„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Agnar Már Másson skrifar 11. ágúst 2025 12:12 Sindri vill meina að merkið hafi verið templarakross heldur en járnkross. Krossarnir eru fremur líkir. Samsett Mynd Samtökin Skjöldur Íslands hafa skipt um merki eftir að bent var á að merkið líktist járnkrossi. Forsvarsmaður hópsins segir þetta gert af tillitssemi við Frímúrara og Templara og ekki vegna þess að merkið beri líkindi við krossinn sem nasistar tóku upp í seinni heimsstyrjöld. „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross,“ segir Sindri Daði Rafnsson, stofnandi Skjaldar Íslands, sem greindi frá því fyrir helgi að hópurinn hafi skipt um merki. Nýja merkið líkist frekar hefðbundnum kristnum krossi en gamla merkið var sagt líkjast járnkrossi sem nasistar og nýnasistar hafa notað reglulega síðustu áratugi. Nýju bolirnir eru prýddir hefbundnari kross en þeir gömlu.Skjáskot/Facebook Aðstandendur Skjaldar Íslands hafa vakið mikla athygli fyrir heit sín um að standa vörð um íslenska menningu og siði síðan þeir gengu einkennisklæddir um miðborgina um miðjan júlí. Hópurinn hefur einnig vakið athygli fyrir fasískar skírskotanir en hluti aðstandenda hópsins hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi og rán. „Þess vegna var hann rauður“ „Við erum að gera þetta af virðingu við Templarana og Frímúrarana,“ segir Sindri í samtali við blaðamann. Hann vill alls ekki meina að hópurinn hafi sótt í hugarheim nasista með krossavali sínu, hér sé ekki um járnkrossinn að ræða, heldur templarakrossinn sem musterisriddarar báru í krossferðum forðum daga. „Og þess vegna var hann rauður, ekki svartur“ áréttar Sindri en vert er að nefna að merkið var alfarið hvítt á peysum liðsmanna Skjaldar Íslands þegar þeir vöktu fyrst athygli á svokölluðu hverfisrölti í júlí. Frá rölti meðlima Skjaldar Íslands í júlí. Sindri segir að forsvarsmenn hópsins hafi heyrt óánægjuraddir innan úr Frímúrarareglunni, þó ekki fengið neinar formlegar beiðnir um að hætta að nota krossinn. Hann kennir í raun fjölmiðlum um að hafa „snúið út úr“ með því að benda á líkindi krossins við járnkrossinn. Sindri segist reyndar hafa fengið stuðningsbréf frá Templörum, bæði frá Þýskalandi og Íslandi. Merki Skjaldar Íslands til vinstri og forsíða stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik til hægri.Vísir/Samsett Samhliða þessu hyggst hópurinn hefja sölu á bolum sem á stendur „Ég er skjöldur Íslands“ og prýðir nýja krossinn, frekar en hinn gamla. Bæði járnkrossinn og templarakrossinn eru tegundir af croix pattée, sem er kross sem notaður hefur verið í kristnu samhengi í gegnum söguna. Merkið var til dæmis notað af musterisriddörum og hugrenningartengsl eru á milli þess og krossferða miðalda. Raður croix pattée prýðir til dæmis forsíðu stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins og nýnasistans sem myrti 77 manns í Ósló og Útey og særði aðra 319 akkúrat á þessum degi fyrir fjórtán árum síðan. Sindri segir að hópurinn hafi ekkert á móti útlendingum heldur snúi gagnrýnin að fólki sem „misnoti kerfið“ og að útlendingar fái stuðning á meðan „Íslendingarnir okkar, langveikir og aldraðir og aðrir fá ekki neina hjálp.“ Lögreglumál Reykjavík Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. 22. júlí 2025 19:01 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
„Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross,“ segir Sindri Daði Rafnsson, stofnandi Skjaldar Íslands, sem greindi frá því fyrir helgi að hópurinn hafi skipt um merki. Nýja merkið líkist frekar hefðbundnum kristnum krossi en gamla merkið var sagt líkjast járnkrossi sem nasistar og nýnasistar hafa notað reglulega síðustu áratugi. Nýju bolirnir eru prýddir hefbundnari kross en þeir gömlu.Skjáskot/Facebook Aðstandendur Skjaldar Íslands hafa vakið mikla athygli fyrir heit sín um að standa vörð um íslenska menningu og siði síðan þeir gengu einkennisklæddir um miðborgina um miðjan júlí. Hópurinn hefur einnig vakið athygli fyrir fasískar skírskotanir en hluti aðstandenda hópsins hefur hlotið þunga dóma fyrir ofbeldi og rán. „Þess vegna var hann rauður“ „Við erum að gera þetta af virðingu við Templarana og Frímúrarana,“ segir Sindri í samtali við blaðamann. Hann vill alls ekki meina að hópurinn hafi sótt í hugarheim nasista með krossavali sínu, hér sé ekki um járnkrossinn að ræða, heldur templarakrossinn sem musterisriddarar báru í krossferðum forðum daga. „Og þess vegna var hann rauður, ekki svartur“ áréttar Sindri en vert er að nefna að merkið var alfarið hvítt á peysum liðsmanna Skjaldar Íslands þegar þeir vöktu fyrst athygli á svokölluðu hverfisrölti í júlí. Frá rölti meðlima Skjaldar Íslands í júlí. Sindri segir að forsvarsmenn hópsins hafi heyrt óánægjuraddir innan úr Frímúrarareglunni, þó ekki fengið neinar formlegar beiðnir um að hætta að nota krossinn. Hann kennir í raun fjölmiðlum um að hafa „snúið út úr“ með því að benda á líkindi krossins við járnkrossinn. Sindri segist reyndar hafa fengið stuðningsbréf frá Templörum, bæði frá Þýskalandi og Íslandi. Merki Skjaldar Íslands til vinstri og forsíða stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik til hægri.Vísir/Samsett Samhliða þessu hyggst hópurinn hefja sölu á bolum sem á stendur „Ég er skjöldur Íslands“ og prýðir nýja krossinn, frekar en hinn gamla. Bæði járnkrossinn og templarakrossinn eru tegundir af croix pattée, sem er kross sem notaður hefur verið í kristnu samhengi í gegnum söguna. Merkið var til dæmis notað af musterisriddörum og hugrenningartengsl eru á milli þess og krossferða miðalda. Raður croix pattée prýðir til dæmis forsíðu stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins og nýnasistans sem myrti 77 manns í Ósló og Útey og særði aðra 319 akkúrat á þessum degi fyrir fjórtán árum síðan. Sindri segir að hópurinn hafi ekkert á móti útlendingum heldur snúi gagnrýnin að fólki sem „misnoti kerfið“ og að útlendingar fái stuðning á meðan „Íslendingarnir okkar, langveikir og aldraðir og aðrir fá ekki neina hjálp.“
Lögreglumál Reykjavík Innflytjendamál Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. 22. júlí 2025 19:01 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
„Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. 22. júlí 2025 19:01
Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent