Handbolti

Tap setur Ís­land í erfiða stöðu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Íslensku strákarnir voru of lengi í gang.
Íslensku strákarnir voru of lengi í gang. IHF

Íslenska U-19 ára landslið karla í handbolta er í erfiðri stöðu eftir tap gegn Serbíu með minnsta mun í milliriðli heimsmeistaramótsins sem nú fer fram í Kaíró í Egyptalandi.

Serbar voru sterkari aðilinn nær allan leikinn í dag. Íslensku strákarnir bitu hins vegar frá sér undir lok leiks og voru grátlega nálægt því að á ekki allavega í jafntefli. Lokatölur 29-28 Serbíu í vil.

Dagur Árni Heimisson og Stefán Magni Hjartarson voru markahæstir í íslenska liðinu með 7 mörk hvor. Þar á eftir komu Ágúst Guðmundsson og Bessi Teitsson með 4 mörk hvor.

Tapið þýðir að Ísland þarf sigur gegn Spáni til að komast áfram í 8-liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×