. Baráttu VÁ gegn sjókvíaeldi er ekki lokið þó vanhæfnismálið hafi verið afgreitt, með hagsmuni sjókvíaeldis í forgangi. Eða með öðrum orðunum eins og kemur fram í frétt Austurgluggans 7.8.2025:„Ráðuneytið telur þann ágalla hafa verið óverulegan miðað við þá hagsmuni sem eru í húfi, svo sem leyfi sem veitt hafa verið á grundvelli skipulagsins.“ Því miður er þetta mynstur sem við erum orðin ansi vön að sjá, þ.e.a.s. að hagsmunir fjármagnseiganda, sem stunda þennan mengandi iðnað,o*‘eru látnir hafa forgang innan stjórnsýslunnar og reglur og lög beygð til að þjónka við þessa starfsemi. Náttúran nýtur sjaldnast eða aldrei vafans, og er þessi ákvörðum félagsmálaráðherra um að taka ekki upp umrætt skipulag og vinna það á faglegan hátt, enn eitt dæmi um það mikla fúsk sem viðgengst því miður í þessum málaflokki í íslenskri stjórnsýslu. Vegna fjölmargra ástæðna getur sjókvíaeldi aldrei orðið að veruleika í Seyðisfirði. Það er grátlegt að horfa upp á stjórnsýsluna í landinu gera ítrekaðar tilraunir til að kreista fram ranga niðurstöðu. Það er óboðlegt að horfa upp á ráðherra þessa lands halda áfram að horfa fram hjá lögum, reglugerðum og stjórnsýslulagabrotum. VÁ treystir áfram á stuðning landsmanna og náttúruverndarsamtaka gagnvart þessum endalausa yfirgangi. Höfundur er félagsmaður í VÁ félagi um vernd fjarðar.
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun